„Við þurfum að setja upp fötlunargleraugun“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 2. júlí 2023 16:30 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, segir mál Önnu Kristínar Jensdóttur ekki einsdæmi. Vísir/Vilhelm Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir mál hreyfihamlaðrar konu sem hefur ítrekað verið hafnað um atvinnutækifæri á grundvelli fötlunar hennar ekki vera einsdæmi. Fordómar ríki í samfélaginu sem þurfi að uppræta. Greint var frá máli þrjátíu eins árs gamallar konu með hreyfihömlun í kvöldfréttum stöðvar 2 í gær. Hún hefur verið atvinnulaus í tæpt ár og sótt um fjölda starfa en hefur ítrekað verið hafnað á grundvelli fötlunar sinnar. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir málið ekki einsdæmi. „Því miður hef ég átt samtöl við fatlað fólk sem lýsir svipuðu eða sama viðmóti þegar það sækir um starf. Það verður að viðurkennast að þetta eru einhvers konar fordómar sem eru ríkjandi í samfélaginu sem við verðum að komast fram hjá,“ segir Þuríður Harpa. Breyta þurfi viðhorfi til fatlaðs fólks. „Það er búið að vera vilji stjórnvalda í mörg ár að hið opinbera og sveitarfélög gangi á undan með góðu fordæmi og ráði til sín fatlað fólk til starfa,“ segir Þuríður Harpa. Verið sé að vinna að breytingu í almannatryggingakerfinu þar sem lögð sé áhersla á að fatlað fólk hafi meiri og jafnari aðgang að störfum. Auk þess sé verið að innleiða samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk í lög. „Það er heilmikið í farvatninu til að gera breytingar og við kunnum þetta. Við höfum gert þetta allt saman áður til dæmis í jafnréttismálum og við setjum stanslaust upp jafnréttisgleraugun og við þurfum að gera það sama gagnvart fötluðu fólki. Við þurfum að setja upp fötlunargleraugun og gera því kleift að vera á jafnréttisgrundvelli í samfélaginu og það þýðir að fatlað fólk þarf og á að hafa aðgang að atvinnu,“ segir Þuríður Harpa. Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Greint var frá máli þrjátíu eins árs gamallar konu með hreyfihömlun í kvöldfréttum stöðvar 2 í gær. Hún hefur verið atvinnulaus í tæpt ár og sótt um fjölda starfa en hefur ítrekað verið hafnað á grundvelli fötlunar sinnar. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir málið ekki einsdæmi. „Því miður hef ég átt samtöl við fatlað fólk sem lýsir svipuðu eða sama viðmóti þegar það sækir um starf. Það verður að viðurkennast að þetta eru einhvers konar fordómar sem eru ríkjandi í samfélaginu sem við verðum að komast fram hjá,“ segir Þuríður Harpa. Breyta þurfi viðhorfi til fatlaðs fólks. „Það er búið að vera vilji stjórnvalda í mörg ár að hið opinbera og sveitarfélög gangi á undan með góðu fordæmi og ráði til sín fatlað fólk til starfa,“ segir Þuríður Harpa. Verið sé að vinna að breytingu í almannatryggingakerfinu þar sem lögð sé áhersla á að fatlað fólk hafi meiri og jafnari aðgang að störfum. Auk þess sé verið að innleiða samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk í lög. „Það er heilmikið í farvatninu til að gera breytingar og við kunnum þetta. Við höfum gert þetta allt saman áður til dæmis í jafnréttismálum og við setjum stanslaust upp jafnréttisgleraugun og við þurfum að gera það sama gagnvart fötluðu fólki. Við þurfum að setja upp fötlunargleraugun og gera því kleift að vera á jafnréttisgrundvelli í samfélaginu og það þýðir að fatlað fólk þarf og á að hafa aðgang að atvinnu,“ segir Þuríður Harpa.
Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira