Bayern með tilboð í Kane Sindri Sverrisson skrifar 27. júní 2023 10:49 Harry Kane er svo sannarlega eftirsóttur enda einn besti framherji heims. Getty/Joe Prior Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa lagt fram tilboð í Harry Kane, framherja Tottenham, og eru með þennan mikla markaskorara ofarlega á forgangslista yfir þá leikmenn sem félagið vill helst klófesta í sumar. Frá þessu greinir hinn virti miðill The Athletic í dag og segir að tilboð þýsku meistaranna hljómi upp á 70 milljónir evra auk viðbótargreiðslna. Það nemur um 10,4 milljörðum króna. : Bayern Munich have submitted a formal offer for Tottenham striker Harry Kane.#FCBayern's opening bid for the England captain is 70million plus add-ons.More from @David_Ornstein— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 27, 2023 Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi, sérfræðingur um málefni Bayern München, segir rétt að félagið hafi gert tilboð í Kane. Því hafi hins vegar verið hafnað en að Kane sé búinn að gera það ljóst að hann vilji fara til Bayern. It s correct, Bayern has submitted a first official offer for #Kane! First call @David_Ornstein. Offer confirmed. Understand the first offer was less than 70m plus bonus payments. Rejected from @SpursOfficial. As reported: Kane, top striker target for Bayern now - as pic.twitter.com/8yzHQMd820— Florian Plettenberg (@Plettigoal) June 27, 2023 Kane, sem er 29 ára og fyrirliði enska landsliðsins, á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham. Bæjarar ætla sér að finna framherja í sumar en Kane hefur einnig lengi verið í sigti Manchester United, eða frá því að Ole Gunnar Solskjær var knattspyrnustjóri liðsins. The Athletic segir að núverandi stjóri United, Erik ten Hag, sé einnig aðdáandi hans. Þá hafi Manchester City skoðað möguleikann á að fá Kane fyrir tveimur árum en þess í stað fengið Erling Haaland síðasta sumar. Fyrr í þessum mánuði greindi The Athletic frá því að Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, hefði sagt sínum yfirmönnum að hann vildi fá Kane til félagsins. Kane gerði hlé á viðræðum við Tottenham á síðustu leiktíð og reyndi að hjálpa liðinu að komast aftur í Meistaradeild Evrópu, en liðið endaði hins vegar í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og spilar því ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Kane hefur enn ekki unnið titil, hvorki með Tottenham né enska landsliðinu, en hann sló met Jimmy Greaves sem markahæsti leikmaður allra tíma hjá Tottenham þegar hann skoraði sitt 267. mark í febrúar. Hann varð svo markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi mánuði síðar. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
Frá þessu greinir hinn virti miðill The Athletic í dag og segir að tilboð þýsku meistaranna hljómi upp á 70 milljónir evra auk viðbótargreiðslna. Það nemur um 10,4 milljörðum króna. : Bayern Munich have submitted a formal offer for Tottenham striker Harry Kane.#FCBayern's opening bid for the England captain is 70million plus add-ons.More from @David_Ornstein— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 27, 2023 Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi, sérfræðingur um málefni Bayern München, segir rétt að félagið hafi gert tilboð í Kane. Því hafi hins vegar verið hafnað en að Kane sé búinn að gera það ljóst að hann vilji fara til Bayern. It s correct, Bayern has submitted a first official offer for #Kane! First call @David_Ornstein. Offer confirmed. Understand the first offer was less than 70m plus bonus payments. Rejected from @SpursOfficial. As reported: Kane, top striker target for Bayern now - as pic.twitter.com/8yzHQMd820— Florian Plettenberg (@Plettigoal) June 27, 2023 Kane, sem er 29 ára og fyrirliði enska landsliðsins, á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham. Bæjarar ætla sér að finna framherja í sumar en Kane hefur einnig lengi verið í sigti Manchester United, eða frá því að Ole Gunnar Solskjær var knattspyrnustjóri liðsins. The Athletic segir að núverandi stjóri United, Erik ten Hag, sé einnig aðdáandi hans. Þá hafi Manchester City skoðað möguleikann á að fá Kane fyrir tveimur árum en þess í stað fengið Erling Haaland síðasta sumar. Fyrr í þessum mánuði greindi The Athletic frá því að Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, hefði sagt sínum yfirmönnum að hann vildi fá Kane til félagsins. Kane gerði hlé á viðræðum við Tottenham á síðustu leiktíð og reyndi að hjálpa liðinu að komast aftur í Meistaradeild Evrópu, en liðið endaði hins vegar í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og spilar því ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Kane hefur enn ekki unnið titil, hvorki með Tottenham né enska landsliðinu, en hann sló met Jimmy Greaves sem markahæsti leikmaður allra tíma hjá Tottenham þegar hann skoraði sitt 267. mark í febrúar. Hann varð svo markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi mánuði síðar.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira