Lestarstjórar að þessu sinni eru þau Svali Kaldalóns, Vala Eiríks og Ómar Úlfur og verða þau í beinni útsendingu á Bylgjunni á laugardag, milli kl. 12 og 16.
Fjölmargt skemmtilegt verður í boði á laugardag, meðal annars verður froðurennibraut á staðnum, leikhópurinn Lotta mætir í bæinn, hálandaleikar verða haldnir við Byggðasafnið í Görðum auk alls konar viðburða fyrir alla fjölskylduna.
Hægt er að kynna sér fjölbreytta dagskrá Írskra daga hér.
„Það verður æðisleg stemning í bænum á laugardag!,“ segir Vala Eiríks, einn lestarstjóra Bylgjulestarinnar. „Skagamenn kunna að hafa gaman og það er okkar lukka að fá að skemmta okkur með þeim.“
Matarvagnar frá 2Guys, Dons Donuts, Gastro Truck, Churros, La Buena Vida og Silla Kokk selja ljúffengar veitingar og leiktæki og hoppukastalar frá Kastalar ehf. verða á staðnum.
Henni finnst alltaf gaman að heimsækja Akranes, ekki síst yfir sumartímann. „Róin og nándin gerir Akranes svo ótrúlega sjarmerandi, ekki það að á Írskum dögum er róin kannski ekki það sem dregur að, en þessa helgina má bersýnilega sjá og finna hvað íbúar Akraness eru gestrisnir. Eiginlega hin fullkomna bæjarhátíðarstemming. Svo er stutt að skjótast í allt annað andrúmsloft úr bænum, dýfa sér í Guðlaugu og ganga með fram ströndinni.“
Einnig verður boðið upp á skemmtilega viðburði eins og sápukúlufjör, andlitsmálningu, brjóstsykursgerð, brúðuleikhús og margt fleira.
Samstarfsaðilar Bylgjunnar setja upp leiki og fyrstu krakkarnir sem mæta fá gjafapoka.
Kíktu við og taktu þátt í fjörinu, svalaðu þorstanum með sykurlausu appelsíni, gæddu þér á góðgæti frá Nóa Siríus og skemmtu þér með okkur í boði Orku náttúrunnar, Vodafone, Heklu, Samgöngustofu og Nettó.
Næsti viðkomustaður Bylgjulestarinnar er Selfoss en þar verður hún laugardaginn 8. júlí.
Bylgjulestin, björt og brosandi um land allt í sumar.