Íhugar að stefna Hvali hf. vegna launataps starfsmanna Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. júlí 2023 17:57 Vilhjámur Birgissson gagnrýnir ráðherra og þingmenn harðlega vegna aðgerðarleysis þegar kemur að hvalveiðibanni. Vísir/Vilhelm Formaður Verkalýðsfélags Akraness íhugar að stefna Hvali hf. vegna launataps starfsmanna ef ekkert verði af vertíðinni í ár. Hann gagnrýnir þingmenn Norðvesturkjördæmis harðlega fyrir aðgerðarleysi eftir að matvælaráðherra setti tímabundið bann á veiðarnar. Líkt og kunnungt er ákvað Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, að fresta hvalveiðum út ágúst daginn áður en þær áttu að hefjast hinn 21. júní. Flestir starfsmenn Hvals hf. eru í Verkalýðsfélagi Akraness. „Ég met stöðuna ekkert rosalega vel. Ég ætla alveg að vera heiðarlegur með það,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Er vertíðin farin út um gluggann? „Ég vona svo sannarlega ekki, við ætlum ekki að gefast upp strax. En þetta er gríðarlegir hagmunir sem eru undir hjá okkar félagsmönnum. Það liggur fyrir að meðallaunin eru í kringum 1,8 milljón á síðustu vertíð. Heildartekjurnar námu í kringum 1,2 milljarð fyrir utan launatengd gjöld. Þannig að þetta er algjörlega forkastanlegt að matvælaráðherra skuli voga sér að taka vertíðina af starfsmönnunum einni mínútu áður en vertíðin átti að hefjast.“ Til skoðunar að stefna Hvali hf Fyrir helgi sendi félagið erindi til umboðsmann Alþingis vegna málsins. „Síðan erum við að skoða aðra þætti sem er skylda stéttarfélaganna. Eitt af því er að skoða hvort við þurfum að stefna Hval ef ekkert verður af vertíðinni, og krefja þá um að launatap verði greitt með einhverjum hætti,“ segir Vilhjálmur. Einnig sé til skoðunar að stefna ríkinu. „Við sendum matvælaráðherra bréf 22. júní þar sem við óskuðum eftir því að þau mundu koma til móts við starfsmenn ef þessari ákvörðun yrði ekki snúið við. En því miður hefur matvælaráðherra ekki einu sinni svarað þessu erindi, þrátt fyrir að 150 fjölskyldur séu undir.“ Þingmenn hafi sýnt málinu lítinn skilning Þá gagnrýnir Vilhjálmur þingmenn Norðvesturkjördæmis harðlega. „Langflestir hafa sýnt þessu máli að mínum dómi afskaplega lítinn skilning. Það þýðir lítið fyrir þessa aðila að koma hingað inn í þetta kjördæmi og tala eitthvað digurbarklega um hvað eigi að gera. Þegar menn geta ekki einusinni staðið í lappirnar og varið hér stjórnarskrávarin atvinnuréttindi launafólks, þá er bleik brugðið.“ Hann segir hljóðið í íbúum bæjarins mjög slæmt. „Við skulum hafa það hugfast að hér mættu fjögur hundruð manns á fund til að lýsa yfir stuðningi við félagið og krefja matvælaráðherra um að draga þessa ákvörðun til baka. Það sýnir svo ekki sé um villst hver staða bæjarbúa er gagnvart þessu máli.“ Ólíkt ágreiningi um sjómannaafslátt Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hætt er við hvalavertíð með tiltölulega stuttum fyrirvara. Árið 2012 hætti Kristján Loftsson, eigandi Hvals, sjálfur við vertíð í kjölfar deilna vegna launa háseta á hvalveiðibátunum. Vilhjálmur segir himinn og haf á milli þessara mála. „Þar var ágreiningur um sjómannaafsláttinn sem gilti fyrir alla sjómenn á Íslandi. Það var ekki verið að blása þá vertíð af fimm mínútum áður en vertíðin átti að hefjast.“ Hvalveiðar Akranes Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32 Ákvörðun Svandísar standist ekki lög Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum standist ekki lög. Það er í það minnsta mat lögfræðistofunnar LEX sem samtökin fengu til að gera lögfræðilegt álit á gjörningnum. 27. júní 2023 08:00 Vaktin: Baulað og klappað á fundi um hvalveiðibann á Akranesi Andrúmsloftið var þrúgandi á fundi Verkalýðsfélags Akraness um tímabundið hvalveiðibann. Baulað var á ræðuhaldara og klappað fyrir öðrum. Matvælaráðherra, þingmenn og formaður Verkalýðsfélags Akraness héldu ræður og sátu fyrir svörum á fundinum. 22. júní 2023 16:28 Sveitarstjórnin harmar ákvörðun Svandísar Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir vonbrigðum og harmar hversu seint ákvörðun matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða er framkomin. 22. júní 2023 09:46 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Líkt og kunnungt er ákvað Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, að fresta hvalveiðum út ágúst daginn áður en þær áttu að hefjast hinn 21. júní. Flestir starfsmenn Hvals hf. eru í Verkalýðsfélagi Akraness. „Ég met stöðuna ekkert rosalega vel. Ég ætla alveg að vera heiðarlegur með það,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Er vertíðin farin út um gluggann? „Ég vona svo sannarlega ekki, við ætlum ekki að gefast upp strax. En þetta er gríðarlegir hagmunir sem eru undir hjá okkar félagsmönnum. Það liggur fyrir að meðallaunin eru í kringum 1,8 milljón á síðustu vertíð. Heildartekjurnar námu í kringum 1,2 milljarð fyrir utan launatengd gjöld. Þannig að þetta er algjörlega forkastanlegt að matvælaráðherra skuli voga sér að taka vertíðina af starfsmönnunum einni mínútu áður en vertíðin átti að hefjast.“ Til skoðunar að stefna Hvali hf Fyrir helgi sendi félagið erindi til umboðsmann Alþingis vegna málsins. „Síðan erum við að skoða aðra þætti sem er skylda stéttarfélaganna. Eitt af því er að skoða hvort við þurfum að stefna Hval ef ekkert verður af vertíðinni, og krefja þá um að launatap verði greitt með einhverjum hætti,“ segir Vilhjálmur. Einnig sé til skoðunar að stefna ríkinu. „Við sendum matvælaráðherra bréf 22. júní þar sem við óskuðum eftir því að þau mundu koma til móts við starfsmenn ef þessari ákvörðun yrði ekki snúið við. En því miður hefur matvælaráðherra ekki einu sinni svarað þessu erindi, þrátt fyrir að 150 fjölskyldur séu undir.“ Þingmenn hafi sýnt málinu lítinn skilning Þá gagnrýnir Vilhjálmur þingmenn Norðvesturkjördæmis harðlega. „Langflestir hafa sýnt þessu máli að mínum dómi afskaplega lítinn skilning. Það þýðir lítið fyrir þessa aðila að koma hingað inn í þetta kjördæmi og tala eitthvað digurbarklega um hvað eigi að gera. Þegar menn geta ekki einusinni staðið í lappirnar og varið hér stjórnarskrávarin atvinnuréttindi launafólks, þá er bleik brugðið.“ Hann segir hljóðið í íbúum bæjarins mjög slæmt. „Við skulum hafa það hugfast að hér mættu fjögur hundruð manns á fund til að lýsa yfir stuðningi við félagið og krefja matvælaráðherra um að draga þessa ákvörðun til baka. Það sýnir svo ekki sé um villst hver staða bæjarbúa er gagnvart þessu máli.“ Ólíkt ágreiningi um sjómannaafslátt Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hætt er við hvalavertíð með tiltölulega stuttum fyrirvara. Árið 2012 hætti Kristján Loftsson, eigandi Hvals, sjálfur við vertíð í kjölfar deilna vegna launa háseta á hvalveiðibátunum. Vilhjálmur segir himinn og haf á milli þessara mála. „Þar var ágreiningur um sjómannaafsláttinn sem gilti fyrir alla sjómenn á Íslandi. Það var ekki verið að blása þá vertíð af fimm mínútum áður en vertíðin átti að hefjast.“
Hvalveiðar Akranes Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32 Ákvörðun Svandísar standist ekki lög Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum standist ekki lög. Það er í það minnsta mat lögfræðistofunnar LEX sem samtökin fengu til að gera lögfræðilegt álit á gjörningnum. 27. júní 2023 08:00 Vaktin: Baulað og klappað á fundi um hvalveiðibann á Akranesi Andrúmsloftið var þrúgandi á fundi Verkalýðsfélags Akraness um tímabundið hvalveiðibann. Baulað var á ræðuhaldara og klappað fyrir öðrum. Matvælaráðherra, þingmenn og formaður Verkalýðsfélags Akraness héldu ræður og sátu fyrir svörum á fundinum. 22. júní 2023 16:28 Sveitarstjórnin harmar ákvörðun Svandísar Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir vonbrigðum og harmar hversu seint ákvörðun matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða er framkomin. 22. júní 2023 09:46 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32
Ákvörðun Svandísar standist ekki lög Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem segir að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum standist ekki lög. Það er í það minnsta mat lögfræðistofunnar LEX sem samtökin fengu til að gera lögfræðilegt álit á gjörningnum. 27. júní 2023 08:00
Vaktin: Baulað og klappað á fundi um hvalveiðibann á Akranesi Andrúmsloftið var þrúgandi á fundi Verkalýðsfélags Akraness um tímabundið hvalveiðibann. Baulað var á ræðuhaldara og klappað fyrir öðrum. Matvælaráðherra, þingmenn og formaður Verkalýðsfélags Akraness héldu ræður og sátu fyrir svörum á fundinum. 22. júní 2023 16:28
Sveitarstjórnin harmar ákvörðun Svandísar Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir vonbrigðum og harmar hversu seint ákvörðun matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða er framkomin. 22. júní 2023 09:46