Hola í höggi og níu pílna leikur: „Ég hlýt að vera einn af mjög fáum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júlí 2023 09:31 Guðmundur Valur Sigurðsson tókst það sem öllum golfurum og píluspilurum dreymir um. Facebook/Golfklúbbur Grindavíkur Flesta golfara dreymir um að fara holu í höggi og flesta píluspilara dreymir um að klára legg í níu pílum. Fæstum tekst þó að afreka þessa hluti, en Guðmundur Valur Sigurðsson, eða Valur eins og hann er oftast kallaður, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 7. braut Húsatóftavallar, aðeins örfáum vikum eftir að hann kláraði legg í níu pílum er hann spilaði á pílustaðnum Bullsey. Það var Golfklúbbur Grindavíkur sem vakti athygli á þessu merkilega afreki Vals á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að Valur hafi notað áttu járn í verkið og að hans sögn hafi höggið verið fullkomið, lent um meter frá holu og rúllað í hana. „Níu pílurnar voru nú bara svona við æfingar, ekki í leik. En níu pílur samt,“ sagði Valur þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum í gær. Stutt á milli stórra afreka Valur segist hafa verið að æfa píluköstin með einum besta píluspilara landsins þegar níu pílu leggurinn náðist og hann hafi náð því ekki fyrir svo löngu. „Níu pílurnar voru nú bara þannig að ég var á Bullsey að taka einhver æfingaköst. Ég var að spila þarna með honum Matthíasi [Erni Friðrikssyni] sem er einn okkar albesti píluspilari. Þetta atvikaðist í rauninni bara þannig að ég hitti bara allt eins og á að gera og það var nú nokkuð skemmtilegt bara. Og við vorum eiginlega báðir hissa,“ sagði Valur léttur. „Það er kannski ekki nema einn til einn og hálfur mánuður síðan.“ Fann um leið að höggið væri gott Eins og áður segir tekst fæstum þeim sem stunda golf eða pílu að fara holu í höggi eða klára legg í níu pílum. Valur er þó einn af líklega mjög fáum sem hefur afrekað bæði. „Ég sagði það nú einhverntíman í vetur að það væri nú líklegra að ég tæki níu pílurnar heldur en að ég færi holu í höggi. Ég hef eiginlega aldrei verið nálægt því að fara holu í höggi, en þó er ég búinn að spila golf í tuttugu ár, með hléum að vísu. En samt, aldrei verið nálægt því. Þá segist Valur hafa fundið það um leið og hann sló kúluna að höggið væri gott. „Þetta var náttúrulega gríðarlega fallegt högg. Hátt og fallegt og lenti á fínum stað rétt við holuna að mér fannst. Svo sá ég bara að hún hélt áfram og fór ofan í. Ég var nú bara pínu hissa.“ Líklega einn af fáum Valur segist einnig vera líklega einn af fáum, og jafnvel sá eini, sem hefur náð bæði að klára legg í níu pílu og fara holu í höggi. „Ég hlýt að vera einn af mjög fáum. Það hlýtur eiginlega að vera. Ég hef allavega ekki heyrt af neinum öðrum, en það hefur svo sem ekki verið mikið rætt.“ „Ég held bara að á heimsvísu sé þetta ekki mjög stór hópur.“ Golf Pílukast Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Sjá meira
Það var Golfklúbbur Grindavíkur sem vakti athygli á þessu merkilega afreki Vals á Facebook-síðu sinni. Þar kemur fram að Valur hafi notað áttu járn í verkið og að hans sögn hafi höggið verið fullkomið, lent um meter frá holu og rúllað í hana. „Níu pílurnar voru nú bara svona við æfingar, ekki í leik. En níu pílur samt,“ sagði Valur þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum í gær. Stutt á milli stórra afreka Valur segist hafa verið að æfa píluköstin með einum besta píluspilara landsins þegar níu pílu leggurinn náðist og hann hafi náð því ekki fyrir svo löngu. „Níu pílurnar voru nú bara þannig að ég var á Bullsey að taka einhver æfingaköst. Ég var að spila þarna með honum Matthíasi [Erni Friðrikssyni] sem er einn okkar albesti píluspilari. Þetta atvikaðist í rauninni bara þannig að ég hitti bara allt eins og á að gera og það var nú nokkuð skemmtilegt bara. Og við vorum eiginlega báðir hissa,“ sagði Valur léttur. „Það er kannski ekki nema einn til einn og hálfur mánuður síðan.“ Fann um leið að höggið væri gott Eins og áður segir tekst fæstum þeim sem stunda golf eða pílu að fara holu í höggi eða klára legg í níu pílum. Valur er þó einn af líklega mjög fáum sem hefur afrekað bæði. „Ég sagði það nú einhverntíman í vetur að það væri nú líklegra að ég tæki níu pílurnar heldur en að ég færi holu í höggi. Ég hef eiginlega aldrei verið nálægt því að fara holu í höggi, en þó er ég búinn að spila golf í tuttugu ár, með hléum að vísu. En samt, aldrei verið nálægt því. Þá segist Valur hafa fundið það um leið og hann sló kúluna að höggið væri gott. „Þetta var náttúrulega gríðarlega fallegt högg. Hátt og fallegt og lenti á fínum stað rétt við holuna að mér fannst. Svo sá ég bara að hún hélt áfram og fór ofan í. Ég var nú bara pínu hissa.“ Líklega einn af fáum Valur segist einnig vera líklega einn af fáum, og jafnvel sá eini, sem hefur náð bæði að klára legg í níu pílu og fara holu í höggi. „Ég hlýt að vera einn af mjög fáum. Það hlýtur eiginlega að vera. Ég hef allavega ekki heyrt af neinum öðrum, en það hefur svo sem ekki verið mikið rætt.“ „Ég held bara að á heimsvísu sé þetta ekki mjög stór hópur.“
Golf Pílukast Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Sjá meira