Viðræðum Kviku og Íslandsbanka slitið: „Það kom mér á óvart hvernig þessar niðurstöður voru“ Árni Sæberg skrifar 29. júní 2023 20:10 Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka. Vísir/Vilhelm Forstjóri Kviku banka segir Íslandsbanka eftir sem áður gott fyrirtæki og að hann sjái vel fyrir sér að hægt verði að taka upp þráðinn í viðræðum um sameiningu félaganna tveggja, að loknum hluthafafundi Íslandsbanka. Kvika banki tilkynnti eftir lokun markaða í dag að bankinn hefði slitið viðræðum um mögulegan samruna bankans við Íslandsbanka. Þar kom fram að undanfarna mánuði hafi staðið yfir viðræður um mögulegan samruna bankanna. Félögin hafi ásamt erlendum og innlendum ráðgjöfum sínum unnið að því að meta mögulega samlegð af samruna og stöðu sameinaðs félags á markaði. Viðræður hófust í febrúar síðastliðnum. „Í ljósi atburða síðustu daga og þess að fyrirséð er að boðað verði til hluthafafundar hjá Íslandsbanka og mögulegs stjórnarkjörs, telur stjórn Kviku ekki forsendur til þess að halda samningaviðræðum áfram,“ segir í yfirlýsingu frá Kviku. Tjáir sig ekki um niðurstöður fjármálaeftirlitsins Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka, mætti í myndver í kvöldfréttum Stöðvar 2 til þess að ræða tíðindi dagsins. Hann segir ekki endilega rétt að hann tjái sig um niðurstöður athugunar fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á framkvæmd Íslandsbanka á útboði um fjórðungshlut í bankanum. „Við erum búnir að vera í viðræðum við Íslandsbanka síðan í febrúar og eftir þær viðræður þá treysti ég mér alveg til að segja að Íslandsbanki er gott fyrirtæki, góður banki, mikið af öflugu starfsfólki. Þannig að það kom mér á óvart hvernig þessar niðurstöður voru, miðað við í hvaða ferli við höfum verið með Íslandsbanka, af því að þetta er gott félag.“ Ný stjórn taki jafnvel við Í tilkynningu Kviku segir að félagið sé tilbúið til frekari viðræðna um sameiningu að réttum forsendum uppfylltum. Marinó segir þó ekki ljóst hvaða forsendur það eru. „Það er erfitt að segja akkúrat hvað framtíðin ber í skauti sér en eins og við segjum í tilkynningunni, það er fyrirséð að Íslandsbanki ætlar að halda hluthafafund. Þar verður jafn jafnvel kosin stjórn og ég held að það sé eðlilegt að Íslandsbanki fari í gegnum það og þá er hægt að taka stöðuna,“ segir hann. Til þess að halda viðræðum áfram þurfi auðvitað tvo til, en Kvika sé tilbúin til þess að taka viðræður aftur upp á ný, enda sé Íslandsbanki gott félag. „Það er bara kakan“ Bæði félög hafa gefið það út að ávinningur af samruna þeirra yrði mikill og með honum yrði til stærsti banki á Íslandi. Þá hefur verið talað um að ávinningur yrði jafnvel meiri Kviku-megin. Hvernig stendur Kviku banki og þá sérstaklega í ljósi þessara frétta? „Félagið stendur ágætlega ef við horfum á undanfarin uppgjör, rekstur félagsins gengur vel. En hvort það sé betra fyrir annað félag að sameinast, ef félög sameinast, þá er verið að búa til eitt félag. Þannig þá er erfitt að segja fyrir hvort félagið það er betra. Þetta er svipað og ef þú bakar köku, hvort er það betra fyrir hveitið eða eggið? Það er bara kakan.“ Engin óvissa með framtíðina Marinó segir framtíðarsýn Kviku ekkert óljósa. Félagið hafi náð gríðarlegum árangri undanfarin ár, til að mynda með því að auka viðskiptabankastarfsemi, til dæmis í gegnum sparnaðarinnlán og annað því um líkt. Eruð þið með góða fjármögnun? „Já, ef þú skoðar síðasta uppgjör hjá okkur. Við erum með gríðarlega sterka lausafjárstöðu og félagið er mjög vel fjármagnað.“ Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Kvika banki Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Kvika banki tilkynnti eftir lokun markaða í dag að bankinn hefði slitið viðræðum um mögulegan samruna bankans við Íslandsbanka. Þar kom fram að undanfarna mánuði hafi staðið yfir viðræður um mögulegan samruna bankanna. Félögin hafi ásamt erlendum og innlendum ráðgjöfum sínum unnið að því að meta mögulega samlegð af samruna og stöðu sameinaðs félags á markaði. Viðræður hófust í febrúar síðastliðnum. „Í ljósi atburða síðustu daga og þess að fyrirséð er að boðað verði til hluthafafundar hjá Íslandsbanka og mögulegs stjórnarkjörs, telur stjórn Kviku ekki forsendur til þess að halda samningaviðræðum áfram,“ segir í yfirlýsingu frá Kviku. Tjáir sig ekki um niðurstöður fjármálaeftirlitsins Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka, mætti í myndver í kvöldfréttum Stöðvar 2 til þess að ræða tíðindi dagsins. Hann segir ekki endilega rétt að hann tjái sig um niðurstöður athugunar fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á framkvæmd Íslandsbanka á útboði um fjórðungshlut í bankanum. „Við erum búnir að vera í viðræðum við Íslandsbanka síðan í febrúar og eftir þær viðræður þá treysti ég mér alveg til að segja að Íslandsbanki er gott fyrirtæki, góður banki, mikið af öflugu starfsfólki. Þannig að það kom mér á óvart hvernig þessar niðurstöður voru, miðað við í hvaða ferli við höfum verið með Íslandsbanka, af því að þetta er gott félag.“ Ný stjórn taki jafnvel við Í tilkynningu Kviku segir að félagið sé tilbúið til frekari viðræðna um sameiningu að réttum forsendum uppfylltum. Marinó segir þó ekki ljóst hvaða forsendur það eru. „Það er erfitt að segja akkúrat hvað framtíðin ber í skauti sér en eins og við segjum í tilkynningunni, það er fyrirséð að Íslandsbanki ætlar að halda hluthafafund. Þar verður jafn jafnvel kosin stjórn og ég held að það sé eðlilegt að Íslandsbanki fari í gegnum það og þá er hægt að taka stöðuna,“ segir hann. Til þess að halda viðræðum áfram þurfi auðvitað tvo til, en Kvika sé tilbúin til þess að taka viðræður aftur upp á ný, enda sé Íslandsbanki gott félag. „Það er bara kakan“ Bæði félög hafa gefið það út að ávinningur af samruna þeirra yrði mikill og með honum yrði til stærsti banki á Íslandi. Þá hefur verið talað um að ávinningur yrði jafnvel meiri Kviku-megin. Hvernig stendur Kviku banki og þá sérstaklega í ljósi þessara frétta? „Félagið stendur ágætlega ef við horfum á undanfarin uppgjör, rekstur félagsins gengur vel. En hvort það sé betra fyrir annað félag að sameinast, ef félög sameinast, þá er verið að búa til eitt félag. Þannig þá er erfitt að segja fyrir hvort félagið það er betra. Þetta er svipað og ef þú bakar köku, hvort er það betra fyrir hveitið eða eggið? Það er bara kakan.“ Engin óvissa með framtíðina Marinó segir framtíðarsýn Kviku ekkert óljósa. Félagið hafi náð gríðarlegum árangri undanfarin ár, til að mynda með því að auka viðskiptabankastarfsemi, til dæmis í gegnum sparnaðarinnlán og annað því um líkt. Eruð þið með góða fjármögnun? „Já, ef þú skoðar síðasta uppgjör hjá okkur. Við erum með gríðarlega sterka lausafjárstöðu og félagið er mjög vel fjármagnað.“
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Kvika banki Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira