Verðbólga loksins á undanhaldi og gæti hjaðnað hratt Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2023 13:31 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur boðað að vextir verði hækkaðir eins og þurfa þyki til að ná verðbólgu niður. Vaxtahækkanir og aðrar aðgerðir bankans virðast nú loksins vera að skila árangri. Vísir/Vilhelm Verðbólga virðist vera í rénun og hefur ekki verið minni frá því í júní í fyrra og er nú 8,9 prósent. Hagfræðingur greiningardeildar Íslandsbanka segir þetta góðar fréttir og ef allt gangi að óskum gæti verðbólga verið komin niður í 8 prósent um áramótin. Undanfarin misseri hafa verið stöðugar fréttir af aukinni verðbólgu sem leitt hefur til endurtekinna hækkana á meginvöxtum Seðlabanka Íslands. Síðustu tvær vaxtahækkanir voru mjög skarpar, um eitt prósentustig í mars þegar vextirnir fóru í 7,5 prósent og 1,25 prósentustig í maí þegar megninvextirnir fóru í 8,75 prósent. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir minnkun verðbólgunnar nú í júní því vera gleðiefni. Bergþóra Baldursdóttir segir verðbólgu loksins farna að hjaðna eins og Seðlabankinn vildi að gerðist með vaxtahækkunum og öðrum aðgerðum.Vísir/Vilhelm „Loksins er verðbólgan að hjaðna og hjaðnar nokkuð hratt eins og við höfum verið að spá fyrir um. Verðbólga er komin undir níu present í fyrsta sinn í heilt ár. Þetta eru auðvitað jákvæðar fréttir og eitthvað sem Seðlabankinn er örugglega mjög ánægður með," segir Bergþóra. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er ekki fyrr 23. ágúst sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði eina af skýringum þess að peningastefnunefnd hefði ákveðið að fara í skarpa hækkun meginvaxtanna í maí. Bankinn vildi sýna að honum væri alvara með að hækka vexti eins og þyrfti til að ná verðbólgunni niður. Hér má sjá þróun verðbólgunnar frá árinu 2019. Hún mældist 8,9 prósent í þessum mánuði miðað við síðustu tólf mánuði.Hagstofan Bergþóra segir hins vegar jákvæð teikn í hagkerfinu. „Það hefur aðeins dregið úr umsvifum í hagkerfinu. Við erum að sjá minni kortaveltu og það er svolítið að draga úr eftirspurninni. Þetta er nákvæmlega það sem Seðlabankinn er að reyna að ná fram.“ Kortavelta Íslendinga hafi dregist saman að raunvirði í síðasta mánuði og útlit fyrir að það héldi áfram eftir blússandi siglingu síðustu misseri. „Það eru merki um að vaxtahækkanirnar séu farnar að bíta talsvert,” segir Bergþóra.Bæði einstaklingar og fyrirtæki hafi tekið við sér og töluvert hafi dregið úr eftirspurn í hagkerfinu, sem væri einmitt tilgangur Seðlabankans með vaxtahækkunum," segir Bergþóra. Greiningardeild Íslandsbanka geri ráð fyrir að verðbólga hafi náð hámarki í 10,2 prósentum í febrúar síðast liðnum og muni hjaðna hratt á næstunni og verða í kringum 8 prósentin um áramótin. Það væri þó langur vegur í 2,5 prósenta markmið Seðlabankans. „Vonandi getum við séð verðbólguna í kringum 5 prósent um mitt næsta ár. En það verður margt að ganga upp til að það gerist,“ segir Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur greiningardeildar Íslandsbanka. Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Verðbólgan undir níu prósent í fyrsta sinn í heilt ár Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,85 prósent milli mánaða og mældist 595,6 stig í júní. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 491,1 stig og hefur hækkað um 0,68 prósent frá því í maí. 28. júní 2023 09:17 Hægt að ná verðbólgu hratt niður með miklum fórnarkostnaði Fyrrverandi seðlabankastjóri segir fólk þurfa hætta að leita af sökudólgum eða einföldum skýringum í umræðu um verðbólguna. Hægt sé að keyra hana niður með miklum hraða ef vilji sé fyrir hendi en ekki án mikils fórnarkostnaðar. 26. júní 2023 13:30 Neysla og verðlag á yfirsnúningi á Íslandi Verð á mat og drykk var 42 prósentum hærra á Íslandi en að jafnaði hjá ríkjum Evrópusambandsins og töluvert hærra en á hinum Norðurlöndunum að Noregi undanskyldum. 22. júní 2023 11:58 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Undanfarin misseri hafa verið stöðugar fréttir af aukinni verðbólgu sem leitt hefur til endurtekinna hækkana á meginvöxtum Seðlabanka Íslands. Síðustu tvær vaxtahækkanir voru mjög skarpar, um eitt prósentustig í mars þegar vextirnir fóru í 7,5 prósent og 1,25 prósentustig í maí þegar megninvextirnir fóru í 8,75 prósent. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir minnkun verðbólgunnar nú í júní því vera gleðiefni. Bergþóra Baldursdóttir segir verðbólgu loksins farna að hjaðna eins og Seðlabankinn vildi að gerðist með vaxtahækkunum og öðrum aðgerðum.Vísir/Vilhelm „Loksins er verðbólgan að hjaðna og hjaðnar nokkuð hratt eins og við höfum verið að spá fyrir um. Verðbólga er komin undir níu present í fyrsta sinn í heilt ár. Þetta eru auðvitað jákvæðar fréttir og eitthvað sem Seðlabankinn er örugglega mjög ánægður með," segir Bergþóra. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er ekki fyrr 23. ágúst sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði eina af skýringum þess að peningastefnunefnd hefði ákveðið að fara í skarpa hækkun meginvaxtanna í maí. Bankinn vildi sýna að honum væri alvara með að hækka vexti eins og þyrfti til að ná verðbólgunni niður. Hér má sjá þróun verðbólgunnar frá árinu 2019. Hún mældist 8,9 prósent í þessum mánuði miðað við síðustu tólf mánuði.Hagstofan Bergþóra segir hins vegar jákvæð teikn í hagkerfinu. „Það hefur aðeins dregið úr umsvifum í hagkerfinu. Við erum að sjá minni kortaveltu og það er svolítið að draga úr eftirspurninni. Þetta er nákvæmlega það sem Seðlabankinn er að reyna að ná fram.“ Kortavelta Íslendinga hafi dregist saman að raunvirði í síðasta mánuði og útlit fyrir að það héldi áfram eftir blússandi siglingu síðustu misseri. „Það eru merki um að vaxtahækkanirnar séu farnar að bíta talsvert,” segir Bergþóra.Bæði einstaklingar og fyrirtæki hafi tekið við sér og töluvert hafi dregið úr eftirspurn í hagkerfinu, sem væri einmitt tilgangur Seðlabankans með vaxtahækkunum," segir Bergþóra. Greiningardeild Íslandsbanka geri ráð fyrir að verðbólga hafi náð hámarki í 10,2 prósentum í febrúar síðast liðnum og muni hjaðna hratt á næstunni og verða í kringum 8 prósentin um áramótin. Það væri þó langur vegur í 2,5 prósenta markmið Seðlabankans. „Vonandi getum við séð verðbólguna í kringum 5 prósent um mitt næsta ár. En það verður margt að ganga upp til að það gerist,“ segir Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur greiningardeildar Íslandsbanka.
Verðlag Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Verðbólgan undir níu prósent í fyrsta sinn í heilt ár Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,85 prósent milli mánaða og mældist 595,6 stig í júní. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 491,1 stig og hefur hækkað um 0,68 prósent frá því í maí. 28. júní 2023 09:17 Hægt að ná verðbólgu hratt niður með miklum fórnarkostnaði Fyrrverandi seðlabankastjóri segir fólk þurfa hætta að leita af sökudólgum eða einföldum skýringum í umræðu um verðbólguna. Hægt sé að keyra hana niður með miklum hraða ef vilji sé fyrir hendi en ekki án mikils fórnarkostnaðar. 26. júní 2023 13:30 Neysla og verðlag á yfirsnúningi á Íslandi Verð á mat og drykk var 42 prósentum hærra á Íslandi en að jafnaði hjá ríkjum Evrópusambandsins og töluvert hærra en á hinum Norðurlöndunum að Noregi undanskyldum. 22. júní 2023 11:58 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Verðbólgan undir níu prósent í fyrsta sinn í heilt ár Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,85 prósent milli mánaða og mældist 595,6 stig í júní. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 491,1 stig og hefur hækkað um 0,68 prósent frá því í maí. 28. júní 2023 09:17
Hægt að ná verðbólgu hratt niður með miklum fórnarkostnaði Fyrrverandi seðlabankastjóri segir fólk þurfa hætta að leita af sökudólgum eða einföldum skýringum í umræðu um verðbólguna. Hægt sé að keyra hana niður með miklum hraða ef vilji sé fyrir hendi en ekki án mikils fórnarkostnaðar. 26. júní 2023 13:30
Neysla og verðlag á yfirsnúningi á Íslandi Verð á mat og drykk var 42 prósentum hærra á Íslandi en að jafnaði hjá ríkjum Evrópusambandsins og töluvert hærra en á hinum Norðurlöndunum að Noregi undanskyldum. 22. júní 2023 11:58