Kommúnistaleiðtogi í klandri eftir sólgleraugnastuld Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2023 10:39 Moxnes var gripinn glóðvolgur í fríhöfn Gardermoen-flugvallar í Osló um miðjan júní. Vísir/EPA Heitt er nú undir Bjørnari Moxnes, leiðtoga norska kommúnistaflokksins Rauða flokksins, eftir að upp komst að hann var staðinn að því að stela sólgleraugum í síðasta mánuði. Flokkurinn lýsti yfir stuðningi við Moxnes en eining ríkir ekki um hann. Uppákoman átti sér stað í fríhöfninni á Gardermoen-flugvelli í Osló 16. júní en ekki var upplýst um hana fyrr en á föstudag. Norska ríkisútvarpið NRK segir að Moxnes hafi stolið Hugo Boss-sólgleraugum úr verslun og verið sektaður um 3.000 norskra krónur, rúmar 38.000 íslenskar krónur. Til að bæta gráu ofan á svart varð Moxnes margsaga um það sem gerðist. Í fyrstu hélt hann því fram að um misskilning hefði verið að ræða. Síðar viðurkenndi hann að hafa rifið verðmiða af sólgleraugunum og stungið þeim í farangur sinn. Moxnes baðst afsökunar á stuldinum og tilraunum sínum til að drepa málinu á dreif um helgina. Á blaðamannafundi sem hann boðaði til sagði hann að hann hafi skilað gleraugunum þegar öryggisvörður stöðvaði hann á flugvellinum. NRK segir að heimildir þess hermi að Moxnes hafi þvert á móti þrætt fyrir að vera með gleraugun þegar hann var stöðvaður. Hann hafi þá verið leiddur í burtu og gleraugun fundist í fórum hans. Moxnes sagði ríkisfjölmiðlunum að hann hefði verið í áfalli þegar öryggisvörður stöðvaði hann og að hann skildi það ef hann hefði virst ósamvinnuþýður. Vill að Moxnes víki Forysta Rauða flokksins lýsti yfir stuðningi við Moxnes um helgina. Mímir Kristjánsson, hálfíslenskur þingmaður flokksins, sagðist meðal annars enn bera traust til leiðtogans. Ekki eru þó allir á eitt sáttir. Ýmsir héraðsleiðtogar flokksins hafa krafist þess að haldinn verði neyðarfundur um stöðu Moxnes. Sumir telja að hann eigi að stíga til hliðar. „Traust er ekki eitthvað sem flokksforystan getur bara tekið ákvörðun um,“ segir Viktor Stein, leiðtogi flokksins í Nordland. Fram að þessu hefur flokksforystan þó tekið fálega í kröfur um mál leiðtogans verði tekið fyrir frekar. Noregur Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Uppákoman átti sér stað í fríhöfninni á Gardermoen-flugvelli í Osló 16. júní en ekki var upplýst um hana fyrr en á föstudag. Norska ríkisútvarpið NRK segir að Moxnes hafi stolið Hugo Boss-sólgleraugum úr verslun og verið sektaður um 3.000 norskra krónur, rúmar 38.000 íslenskar krónur. Til að bæta gráu ofan á svart varð Moxnes margsaga um það sem gerðist. Í fyrstu hélt hann því fram að um misskilning hefði verið að ræða. Síðar viðurkenndi hann að hafa rifið verðmiða af sólgleraugunum og stungið þeim í farangur sinn. Moxnes baðst afsökunar á stuldinum og tilraunum sínum til að drepa málinu á dreif um helgina. Á blaðamannafundi sem hann boðaði til sagði hann að hann hafi skilað gleraugunum þegar öryggisvörður stöðvaði hann á flugvellinum. NRK segir að heimildir þess hermi að Moxnes hafi þvert á móti þrætt fyrir að vera með gleraugun þegar hann var stöðvaður. Hann hafi þá verið leiddur í burtu og gleraugun fundist í fórum hans. Moxnes sagði ríkisfjölmiðlunum að hann hefði verið í áfalli þegar öryggisvörður stöðvaði hann og að hann skildi það ef hann hefði virst ósamvinnuþýður. Vill að Moxnes víki Forysta Rauða flokksins lýsti yfir stuðningi við Moxnes um helgina. Mímir Kristjánsson, hálfíslenskur þingmaður flokksins, sagðist meðal annars enn bera traust til leiðtogans. Ekki eru þó allir á eitt sáttir. Ýmsir héraðsleiðtogar flokksins hafa krafist þess að haldinn verði neyðarfundur um stöðu Moxnes. Sumir telja að hann eigi að stíga til hliðar. „Traust er ekki eitthvað sem flokksforystan getur bara tekið ákvörðun um,“ segir Viktor Stein, leiðtogi flokksins í Nordland. Fram að þessu hefur flokksforystan þó tekið fálega í kröfur um mál leiðtogans verði tekið fyrir frekar.
Noregur Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira