Raunhæf varaleið fyrir Ísland á næsta HM Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2023 15:00 Ísland hefur einu sinni komist á HM og gerði þar jafntefli við Argentínu í fyrsta leik. Getty Nú er ljóst hvaða leið íslenska karlalandsliðið í fótbolta þarf að fara til að komast inn á heimsmeistaramótið sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada eftir þrjú ár. Ísland var með á HM í fyrsta og eina sinn sumarið 2018 í Rússlandi en var langt frá því að komast inn á HM í Katar sem fram fór í desember. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur nú staðfest hvernig fyrirkomulagið verður í undankeppninni fyrir næsta HM, og baráttan um farseðil til Ameríku hefst eftir lokakeppni EM næsta sumar. Tvær leiðir eru í boði fyrir Ísland inn á HM; í gegnum hina hefðbundnu undankeppni eða þá í gegnum Þjóðadeild auk umspils. Íslenska landsliðið er nú í miðri undankeppni fyrir EM. Leiðin á HM hefst ekki fyrr en að EM len það fer fram næsta sumar.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Undankeppni HM í Evrópu verður öll spiluð á árinu 2025. Spilað verður í 12 riðlum og komast sigurvegarar riðlanna beint á HM. Liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil, ásamt fjórum bestu liðunum sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni 2024-25 en enda ekki í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppninni. Þyrftu að vinna sinn riðil í Þjóðadeild Þjóðadeildin gæti þannig verið raunhæf varaleið fyrir Ísland til að komast á HM, eða alla vega í umspilið, ef Ísland nær ekki öðru af tveimur efstu sætunum í sínum riðli í undankeppninni. Ísland þyrfti vissulega að vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni, en það er að minnsta kosti mun auðveldara í B-deild en A-deild. Væntanlega verður dregið í riðla fyrir Þjóðadeildina í desember. Ísland leikur áfram í B-deild og er í 2. styrkleikaflokki, en í efsta flokki eru England, Tékkland, Austurríki og Wales. Það eru því sterkustu andstæðingarnir sem gætu staðið í vegi fyrir Íslandi. UEFA Nations League 2024 draw pots (one from each in group)League BPOT 1 Austria Czech R England WalesPOT 2 Finland Ukraine Iceland NorwayPOT 3 Slovenia R Ireland Albania MontenegroPOT 4 Georgia Greece Turkey Kazakhstan— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) January 25, 2023 Ef Ísland verður heppið með riðil og nær að vinna hann, haustið 2024, er nánast öruggt að það dugi liðinu til að komast í HM-umspilið, þar sem að sigurvegarar riðlanna í A-deild Þjóðadeildarinnar verða væntanlega í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppninni, og því þegar öruggir um sæti á HM eða í umspili. Þjóðadeild UEFA HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Ísland var með á HM í fyrsta og eina sinn sumarið 2018 í Rússlandi en var langt frá því að komast inn á HM í Katar sem fram fór í desember. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur nú staðfest hvernig fyrirkomulagið verður í undankeppninni fyrir næsta HM, og baráttan um farseðil til Ameríku hefst eftir lokakeppni EM næsta sumar. Tvær leiðir eru í boði fyrir Ísland inn á HM; í gegnum hina hefðbundnu undankeppni eða þá í gegnum Þjóðadeild auk umspils. Íslenska landsliðið er nú í miðri undankeppni fyrir EM. Leiðin á HM hefst ekki fyrr en að EM len það fer fram næsta sumar.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Undankeppni HM í Evrópu verður öll spiluð á árinu 2025. Spilað verður í 12 riðlum og komast sigurvegarar riðlanna beint á HM. Liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil, ásamt fjórum bestu liðunum sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni 2024-25 en enda ekki í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppninni. Þyrftu að vinna sinn riðil í Þjóðadeild Þjóðadeildin gæti þannig verið raunhæf varaleið fyrir Ísland til að komast á HM, eða alla vega í umspilið, ef Ísland nær ekki öðru af tveimur efstu sætunum í sínum riðli í undankeppninni. Ísland þyrfti vissulega að vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni, en það er að minnsta kosti mun auðveldara í B-deild en A-deild. Væntanlega verður dregið í riðla fyrir Þjóðadeildina í desember. Ísland leikur áfram í B-deild og er í 2. styrkleikaflokki, en í efsta flokki eru England, Tékkland, Austurríki og Wales. Það eru því sterkustu andstæðingarnir sem gætu staðið í vegi fyrir Íslandi. UEFA Nations League 2024 draw pots (one from each in group)League BPOT 1 Austria Czech R England WalesPOT 2 Finland Ukraine Iceland NorwayPOT 3 Slovenia R Ireland Albania MontenegroPOT 4 Georgia Greece Turkey Kazakhstan— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) January 25, 2023 Ef Ísland verður heppið með riðil og nær að vinna hann, haustið 2024, er nánast öruggt að það dugi liðinu til að komast í HM-umspilið, þar sem að sigurvegarar riðlanna í A-deild Þjóðadeildarinnar verða væntanlega í 1. eða 2. sæti síns riðils í undankeppninni, og því þegar öruggir um sæti á HM eða í umspili.
Þjóðadeild UEFA HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira