Banna jákvæða mismunun kynþátta Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2023 14:36 Stuðningsfólk jákvæðrar mismununar fyrir utan Hæstarétt Bandaríkjanna þegar hann hlýddi á málflutning í málinu gegn háskólunum í október. AP/J. Scott Applewhite Hæstiréttur Bandaríkjanna bannaði tveimur af helstu háskólum landsins að taka tillit til kynþáttar við innritun nemenda í dag. Svokallaðri jákvæðri mismunun hefur verið beitt um áratugaskeið til þess að vega upp á móti afleiðingum aldalangrar mismununar kynþátta í Bandaríkjunum. Harvard-háskóli og Háskólinn í Norður-Karólínu, elsti einkarekni háskóli landsins annars vegar og elsti opinberi háskólinn hins vegar, voru taldir hafa brotið gegn stjórnarskrá þegar þeir notuðu kynþátt umsækjenda sem eina forsendu innritunar. Dómur réttarins snýr við löngu fordæmi. Síðast staðfesti hann jákvæða mismunum sem Háskólinn í Texas beitti við innritun árið 2016, að sögn Washington Post. Síðan þá hefur samsetning réttarins breyst umtalsvert og eru íhaldsmenn í öruggum meirihluta. Álit dómsins var algerlega eftir flokkslínum. Íhaldsmennirnir sex, skipaðir af repúblikönum, stóðu að meirihlutaálitinum um að banna jákvæða mismunun en frjálslyndu dómararnir þrír, skipaðir af demókrötum, skiluðu sératkvæði. Í meirihlutaálitinu sem John Roberts, forseti réttarsins skrifaði, sagði að meta yrði umsækjendur út frá reynslu þeirra sem einstaklingar, ekki út frá kynþætti þeirra. Jákvæð mismunun stríði gegn ákvæðum stjórnarskrár um jafnræði kynþátta. Félagasamtök nemenda sem var synjað um inngöngu í háskóla héldu því fram í málinu að hvítir og asískir umsækjendur sættu mismunun þar sem svartir, rómanskir og frumbyggjar fengju forgang. Jákvæðri mismunun var ætlað að rétta hlut fólks úr ákveðnum minnihlutahópum í bandarísku samfélagi og jafna aðstöðumun þeirra gangvart hvíta kynþáttameirihlutanum í landinu. Blökkumenn sættu gagngerri mismunun á grundvelli kynþáttar í Bandaríkjunum lang fram yfir miðja 20. öldina. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Kynþáttafordómar Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Harvard-háskóli og Háskólinn í Norður-Karólínu, elsti einkarekni háskóli landsins annars vegar og elsti opinberi háskólinn hins vegar, voru taldir hafa brotið gegn stjórnarskrá þegar þeir notuðu kynþátt umsækjenda sem eina forsendu innritunar. Dómur réttarins snýr við löngu fordæmi. Síðast staðfesti hann jákvæða mismunum sem Háskólinn í Texas beitti við innritun árið 2016, að sögn Washington Post. Síðan þá hefur samsetning réttarins breyst umtalsvert og eru íhaldsmenn í öruggum meirihluta. Álit dómsins var algerlega eftir flokkslínum. Íhaldsmennirnir sex, skipaðir af repúblikönum, stóðu að meirihlutaálitinum um að banna jákvæða mismunun en frjálslyndu dómararnir þrír, skipaðir af demókrötum, skiluðu sératkvæði. Í meirihlutaálitinu sem John Roberts, forseti réttarsins skrifaði, sagði að meta yrði umsækjendur út frá reynslu þeirra sem einstaklingar, ekki út frá kynþætti þeirra. Jákvæð mismunun stríði gegn ákvæðum stjórnarskrár um jafnræði kynþátta. Félagasamtök nemenda sem var synjað um inngöngu í háskóla héldu því fram í málinu að hvítir og asískir umsækjendur sættu mismunun þar sem svartir, rómanskir og frumbyggjar fengju forgang. Jákvæðri mismunun var ætlað að rétta hlut fólks úr ákveðnum minnihlutahópum í bandarísku samfélagi og jafna aðstöðumun þeirra gangvart hvíta kynþáttameirihlutanum í landinu. Blökkumenn sættu gagngerri mismunun á grundvelli kynþáttar í Bandaríkjunum lang fram yfir miðja 20. öldina.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Kynþáttafordómar Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira