Einu umsækjendurnir um embætti dómara við Landsrétt metnir jafnhæfir Eiður Þór Árnason skrifar 4. júlí 2023 20:31 Guðrún Sesselja Arnardóttir lögmaður, Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari, Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari og Ásgerður Ragnarsdóttir, settur landsréttardómari. Vísir Dómnefnd telur að Ásgerður Ragnarsdóttir, settur landsréttardómari, og Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari séu bæði mjög vel hæf til að gegna embætti dómara við Landsrétt og ekki verði gert á milli milli hæfni þeirra tveggja. Sama dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara komst að þeirri niðurstöðu að Guðrún Sesselja Arnardóttir lögmaður sé hæfust umsækjenda til að hljóta skipun í embætti héraðsdómara og Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari fylgi þar á eftir. Einungis tvö sóttu um stöðu við Landsrétt Þann 12. maí síðastliðinn auglýsti dómsmálaráðuneytið tvö embætti héraðsdómara laus til umsóknar. Báðir dómarar munu hafa fyrstu starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með 1. september næstkomandi en annar þeirra er einungis settur í embætti á meðan leyfi skipaðs héraðsdómara stendur. Þann 26. maí síðastliðinn auglýsti ráðuneytið svo laust til umsóknar eitt embætti dómara við Landsrétt til skipunar frá og með 21. ágúst næstkomandi. Einungis tvær umsóknir bárust og raðaði dómnefnd þeim líkt og áður segir. Tilkynnt er um niðurstöðuna á vef Stjórnarráðsins. Ekki jöfn á öllum sviðum Ef litið er til þess að reynsla af dómstörfum, reynsla af lögmanns- og málflutningsstörfum og reynsla af stjórnsýslustörfum hafi jafn mikið vægi er það álit dómnefndar að báðir umsækjendur um stöðu við Landsrétt hafi öðlast þá lögfræðilegu þekkingu, sem gera verði kröfu um að landsréttardómari hafi til að bera. Séu umræddir matsþættir virtir í heild er það útkoma nefndarinnar að Kjartan Bjarni standi framar Ásgerði, en ekki sé verulegur munur á milli þeirra þegar borin er saman hæfni í þeim hluta mats. Á sama tíma er það mat dómnefndar að Ásgerður hafi með dómsúrlausnum sínum, sem teknar voru til skoðunar, sýnt meiri færni en Kjartan Bjarni til að semja dóma. Á hinn bóginn sé ekki afgerandi munur á hæfni þeirra að þessu leyti. Að þessu framansögðu er það niðurstaða dómnefndar að báðir umsækjendur séu mjög vel hæfir til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Telur nefndin að ekki séu efni til að gera upp á milli hæfni þeirra tveggja að því leyti. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara skipuðu Eiríkur Tómasson formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson. Dómstólar Vistaskipti Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Sama dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara komst að þeirri niðurstöðu að Guðrún Sesselja Arnardóttir lögmaður sé hæfust umsækjenda til að hljóta skipun í embætti héraðsdómara og Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari fylgi þar á eftir. Einungis tvö sóttu um stöðu við Landsrétt Þann 12. maí síðastliðinn auglýsti dómsmálaráðuneytið tvö embætti héraðsdómara laus til umsóknar. Báðir dómarar munu hafa fyrstu starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með 1. september næstkomandi en annar þeirra er einungis settur í embætti á meðan leyfi skipaðs héraðsdómara stendur. Þann 26. maí síðastliðinn auglýsti ráðuneytið svo laust til umsóknar eitt embætti dómara við Landsrétt til skipunar frá og með 21. ágúst næstkomandi. Einungis tvær umsóknir bárust og raðaði dómnefnd þeim líkt og áður segir. Tilkynnt er um niðurstöðuna á vef Stjórnarráðsins. Ekki jöfn á öllum sviðum Ef litið er til þess að reynsla af dómstörfum, reynsla af lögmanns- og málflutningsstörfum og reynsla af stjórnsýslustörfum hafi jafn mikið vægi er það álit dómnefndar að báðir umsækjendur um stöðu við Landsrétt hafi öðlast þá lögfræðilegu þekkingu, sem gera verði kröfu um að landsréttardómari hafi til að bera. Séu umræddir matsþættir virtir í heild er það útkoma nefndarinnar að Kjartan Bjarni standi framar Ásgerði, en ekki sé verulegur munur á milli þeirra þegar borin er saman hæfni í þeim hluta mats. Á sama tíma er það mat dómnefndar að Ásgerður hafi með dómsúrlausnum sínum, sem teknar voru til skoðunar, sýnt meiri færni en Kjartan Bjarni til að semja dóma. Á hinn bóginn sé ekki afgerandi munur á hæfni þeirra að þessu leyti. Að þessu framansögðu er það niðurstaða dómnefndar að báðir umsækjendur séu mjög vel hæfir til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Telur nefndin að ekki séu efni til að gera upp á milli hæfni þeirra tveggja að því leyti. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara skipuðu Eiríkur Tómasson formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson.
Dómstólar Vistaskipti Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira