Fótbolti

Brasilískur maður arfleiðir Neymar að ölllum eignum sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar mun erfa manninn en mun hann heimsækja hann eftir þessar fréttir það er stóra spurningin.
Neymar mun erfa manninn en mun hann heimsækja hann eftir þessar fréttir það er stóra spurningin. Getty/Marc Atkins

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar hefur verið lengi í hóp launahæstu fótboltamanna heims og þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af peningum.

Það er samt einn landi hans sem vill gefa honum allt sem hann á, það er eftir sinn dag.

Maðurinn elskar Neymar svo mikið að hann hefur arfleitt Neymar að ölllum eignum sínum.

„Ég samsama mig með honum,“ sagði maðurinn í viðtali við Metropoles í heimalandinu. Neymar fær 85 milljónir evra í laun í ár sem gera um 12,7 milljarða íslenskra króna.

„Ég er hrifinn af Neymar og tengi við hann. Ég hef líka þurft að þola ærumeiðingar á minni ævi og samband Neymar við föður sinn minnir mig mikið á samband mitt við minn föður sem er látinn,“ sagði þessi ófefndi maður.

Maðurinn á enga ástvini að alla vega enga sem hann vill að erfi sig.

„Ég er við slæma heilsu og áttaði mig á því að ég þurfti að gera erfðaskrá. Ég vil ekki að ríkisstjórnin eða skyldfólk mitt taki mína hluti til sín,“ sagði maðurinn.

„Ofan á allt þá veit ég að Neymar er ekki gráðugur maður sem er sjaldséður kostur í dag,“ sagði þessi miklu aðdáandi Neymar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×