Ekki byrjaður að láta sig dreyma um Gylfa í Val: „Lítur mjög vel út“ Aron Guðmundsson skrifar 3. júlí 2023 18:46 Gylfi Þór á æfingu með Val í dag. Arnar Grétarsson er þjálfari Vals Vísir/Samsett mynd Það ráku margir upp stór augu þegar fréttist af því að Gylfi Þór Sigurðsson væri mættur á æfingu með Bestu deildar liði Vals. Þjálfari liðsins, Arnar Grétarsson, segist ekki vera farinn að láta sig dreyma um að sjá Gylfa í treyju Vals í sumar, hann hafi þó engu gleymt inn á knattspyrnuvellinum. „Ætli það sé ekki í gegnum Ólaf Jóhannesson, hann er góður vinur Gylfa Þórs sem og pabba hans og hefur undanfarið verið að ýta á Gylfa að taka fram skóna og byrja að æfa aftur,“ segir Arnar aðspurður um ástæðu þess að Gylfi Þór æfi nú með Val. Menn byrjuðu að tala um það fyrir einhverju síðan, með tilkomu nýja landsliðsþjálfarans, um mögulega endurkomu Gylfa. Það er bara frábært að fá hann á æfingar sem og bara gott fyrir íslenska fótboltann að hann sé kominn aftur af stað.“ Án félags eftir langa fjarveru Gylfi hefur verið ósamningsbundinn frá því að fimm ára risasamningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Auðsjáanlega í fínu standi Arnar segist þó ekki byrjaður að láta sig dreyma um Gylfa Þór í Valsbúningnum. „Ég er ekki byrjaður á því að láta mig dreyma um að hann spili með okkur í sumar en það er bara frábært að sjá hann á æfingasvæðinu. Hann lítur mjög vel út.“ Arnar segist fyrst og fremst ánægður fyrir hönd Gylfa, að hann sé kominn aftur á knattspyrnuvöllinn. „Maður gat alveg séð að honum leið vel hjá okkur í dag. Þar var hann kominn að gera það sem hann gerir best, að spila fótbolta. Það var auðsjáanlegt að hann hefur haldið sér í fínu standi, hann komst vel í gegnum æfinguna og án þess að þurfa að bakka út. Við þurfum samt að passa upp á hann, Gylfi er svona gæi sem hættir ekki, við þurfum að passa að hann geri ekki of mikið fyrstu dagana. Svo bara kemur í ljós hvað verður. Ég hef oft talað um þennan dreng, til að mynda þegar að ég starfaði sem yfirmaður íþróttamála, bara sem fyrirmynd og legg mikla áherslu á að menn geri aukaæfingar og hugsi vel um sig. Gylfi er í rauninni bara talsmaður þess, það er bara að gaman að fá hann á æfingar með okkur og gaman fyrir okkar leikmenn að sjá þennan strák. Hann er 34 ára, í toppstandi og hugsar vel um sig. Það bara verður lyftistöng á öllu með komu hans.“ Klippa: Arnar um Gylfa Þór: Ótrúlegt eftir svona langan tíma Gæti fundið fyrir æfingu dagsins á morgun Það yrði frábært fyrir íslenskan fótbolta að fá Gylfa til baka og ef hann kæmi í íslensku deildina þá væri það frábært segir Arnar en það kom honum ekki á óvart að sjá í hversu góðu standi Gylfi væri. „Nei í sjálfu sér ekki. Það er eitt að geta hlaupið og verið í þannig standi en að fara svo inn á fótboltaæfingu, það eru bara allt aðrar hreyfingar þar. Mér fannst hann gera þetta vel, það finnst mér ótrúlegt eftir svona langan tíma. Hann gæti fundið fyrir æfingu dagsins á morgun en það verður bara að koma í ljós. Núna tekur hann bara eitt skref í einu og fer í gegnum ákveðið ferli. Svo kemur bara í ljós á næstunni hvar drengurinn endar. Ég er bara ánægður með að fá hann á æfingar hjá okkur, hvort sem við erum með hann í viku eða tíu daga. Honum er velkomið að vera hjá okkur sem lengst. Honum langar að halda áfram Gylfi sé enn í landsliðsklassa. „Íslenska landsliðið þarf á honum að halda ef hann heldur áfram á þessari vegferð og kemur sér í stand. Maður sá það alveg að hann á nóg eftir til að geta spilað með íslenska landsliðinu.“ Finnurðu hjá honum eldmóð til þess að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn? „Ég hef svo sem ekki rætt mikið við hann persónulega, bara aðeins í kringum æfinguna í dag. Ég held þó, fyrst hann mætti í dag að hreyfa sig, að það búi eitthvað að baki þar. Honum langar að halda áfram og ég skil það vel. Ég segi það við alla sem eru í fótbolta að reyna halda sér inn á vellinum eins lengi og þeir geta. Þetta eru forréttindi, að vera að spila og gera eitthvað sem þú hefur ástríðu fyrir. Hvort sem þú ert til 34-, 36-, eða 38 ára aldurs, þá myndi ég reyna að vera sem lengst í þessu. Ég sakna þess alltaf að vera í fótbolta. Þess vegna er ég ánægður fyrir hönd Gylfa, að hann skuli vera búinn að taka fram skóna aftur og vonandi getur hann spilað lengi áfram á meðan að hann hefur getu til þess vegna þess að það er nægur tími til að gera eitthvað annað eftir það.“ Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Sjáðu Gylfa í fótbolta í fyrsta sinn í tvö ár Gylfi Þór Sigurðsson var með á æfingu Vals á Hlíðarenda í dag en hann vinnur nú að því að snúa aftur í fótbolta eftir að hafa síðast spilað leik í maí 2021. 3. júlí 2023 13:34 Gylfi á æfingu hjá Val Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tekur þátt í æfingu Bestu deildarliðs Vals á Hlíðarenda í dag. 3. júlí 2023 10:43 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
„Ætli það sé ekki í gegnum Ólaf Jóhannesson, hann er góður vinur Gylfa Þórs sem og pabba hans og hefur undanfarið verið að ýta á Gylfa að taka fram skóna og byrja að æfa aftur,“ segir Arnar aðspurður um ástæðu þess að Gylfi Þór æfi nú með Val. Menn byrjuðu að tala um það fyrir einhverju síðan, með tilkomu nýja landsliðsþjálfarans, um mögulega endurkomu Gylfa. Það er bara frábært að fá hann á æfingar sem og bara gott fyrir íslenska fótboltann að hann sé kominn aftur af stað.“ Án félags eftir langa fjarveru Gylfi hefur verið ósamningsbundinn frá því að fimm ára risasamningur hans við enska úrvalsdeildarfélagið Everton rann út sumarið 2022. Hann hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í maí 2021 en hann var handtekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Í apríl síðastliðnum lýsti lögreglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunargögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum saksóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála. Auðsjáanlega í fínu standi Arnar segist þó ekki byrjaður að láta sig dreyma um Gylfa Þór í Valsbúningnum. „Ég er ekki byrjaður á því að láta mig dreyma um að hann spili með okkur í sumar en það er bara frábært að sjá hann á æfingasvæðinu. Hann lítur mjög vel út.“ Arnar segist fyrst og fremst ánægður fyrir hönd Gylfa, að hann sé kominn aftur á knattspyrnuvöllinn. „Maður gat alveg séð að honum leið vel hjá okkur í dag. Þar var hann kominn að gera það sem hann gerir best, að spila fótbolta. Það var auðsjáanlegt að hann hefur haldið sér í fínu standi, hann komst vel í gegnum æfinguna og án þess að þurfa að bakka út. Við þurfum samt að passa upp á hann, Gylfi er svona gæi sem hættir ekki, við þurfum að passa að hann geri ekki of mikið fyrstu dagana. Svo bara kemur í ljós hvað verður. Ég hef oft talað um þennan dreng, til að mynda þegar að ég starfaði sem yfirmaður íþróttamála, bara sem fyrirmynd og legg mikla áherslu á að menn geri aukaæfingar og hugsi vel um sig. Gylfi er í rauninni bara talsmaður þess, það er bara að gaman að fá hann á æfingar með okkur og gaman fyrir okkar leikmenn að sjá þennan strák. Hann er 34 ára, í toppstandi og hugsar vel um sig. Það bara verður lyftistöng á öllu með komu hans.“ Klippa: Arnar um Gylfa Þór: Ótrúlegt eftir svona langan tíma Gæti fundið fyrir æfingu dagsins á morgun Það yrði frábært fyrir íslenskan fótbolta að fá Gylfa til baka og ef hann kæmi í íslensku deildina þá væri það frábært segir Arnar en það kom honum ekki á óvart að sjá í hversu góðu standi Gylfi væri. „Nei í sjálfu sér ekki. Það er eitt að geta hlaupið og verið í þannig standi en að fara svo inn á fótboltaæfingu, það eru bara allt aðrar hreyfingar þar. Mér fannst hann gera þetta vel, það finnst mér ótrúlegt eftir svona langan tíma. Hann gæti fundið fyrir æfingu dagsins á morgun en það verður bara að koma í ljós. Núna tekur hann bara eitt skref í einu og fer í gegnum ákveðið ferli. Svo kemur bara í ljós á næstunni hvar drengurinn endar. Ég er bara ánægður með að fá hann á æfingar hjá okkur, hvort sem við erum með hann í viku eða tíu daga. Honum er velkomið að vera hjá okkur sem lengst. Honum langar að halda áfram Gylfi sé enn í landsliðsklassa. „Íslenska landsliðið þarf á honum að halda ef hann heldur áfram á þessari vegferð og kemur sér í stand. Maður sá það alveg að hann á nóg eftir til að geta spilað með íslenska landsliðinu.“ Finnurðu hjá honum eldmóð til þess að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn? „Ég hef svo sem ekki rætt mikið við hann persónulega, bara aðeins í kringum æfinguna í dag. Ég held þó, fyrst hann mætti í dag að hreyfa sig, að það búi eitthvað að baki þar. Honum langar að halda áfram og ég skil það vel. Ég segi það við alla sem eru í fótbolta að reyna halda sér inn á vellinum eins lengi og þeir geta. Þetta eru forréttindi, að vera að spila og gera eitthvað sem þú hefur ástríðu fyrir. Hvort sem þú ert til 34-, 36-, eða 38 ára aldurs, þá myndi ég reyna að vera sem lengst í þessu. Ég sakna þess alltaf að vera í fótbolta. Þess vegna er ég ánægður fyrir hönd Gylfa, að hann skuli vera búinn að taka fram skóna aftur og vonandi getur hann spilað lengi áfram á meðan að hann hefur getu til þess vegna þess að það er nægur tími til að gera eitthvað annað eftir það.“
Besta deild karla Valur Tengdar fréttir Sjáðu Gylfa í fótbolta í fyrsta sinn í tvö ár Gylfi Þór Sigurðsson var með á æfingu Vals á Hlíðarenda í dag en hann vinnur nú að því að snúa aftur í fótbolta eftir að hafa síðast spilað leik í maí 2021. 3. júlí 2023 13:34 Gylfi á æfingu hjá Val Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tekur þátt í æfingu Bestu deildarliðs Vals á Hlíðarenda í dag. 3. júlí 2023 10:43 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Sjáðu Gylfa í fótbolta í fyrsta sinn í tvö ár Gylfi Þór Sigurðsson var með á æfingu Vals á Hlíðarenda í dag en hann vinnur nú að því að snúa aftur í fótbolta eftir að hafa síðast spilað leik í maí 2021. 3. júlí 2023 13:34
Gylfi á æfingu hjá Val Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson tekur þátt í æfingu Bestu deildarliðs Vals á Hlíðarenda í dag. 3. júlí 2023 10:43
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti