Vilja reisa vindorkugarða við Hellisheiði Máni Snær Þorláksson skrifar 28. júní 2023 10:56 OR hefur lagt fram beiðni um að verkefnastjórn rammaáætlunar fjalli um þrjá vindorkukosti í nágrenni Hellisheiðar. Aðsend Orkuveita Reykjavíkur (OR) er búin að leggja fram beiðni til Orkustofnunar vegna þriggja vindorkukosta, tveir í Ölfusi en einn við Lyklafell í Mosfellsbæ. Þegar er búið að kynna hlutðeigandi bæjar- og sveitarstjórum fyrir þeim kostum sem eru til skoðunar. Fram kemur í tilkynningu frá OR að við staðarval á tillögunum hafi verið horft til þess að áhrif á umhverfi, náttúru og samfélag yrðu sem minnst. „Horft var til fyrirliggjandi gagna um vindskilyrði og nálægðar við röskuð svæði, flutningsvirki, starfssvæði OR samstæðunnar og svæða þar sem sjáanleg mannvirki eru fyrir,“ segir í tilkynningunni. Verði ákvörðun tekin um að halda áfram undirbúningsvinnu vegna virkjunarkostana verður ráðist í rannsóknir á vindskilyrðum með mastri sem og á mikilvægum umhverfisþáttum eins og fuglalíf og sjónræn áhrif. Það verði gert í samráði við sérfræðinga og hagaðila. OR lagði fram tillögur um þrjá vindorkugarða, tveir þeirra í Ölfusi en einn við Lyklafell í Mosfellsbæ. Tillögur OR eru eftirfarandi: 50-150 MW Vindorkugarður við Lambafell í Ölfusi. 50-108 MW Vindorkugarður við Dyraveg í Ölfusi. 50-144 MW Vindorkugarður við Lyklafell í Mosfellsbæ. Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra rannsókna og nýsköpunar hjá OR, segir í tilkynningunni að vinnsla á endurnýjanlegri orku skipti lykilmáli þegar kemur að baráttunni við loftslagsvána. Orkuskiptin séu þýðingarmikil til að ná markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum, þau kalli á endurnýjanlega raforku eins og vindorku. „Í samræmi við eigendastefnu OR sem er orku- og veitufyrirtæki í almannaeigu berum við samfélagslega ábyrgð á orkuöflun. Við leggjum áherslu á að standa faglega að þessu verkefni og að vinna í sátt við umhverfi, náttúru og samfélag, “ er haft eftir Heru. Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra rannsókna og nýsköpunar hjá OR.Aðsend OR hefur nú þegar kynnt hlutaðeigandi bæjar- og sveitarstjórum, sem og landeigendum fyrir þessum vindorkukostum sem nú eru til skoðunar. Verkefnið mun verða kynnt nánar næsta haust, meðal annars í nágrannasveitarfélögum. Ölfus Mosfellsbær Orkuskipti Orkumál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá OR að við staðarval á tillögunum hafi verið horft til þess að áhrif á umhverfi, náttúru og samfélag yrðu sem minnst. „Horft var til fyrirliggjandi gagna um vindskilyrði og nálægðar við röskuð svæði, flutningsvirki, starfssvæði OR samstæðunnar og svæða þar sem sjáanleg mannvirki eru fyrir,“ segir í tilkynningunni. Verði ákvörðun tekin um að halda áfram undirbúningsvinnu vegna virkjunarkostana verður ráðist í rannsóknir á vindskilyrðum með mastri sem og á mikilvægum umhverfisþáttum eins og fuglalíf og sjónræn áhrif. Það verði gert í samráði við sérfræðinga og hagaðila. OR lagði fram tillögur um þrjá vindorkugarða, tveir þeirra í Ölfusi en einn við Lyklafell í Mosfellsbæ. Tillögur OR eru eftirfarandi: 50-150 MW Vindorkugarður við Lambafell í Ölfusi. 50-108 MW Vindorkugarður við Dyraveg í Ölfusi. 50-144 MW Vindorkugarður við Lyklafell í Mosfellsbæ. Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra rannsókna og nýsköpunar hjá OR, segir í tilkynningunni að vinnsla á endurnýjanlegri orku skipti lykilmáli þegar kemur að baráttunni við loftslagsvána. Orkuskiptin séu þýðingarmikil til að ná markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum, þau kalli á endurnýjanlega raforku eins og vindorku. „Í samræmi við eigendastefnu OR sem er orku- og veitufyrirtæki í almannaeigu berum við samfélagslega ábyrgð á orkuöflun. Við leggjum áherslu á að standa faglega að þessu verkefni og að vinna í sátt við umhverfi, náttúru og samfélag, “ er haft eftir Heru. Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra rannsókna og nýsköpunar hjá OR.Aðsend OR hefur nú þegar kynnt hlutaðeigandi bæjar- og sveitarstjórum, sem og landeigendum fyrir þessum vindorkukostum sem nú eru til skoðunar. Verkefnið mun verða kynnt nánar næsta haust, meðal annars í nágrannasveitarfélögum.
Tillögur OR eru eftirfarandi: 50-150 MW Vindorkugarður við Lambafell í Ölfusi. 50-108 MW Vindorkugarður við Dyraveg í Ölfusi. 50-144 MW Vindorkugarður við Lyklafell í Mosfellsbæ.
Ölfus Mosfellsbær Orkuskipti Orkumál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira