Handbolti

Haukar byrjaðir að láta til sín taka á leik­manna­markaðnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Furunes í leik með Fredrikstad.
Furunes í leik með Fredrikstad. Haukar

Haukar hafa þegar hafið að safna liði fyrir næsta tímabil í Olís-deild kvenna í handbolta. Á föstudagskvöld var Ingeborg Furunes kynnt til leiks en sú hefur undanfarin ár spilað í efstu deild Noregs.

Furunes leikur í stöðu hægri skyttu og semur við Hauka til tveggja ára. Undanfarin tvö ár hefur hún leikið með Fredrikstad í Noregi. Þar áður lék hún með Volda í tvö ár en er alin upp hjá Bodo.

„Það er ánægjulegt að Ingeborg sem er 24 ára gömul skuli velja að koma til Hauka og takast á við nýjar áskoranir á sínum handboltaferli. Við bjóðum hana velkomna en það verður spennandi að fylgjast með henni í Haukabúningnum á næsta keppnistímabili,“ segir í tilkynningu Hauka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×