Vilja reisa vindorkugarða við Hellisheiði Máni Snær Þorláksson skrifar 28. júní 2023 10:56 OR hefur lagt fram beiðni um að verkefnastjórn rammaáætlunar fjalli um þrjá vindorkukosti í nágrenni Hellisheiðar. Aðsend Orkuveita Reykjavíkur (OR) er búin að leggja fram beiðni til Orkustofnunar vegna þriggja vindorkukosta, tveir í Ölfusi en einn við Lyklafell í Mosfellsbæ. Þegar er búið að kynna hlutðeigandi bæjar- og sveitarstjórum fyrir þeim kostum sem eru til skoðunar. Fram kemur í tilkynningu frá OR að við staðarval á tillögunum hafi verið horft til þess að áhrif á umhverfi, náttúru og samfélag yrðu sem minnst. „Horft var til fyrirliggjandi gagna um vindskilyrði og nálægðar við röskuð svæði, flutningsvirki, starfssvæði OR samstæðunnar og svæða þar sem sjáanleg mannvirki eru fyrir,“ segir í tilkynningunni. Verði ákvörðun tekin um að halda áfram undirbúningsvinnu vegna virkjunarkostana verður ráðist í rannsóknir á vindskilyrðum með mastri sem og á mikilvægum umhverfisþáttum eins og fuglalíf og sjónræn áhrif. Það verði gert í samráði við sérfræðinga og hagaðila. OR lagði fram tillögur um þrjá vindorkugarða, tveir þeirra í Ölfusi en einn við Lyklafell í Mosfellsbæ. Tillögur OR eru eftirfarandi: 50-150 MW Vindorkugarður við Lambafell í Ölfusi. 50-108 MW Vindorkugarður við Dyraveg í Ölfusi. 50-144 MW Vindorkugarður við Lyklafell í Mosfellsbæ. Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra rannsókna og nýsköpunar hjá OR, segir í tilkynningunni að vinnsla á endurnýjanlegri orku skipti lykilmáli þegar kemur að baráttunni við loftslagsvána. Orkuskiptin séu þýðingarmikil til að ná markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum, þau kalli á endurnýjanlega raforku eins og vindorku. „Í samræmi við eigendastefnu OR sem er orku- og veitufyrirtæki í almannaeigu berum við samfélagslega ábyrgð á orkuöflun. Við leggjum áherslu á að standa faglega að þessu verkefni og að vinna í sátt við umhverfi, náttúru og samfélag, “ er haft eftir Heru. Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra rannsókna og nýsköpunar hjá OR.Aðsend OR hefur nú þegar kynnt hlutaðeigandi bæjar- og sveitarstjórum, sem og landeigendum fyrir þessum vindorkukostum sem nú eru til skoðunar. Verkefnið mun verða kynnt nánar næsta haust, meðal annars í nágrannasveitarfélögum. Ölfus Mosfellsbær Orkuskipti Orkumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá OR að við staðarval á tillögunum hafi verið horft til þess að áhrif á umhverfi, náttúru og samfélag yrðu sem minnst. „Horft var til fyrirliggjandi gagna um vindskilyrði og nálægðar við röskuð svæði, flutningsvirki, starfssvæði OR samstæðunnar og svæða þar sem sjáanleg mannvirki eru fyrir,“ segir í tilkynningunni. Verði ákvörðun tekin um að halda áfram undirbúningsvinnu vegna virkjunarkostana verður ráðist í rannsóknir á vindskilyrðum með mastri sem og á mikilvægum umhverfisþáttum eins og fuglalíf og sjónræn áhrif. Það verði gert í samráði við sérfræðinga og hagaðila. OR lagði fram tillögur um þrjá vindorkugarða, tveir þeirra í Ölfusi en einn við Lyklafell í Mosfellsbæ. Tillögur OR eru eftirfarandi: 50-150 MW Vindorkugarður við Lambafell í Ölfusi. 50-108 MW Vindorkugarður við Dyraveg í Ölfusi. 50-144 MW Vindorkugarður við Lyklafell í Mosfellsbæ. Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra rannsókna og nýsköpunar hjá OR, segir í tilkynningunni að vinnsla á endurnýjanlegri orku skipti lykilmáli þegar kemur að baráttunni við loftslagsvána. Orkuskiptin séu þýðingarmikil til að ná markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum, þau kalli á endurnýjanlega raforku eins og vindorku. „Í samræmi við eigendastefnu OR sem er orku- og veitufyrirtæki í almannaeigu berum við samfélagslega ábyrgð á orkuöflun. Við leggjum áherslu á að standa faglega að þessu verkefni og að vinna í sátt við umhverfi, náttúru og samfélag, “ er haft eftir Heru. Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra rannsókna og nýsköpunar hjá OR.Aðsend OR hefur nú þegar kynnt hlutaðeigandi bæjar- og sveitarstjórum, sem og landeigendum fyrir þessum vindorkukostum sem nú eru til skoðunar. Verkefnið mun verða kynnt nánar næsta haust, meðal annars í nágrannasveitarfélögum.
Tillögur OR eru eftirfarandi: 50-150 MW Vindorkugarður við Lambafell í Ölfusi. 50-108 MW Vindorkugarður við Dyraveg í Ölfusi. 50-144 MW Vindorkugarður við Lyklafell í Mosfellsbæ.
Ölfus Mosfellsbær Orkuskipti Orkumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira