Bayern með tilboð í Kane Sindri Sverrisson skrifar 27. júní 2023 10:49 Harry Kane er svo sannarlega eftirsóttur enda einn besti framherji heims. Getty/Joe Prior Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa lagt fram tilboð í Harry Kane, framherja Tottenham, og eru með þennan mikla markaskorara ofarlega á forgangslista yfir þá leikmenn sem félagið vill helst klófesta í sumar. Frá þessu greinir hinn virti miðill The Athletic í dag og segir að tilboð þýsku meistaranna hljómi upp á 70 milljónir evra auk viðbótargreiðslna. Það nemur um 10,4 milljörðum króna. : Bayern Munich have submitted a formal offer for Tottenham striker Harry Kane.#FCBayern's opening bid for the England captain is 70million plus add-ons.More from @David_Ornstein— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 27, 2023 Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi, sérfræðingur um málefni Bayern München, segir rétt að félagið hafi gert tilboð í Kane. Því hafi hins vegar verið hafnað en að Kane sé búinn að gera það ljóst að hann vilji fara til Bayern. It s correct, Bayern has submitted a first official offer for #Kane! First call @David_Ornstein. Offer confirmed. Understand the first offer was less than 70m plus bonus payments. Rejected from @SpursOfficial. As reported: Kane, top striker target for Bayern now - as pic.twitter.com/8yzHQMd820— Florian Plettenberg (@Plettigoal) June 27, 2023 Kane, sem er 29 ára og fyrirliði enska landsliðsins, á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham. Bæjarar ætla sér að finna framherja í sumar en Kane hefur einnig lengi verið í sigti Manchester United, eða frá því að Ole Gunnar Solskjær var knattspyrnustjóri liðsins. The Athletic segir að núverandi stjóri United, Erik ten Hag, sé einnig aðdáandi hans. Þá hafi Manchester City skoðað möguleikann á að fá Kane fyrir tveimur árum en þess í stað fengið Erling Haaland síðasta sumar. Fyrr í þessum mánuði greindi The Athletic frá því að Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, hefði sagt sínum yfirmönnum að hann vildi fá Kane til félagsins. Kane gerði hlé á viðræðum við Tottenham á síðustu leiktíð og reyndi að hjálpa liðinu að komast aftur í Meistaradeild Evrópu, en liðið endaði hins vegar í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og spilar því ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Kane hefur enn ekki unnið titil, hvorki með Tottenham né enska landsliðinu, en hann sló met Jimmy Greaves sem markahæsti leikmaður allra tíma hjá Tottenham þegar hann skoraði sitt 267. mark í febrúar. Hann varð svo markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi mánuði síðar. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fleiri fréttir Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Frá þessu greinir hinn virti miðill The Athletic í dag og segir að tilboð þýsku meistaranna hljómi upp á 70 milljónir evra auk viðbótargreiðslna. Það nemur um 10,4 milljörðum króna. : Bayern Munich have submitted a formal offer for Tottenham striker Harry Kane.#FCBayern's opening bid for the England captain is 70million plus add-ons.More from @David_Ornstein— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 27, 2023 Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi, sérfræðingur um málefni Bayern München, segir rétt að félagið hafi gert tilboð í Kane. Því hafi hins vegar verið hafnað en að Kane sé búinn að gera það ljóst að hann vilji fara til Bayern. It s correct, Bayern has submitted a first official offer for #Kane! First call @David_Ornstein. Offer confirmed. Understand the first offer was less than 70m plus bonus payments. Rejected from @SpursOfficial. As reported: Kane, top striker target for Bayern now - as pic.twitter.com/8yzHQMd820— Florian Plettenberg (@Plettigoal) June 27, 2023 Kane, sem er 29 ára og fyrirliði enska landsliðsins, á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham. Bæjarar ætla sér að finna framherja í sumar en Kane hefur einnig lengi verið í sigti Manchester United, eða frá því að Ole Gunnar Solskjær var knattspyrnustjóri liðsins. The Athletic segir að núverandi stjóri United, Erik ten Hag, sé einnig aðdáandi hans. Þá hafi Manchester City skoðað möguleikann á að fá Kane fyrir tveimur árum en þess í stað fengið Erling Haaland síðasta sumar. Fyrr í þessum mánuði greindi The Athletic frá því að Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, hefði sagt sínum yfirmönnum að hann vildi fá Kane til félagsins. Kane gerði hlé á viðræðum við Tottenham á síðustu leiktíð og reyndi að hjálpa liðinu að komast aftur í Meistaradeild Evrópu, en liðið endaði hins vegar í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og spilar því ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Kane hefur enn ekki unnið titil, hvorki með Tottenham né enska landsliðinu, en hann sló met Jimmy Greaves sem markahæsti leikmaður allra tíma hjá Tottenham þegar hann skoraði sitt 267. mark í febrúar. Hann varð svo markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi mánuði síðar.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fleiri fréttir Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti