Fótbolti

Hver einasta sekúnda af fagnaðar­látum leik­manna bætist nú við leik­tímann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fagnar marki sínu á EM í Englandi síðasta sumar.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fagnar marki sínu á EM í Englandi síðasta sumar. VÍSIR/VILHELM

Reglur fótboltans eru alltaf í þróun og við og við eru gerðar athyglisverðar breytingar á fótboltareglunum.

Nú hafa enn á ný borist fréttir af reglubreytingu sem gæti breytt talsverðu og þá aðallega fyrir lengd leikja.

Það má þannig búast við lengi uppbótatíma í framtíðinni eftir nýjustu breytinguna hjá FIFA.

Dómarar leikjanna þurfa nefnilega núna að bæta við tímanum sem fer í fagnaðarlæti leikmanna þegar liðin skora mörk í sínum leikjum.

Hver einasta sekúnda af fagnaðarlátum leikmanna á nú að bætast við leiktímann í hvorum hálfleik fyrir sig.

Fagnaðarlæti leikmanna geta tekið sinn tíma og má búast við í kringum hálfa mínútu fyrir hvert mark þótt að það sé auðvitað mismundi eftir marki og mikilvægi þess.

Þetta hefur auðvitað lítil áhrif í markalausu jafnteflum eða 1-0 sigrum en markaleikirnir gætu lengst talsvert sé dómarinn nákvæmur á klukkunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×