Viðbótarkostnaður 152 milljónir vegna fjölgunar starfsfólks Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2023 15:19 Endurskipulagning ráðuneyta þegar ný ríkisstjórn kom sér fyrir á stólum sínum þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir tók við fyrir um tveimur árum kostar sitt. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra hefur lagt sitt að mörkum við að fjölga starfsfólki ráðuneytanna. vísir/ívar fannar Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur staðið í ströngu við að styrkja sitt ráðuneyti frá því ný ríkisstjórn tók við. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna tímabundinnar fjölgunar starfsfólks miðað við lok árs 2022 er 152 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Ásmundar Einars við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar sem er í fjórum liðum. Ekki liggur fyrir langtímaáætlun um fjölda starfsfólks í ráðuneytinu. Aukinn kostnaður ríkisins vegna fjölgunar ráðuneyta og endurskipulagningar í þeim efnum hefur verið gagnrýndur með tilheyrandi kostnaði og þá einnig það hvernig að uppstokkuninni var staðið. Fullyrt var í umræðum á þingi að þar hafi meira verið tillit tekið til áhugamála ráðherraefna flokkanna frekar en þörf. Á það hefur verið slegið að kostnaður við fjölgun ráðuneyta um tvö í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er áætlaður tæpir tveir milljarðar króna á kjörtímabilinu. Ef kostnaðurinn er svipaður í öðrum ráðuneytum má gera ráð fyrir því að um sé að ræða talsvert meiri fjárhæðir en sem því nemur. Helga Vala spurði meðal annars hversu margt starfsfólk hafi verið ráðið til starfa hjá mennta- og barnamálaráðuneyti frá því að ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum 28. nóvember 2021? Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, er ein þeirra sem hefur gagnrýnt það hvernig staðið hefur verið að endurskipulagningu ráðuneyta.vísir/vilhelm Helga Vala vildi fá svar stundurliðað eftir því hvort um væri að ræða skipun í embætti eða ráðningu, hvort um sé að ræða tímabundnar ráðningar/skipanir eða ótímabundnar og þá um hversu mörg ný störf væri að ræða? Í svari segir að í kjölfar skipulagsbreytingar í mennta- og barnamálaráðuneyti í júní 2022 hafi verið skipað í embætti þriggja skrifstofustjóra og ráðuneytisstjóra. Skipanirnar fjórar eru sagðar tímabundnar. Um sé að ræða ný embætti skrifstofustjóra en á sama tíma voru fjögur embætti skrifstofustjóra lögð niður. „Frá 28. nóvember 2021 til loka árs 2022 voru þrettán starfsmenn ráðnir til starfa. Þar af voru fjórir starfsmenn ráðnir ótímabundið. Níu starfsmenn voru ráðnir tímabundið, þar af sjö í ný störf.“ Í svari kemur jafnframt fram að ný og tímabundin störf tengist einkum innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og stefnu um Barnvænt Ísland, undirbúningi heildarlaga um skólaþjónustu og málefnum barna á flótta og barna með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn. Í svari kemur fram að fjögur embætti skrifstofustjóra hafi verið auglýst laus til umsóknar með auglýsingum sem voru birtar í júní 2022. „Skipað var í þrjú þessara embætta en ákveðið að skipa engan umsækjanda í það fjórða. Þá voru fjórir lögfræðingar ráðnir til starfa í kjölfar auglýsingar, einn ótímabundið og þrír í tímabundin störf.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur í ríkisfjármálum Fjölgun ráðuneyta og breytingar í stjórnarráðinu gætu kostað hundruð milljóna króna að sögn fjármálaráðherra. Þingmaður Viðreisnar sakar Sjálfstæðisflokkinn um óábyrgð í fjármálum ríkisins. 15. desember 2021 23:24 Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11. desember 2021 11:10 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Ásmundar Einars við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar sem er í fjórum liðum. Ekki liggur fyrir langtímaáætlun um fjölda starfsfólks í ráðuneytinu. Aukinn kostnaður ríkisins vegna fjölgunar ráðuneyta og endurskipulagningar í þeim efnum hefur verið gagnrýndur með tilheyrandi kostnaði og þá einnig það hvernig að uppstokkuninni var staðið. Fullyrt var í umræðum á þingi að þar hafi meira verið tillit tekið til áhugamála ráðherraefna flokkanna frekar en þörf. Á það hefur verið slegið að kostnaður við fjölgun ráðuneyta um tvö í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er áætlaður tæpir tveir milljarðar króna á kjörtímabilinu. Ef kostnaðurinn er svipaður í öðrum ráðuneytum má gera ráð fyrir því að um sé að ræða talsvert meiri fjárhæðir en sem því nemur. Helga Vala spurði meðal annars hversu margt starfsfólk hafi verið ráðið til starfa hjá mennta- og barnamálaráðuneyti frá því að ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum 28. nóvember 2021? Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, er ein þeirra sem hefur gagnrýnt það hvernig staðið hefur verið að endurskipulagningu ráðuneyta.vísir/vilhelm Helga Vala vildi fá svar stundurliðað eftir því hvort um væri að ræða skipun í embætti eða ráðningu, hvort um sé að ræða tímabundnar ráðningar/skipanir eða ótímabundnar og þá um hversu mörg ný störf væri að ræða? Í svari segir að í kjölfar skipulagsbreytingar í mennta- og barnamálaráðuneyti í júní 2022 hafi verið skipað í embætti þriggja skrifstofustjóra og ráðuneytisstjóra. Skipanirnar fjórar eru sagðar tímabundnar. Um sé að ræða ný embætti skrifstofustjóra en á sama tíma voru fjögur embætti skrifstofustjóra lögð niður. „Frá 28. nóvember 2021 til loka árs 2022 voru þrettán starfsmenn ráðnir til starfa. Þar af voru fjórir starfsmenn ráðnir ótímabundið. Níu starfsmenn voru ráðnir tímabundið, þar af sjö í ný störf.“ Í svari kemur jafnframt fram að ný og tímabundin störf tengist einkum innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og stefnu um Barnvænt Ísland, undirbúningi heildarlaga um skólaþjónustu og málefnum barna á flótta og barna með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn. Í svari kemur fram að fjögur embætti skrifstofustjóra hafi verið auglýst laus til umsóknar með auglýsingum sem voru birtar í júní 2022. „Skipað var í þrjú þessara embætta en ákveðið að skipa engan umsækjanda í það fjórða. Þá voru fjórir lögfræðingar ráðnir til starfa í kjölfar auglýsingar, einn ótímabundið og þrír í tímabundin störf.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur í ríkisfjármálum Fjölgun ráðuneyta og breytingar í stjórnarráðinu gætu kostað hundruð milljóna króna að sögn fjármálaráðherra. Þingmaður Viðreisnar sakar Sjálfstæðisflokkinn um óábyrgð í fjármálum ríkisins. 15. desember 2021 23:24 Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11. desember 2021 11:10 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur í ríkisfjármálum Fjölgun ráðuneyta og breytingar í stjórnarráðinu gætu kostað hundruð milljóna króna að sögn fjármálaráðherra. Þingmaður Viðreisnar sakar Sjálfstæðisflokkinn um óábyrgð í fjármálum ríkisins. 15. desember 2021 23:24
Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11. desember 2021 11:10