Þurfa að endurgreiða skíðaferðir: „Þessi dómur er okkur með öllu óskiljanlegur“ Árni Sæberg skrifar 28. júní 2023 18:39 Þórunn Reynisdóttir er forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands. Vísir Forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands segir fyrirtækið harma dóma Hæstaréttar þess efnis að því beri að endurgreiða pakkaferðir sem afpantaðar voru skömmu fyrir brottför. Forsaga málsins er afpöntun þriggja skíðaferða Ferðaskrifstofu Íslands til Ítalíu þann 28. febrúar 2020, sama dag og fyrsta tilfelli Covid-19 greindist hér á landi. Farið var fram á endurgreiðslu ferðanna í öllum tilfellum. Ferðaskrifstofan hafnaði því og vísaði í skilmála þar sem fram kom að ferðir sem væru að fullu greiddar yrðu ekki endurgreiddar. Þetta sættu umræddir viðskiptavinir sig ekki við og höfðuðu að lokum dómsmál. Viðskiptavinirnir þrír eru feðgar og faðirinn tilkynnti afpöntunina nóttina fyrir brottför fyrir hönd fjölskyldunnar. Málið fór fyrir öll dómstig og niðurstaðan var alltaf sú sama, full endurgreiðsla vegna örar útbreiðslu Covid-19 á Ítalíu. Þessa niðurstöðu harmar Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands, sem óskaði eftir því að fá að koma sjónarmiðum fyrirtækisins á framfæri. Áttu engan möguleika á endurgreiðslu „Ég vil koma því á framfæri og ítreka það að skíðasvæðið var opið á þessum tíma, Icelandair flaug á þessum tíma og við gátum ekki fengið það endurgreitt,“ segir hún. Hún segir ferðaskrifstofuna hafa reynt að fá Icelandair til þess að aflýsa fluginu en ekki hafi verið orðið við þeirri beiðni. Þá hafi hótelið verið opið og ekki hafi verið hægt að fá gistinguna endurgreidda. „Við hörmum þennan dóm, vegna þess að við getum ekki sótt þetta eitt eða neitt. Eins og það sé ekkert litið til aðstæðna í heild sinni.“ Þórunn segir að endurgreiðsla þriggja skíðaferða sé þungur baggi á litla ferðaskrifstofu og því hafi verið ákveðið að fara með málið alla leið fyrir dómstólum. Heildarkröfur þriggja stefnenda í málunum hljóðuðu upp á um 2,6 milljónir króna en ferðaskrifstofan þarf að greiða þá upphæð auk vaxta og alls málskostnaðar. „Við sitjum bara uppi með þessar milljónir og eigum ekki kröfu á einn eða neinn með það. Þessi dómur er okkur með öllu óskiljanlegur,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Ferðalög Skíðaíþróttir Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Forsaga málsins er afpöntun þriggja skíðaferða Ferðaskrifstofu Íslands til Ítalíu þann 28. febrúar 2020, sama dag og fyrsta tilfelli Covid-19 greindist hér á landi. Farið var fram á endurgreiðslu ferðanna í öllum tilfellum. Ferðaskrifstofan hafnaði því og vísaði í skilmála þar sem fram kom að ferðir sem væru að fullu greiddar yrðu ekki endurgreiddar. Þetta sættu umræddir viðskiptavinir sig ekki við og höfðuðu að lokum dómsmál. Viðskiptavinirnir þrír eru feðgar og faðirinn tilkynnti afpöntunina nóttina fyrir brottför fyrir hönd fjölskyldunnar. Málið fór fyrir öll dómstig og niðurstaðan var alltaf sú sama, full endurgreiðsla vegna örar útbreiðslu Covid-19 á Ítalíu. Þessa niðurstöðu harmar Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands, sem óskaði eftir því að fá að koma sjónarmiðum fyrirtækisins á framfæri. Áttu engan möguleika á endurgreiðslu „Ég vil koma því á framfæri og ítreka það að skíðasvæðið var opið á þessum tíma, Icelandair flaug á þessum tíma og við gátum ekki fengið það endurgreitt,“ segir hún. Hún segir ferðaskrifstofuna hafa reynt að fá Icelandair til þess að aflýsa fluginu en ekki hafi verið orðið við þeirri beiðni. Þá hafi hótelið verið opið og ekki hafi verið hægt að fá gistinguna endurgreidda. „Við hörmum þennan dóm, vegna þess að við getum ekki sótt þetta eitt eða neitt. Eins og það sé ekkert litið til aðstæðna í heild sinni.“ Þórunn segir að endurgreiðsla þriggja skíðaferða sé þungur baggi á litla ferðaskrifstofu og því hafi verið ákveðið að fara með málið alla leið fyrir dómstólum. Heildarkröfur þriggja stefnenda í málunum hljóðuðu upp á um 2,6 milljónir króna en ferðaskrifstofan þarf að greiða þá upphæð auk vaxta og alls málskostnaðar. „Við sitjum bara uppi með þessar milljónir og eigum ekki kröfu á einn eða neinn með það. Þessi dómur er okkur með öllu óskiljanlegur,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Ferðalög Skíðaíþróttir Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira