Tvöfaldir heimsmeistarar á tveimur dögum: „Ég er hálf orðlaus“ Máni Snær Þorláksson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 3. júlí 2023 18:36 Íslenskir danshópar hafa unnið til tveggja gullverðlauna á heimsmeistaramótinu í dansi sem fer fram í Braga í Portúgal þessa stundina. Aðsend Íslenskir dansarar frá DansKompaní í Reykjanesbæ unnu tvenn gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í dansi í dag. Skólastjóri DansKompaní segir að dugnaður og liðsheild sé galdurinn á bakvið þennan magnaða árangur. „Það eru komnir tveir heimsmeistaratitlar í hús núna á öðrum degi hjá okkur í keppninni,“ útskýrir Helga Ásta Ólafsdóttir skólastjóri í samtali við fréttastofu. Um er að ræða verðlaun í aldursflokki fyrir krakka frá tíu upp í fjórtán ára. Flokkurinn miðast við elsta keppandann í honum og því eru líka keppendur yngri en tíu ára sem taka þátt þar. „Við erum með keppendur alveg niður í sjö ára í þessum hópum hjá okkur.“ Dansararnir í DansKompaní unnu til verðlauna fyrir atriði sín í flokki þar sem bæði er dansað og sungið á sviðinu. Annar hópurinn sem vann var lítill hópur, það er með tíu dönsurum, hinn hópurinn var stór og í honum voru þrjátíu og einn dansari. Grátandi af gleði Aðspurð um það hvernig sigurvegurunum líður segir Helga Ásta að allur hópurinn sé í skýjunum, eðlilega. „Tilfinningarnar bera alla ofurliði í svona, það er svolítið staðan. Það eru allir bara hágrátandi, við og foreldrarnir og öll bara grátandi af gleði. Þetta er frábær árangur og svo gerist þetta aftur klukkutíma síðar í öðrum flokki.“ Samrýmdur og flottur hópur Helga Ásta segir að galdurinn á bakvið þennan árangur sé mikill dugnaður, orka og kraftur. Hópurinn sé búinn að æfa ótrúlega mikið. Þá sé foreldrahópurinn einnig sterkur. „Þetta er ótrúlega samrýmdur og flottur hópur. Svona kemur náttúrulega bara út frá mikilli vinnu og sterkri liðsheild. Ég er hálf orðlaus, þetta er bara algjörlega geggjað.“ Þrátt fyrir þennan frábæra árangur er ekki kominn tími til að slaka á því mótið er ekki búið. „Það þurfa allir að setja sig í stellingar og undirbúa sig fyrir morgundaginn, því við höldum áfram að keppa alveg til áttunda júlí.“ Dans Portúgal Íslendingar erlendis Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Það eru komnir tveir heimsmeistaratitlar í hús núna á öðrum degi hjá okkur í keppninni,“ útskýrir Helga Ásta Ólafsdóttir skólastjóri í samtali við fréttastofu. Um er að ræða verðlaun í aldursflokki fyrir krakka frá tíu upp í fjórtán ára. Flokkurinn miðast við elsta keppandann í honum og því eru líka keppendur yngri en tíu ára sem taka þátt þar. „Við erum með keppendur alveg niður í sjö ára í þessum hópum hjá okkur.“ Dansararnir í DansKompaní unnu til verðlauna fyrir atriði sín í flokki þar sem bæði er dansað og sungið á sviðinu. Annar hópurinn sem vann var lítill hópur, það er með tíu dönsurum, hinn hópurinn var stór og í honum voru þrjátíu og einn dansari. Grátandi af gleði Aðspurð um það hvernig sigurvegurunum líður segir Helga Ásta að allur hópurinn sé í skýjunum, eðlilega. „Tilfinningarnar bera alla ofurliði í svona, það er svolítið staðan. Það eru allir bara hágrátandi, við og foreldrarnir og öll bara grátandi af gleði. Þetta er frábær árangur og svo gerist þetta aftur klukkutíma síðar í öðrum flokki.“ Samrýmdur og flottur hópur Helga Ásta segir að galdurinn á bakvið þennan árangur sé mikill dugnaður, orka og kraftur. Hópurinn sé búinn að æfa ótrúlega mikið. Þá sé foreldrahópurinn einnig sterkur. „Þetta er ótrúlega samrýmdur og flottur hópur. Svona kemur náttúrulega bara út frá mikilli vinnu og sterkri liðsheild. Ég er hálf orðlaus, þetta er bara algjörlega geggjað.“ Þrátt fyrir þennan frábæra árangur er ekki kominn tími til að slaka á því mótið er ekki búið. „Það þurfa allir að setja sig í stellingar og undirbúa sig fyrir morgundaginn, því við höldum áfram að keppa alveg til áttunda júlí.“
Dans Portúgal Íslendingar erlendis Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira