Lífið

Eigandi Íslensku auglýsingastofunnar selur slotið í Garðabæ

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Fasteignin er vel við haldin með einstökum garði. Þar má finna stærðarinnar eftirlíkingu af Frelsisstyttunni í New York á miðjum sólpallinum.
Fasteignin er vel við haldin með einstökum garði. Þar má finna stærðarinnar eftirlíkingu af Frelsisstyttunni í New York á miðjum sólpallinum. Fasteignaljósmyndun

Þormóður Jónsson, eigandi Íslensku auglýsingastofunnar, og eiginkona hans Sigríður Garðarsdóttir hafa sett fallegt einbýlishús sitt við Sunnuflöt í Garðabæ til sölu. 

Húsið er um 250 fermetrar að stærð á tveimur hæðum með tvöföldum bílskúr. 

Fram kemur í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis að borðstofa og stofa eru í samliggjandi opnu og björtu rými með stórum gluggum sem snúa í suður.  Fimm svefnherbergi eru í húsinu auk tveggja baðherbergja.

Bak við húsið er stór afgirtur garður sem líkt er við paradís á fasteignavefnum. Fallegur og vel hirtur gróður umvefur garðinn. Þar má finna litla tjörn, glerhús og heitan pott. Auk þess er stærðarinnar eftirlíking af Frelsisstyttunni í New York staðsett á miðjum sólpallinum.

Húsið er byggt árið 1967 og hefur verið töluvert endurnýjað.Fasteignaljósmyndun
Húsið er á tveimur hæðum.Fasteignaljósmyndun
Stærðarinnar eftirlíking af Frelsisstyttunni í New York má finna í bakgarðinum.Fasteignaljósmyndun
Flatahverfið í Garðabæ er afar vinsælt hverfi.Fasteignaljósmyndun
Húsið er umvafið fallegum gróðri.Fasteignaljósmyndun

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.