Meistaradeildin hefst í dag „í bæ á Vestur-Íslandi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. júní 2023 11:31 Breiðablik er fulltrúi Íslands í Meistaradeild Evrópu. Vísir/Vilhelm Nú þegar rétt rúmar tvær vikur eru liðnar síðan Manchester City tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins er strax komið að því að koma næsta tímabili í gang. Meistaradeildin hefst formlega í dag „í bæ á Vestur-Íslandi“ eins og BBC orðar það. Breiðablik verður fulltrúi íslenskrar knattspyrnu í Meistaradeild karla þetta tímabilið eftir að hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Líkt og Víkingur í fyrra þarf Breiðablik að taka þátt í sérstakri forkeppni þar sem lið frá fjórum lægst skrifuðu deildum Evrópu taka þátt. „Tímabilið 2023-2024 í Meistaradeild Evrópu hefst á þriðjudag í bæ á Vestur-Íslandi,“ segir í umfjöllun BBC um upphaf tímabilsins í Meistaradeildinni. Leiðin á Wembley hefst á Kópavogsvelli Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu árið 2024 fer fram á þjóðarleikvangi Englendinga, Wembley. Tæplega níutíu þúsund manna leikvangur þar sem enska landsliðið leikur marga heimaleiki sína og úrslitaleikir ensku bikarkeppnanna eru haldnir. Leiðin á Wembley er þó löng og ströng og fyrir fjögur lið hefst ferðalagið á Kópavogsvelli strax í dag. „Fjögurra liða forkeppni með liðum sem þér er fyrirgefið fyrir að hafa aldrei heyrt um verður haldin í Kópavogi á Íslandi,“ segir enn fremur í umfjöllun BBC. Atletic d'Escaldes frá Andorra, Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi og Tre Penne frá San Marínó mæta öll til leiks á Kópavogsvöllinn í dag og berjast við Breiðablik um sæti í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem írska liðið Shamrock Rovers bíður. Atletic d'Escaldes og Buducnost Podgorica mætast klukkan 13:00 og Breiðablik tekur á móti Tre Penne klukkan 19:00, en báðir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sigurliðin úr þessum tveim leikjum mætast svo í úrslitaleik um sæti í fyrstu umferð undankeppninnar á föstudaginn, einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Blikar gætu mætt syni þjálfarans Alls munu 78 lið frá 53 Evrópulöndum taka þátt í Meistaradeild Evrópu þetta árið. Leið Blika er eins og áður segir lengri en flestra í átt að riðlakeppninni, en takist liðinu að vinna forkeppnina hér á Íslandi og svo írsku meistarana í Shamrock Rovers mætir liðið Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahöfn. FC Kaupmannahöfn er mikil Íslendinganýlenda en landsliðsmennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson leika með liðinu sem og Orri Steinn Óskarsson, sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar – þjálfara Breiðabliks. 52 lið berjast um sex laus sæti Viðureignirnar í fyrstu og annarri umferð forkeppninnar verða leiknar heima og að heiman, en alls þarf að vinna fjórar umferðir í undankeppninni til að tryggja sér sæti í hinni eftirsóttu riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrsta umferðin fer fram um miðjan júlí, önnur umferðin í kringum mánaðarmótin júlí/ágúst og þriðja og fjórða umferðin síðar í ágústmánuði áður en drátturinn fyrir riðlakeppnina fer fram þann 31. ágúst. Í riðlakeppnina eru það aðeins 32 lið sem komast að, en nú þegar hafa 26 lið tryggt sér sæti í riðlakeppninni. Eftir standa því sex laus sæti og 52 lið sem berjast í for- og undankeppnum á leið sinni að Evrópuævintýri. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Breiðablik verður fulltrúi íslenskrar knattspyrnu í Meistaradeild karla þetta tímabilið eftir að hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Líkt og Víkingur í fyrra þarf Breiðablik að taka þátt í sérstakri forkeppni þar sem lið frá fjórum lægst skrifuðu deildum Evrópu taka þátt. „Tímabilið 2023-2024 í Meistaradeild Evrópu hefst á þriðjudag í bæ á Vestur-Íslandi,“ segir í umfjöllun BBC um upphaf tímabilsins í Meistaradeildinni. Leiðin á Wembley hefst á Kópavogsvelli Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu árið 2024 fer fram á þjóðarleikvangi Englendinga, Wembley. Tæplega níutíu þúsund manna leikvangur þar sem enska landsliðið leikur marga heimaleiki sína og úrslitaleikir ensku bikarkeppnanna eru haldnir. Leiðin á Wembley er þó löng og ströng og fyrir fjögur lið hefst ferðalagið á Kópavogsvelli strax í dag. „Fjögurra liða forkeppni með liðum sem þér er fyrirgefið fyrir að hafa aldrei heyrt um verður haldin í Kópavogi á Íslandi,“ segir enn fremur í umfjöllun BBC. Atletic d'Escaldes frá Andorra, Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi og Tre Penne frá San Marínó mæta öll til leiks á Kópavogsvöllinn í dag og berjast við Breiðablik um sæti í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem írska liðið Shamrock Rovers bíður. Atletic d'Escaldes og Buducnost Podgorica mætast klukkan 13:00 og Breiðablik tekur á móti Tre Penne klukkan 19:00, en báðir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sigurliðin úr þessum tveim leikjum mætast svo í úrslitaleik um sæti í fyrstu umferð undankeppninnar á föstudaginn, einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Blikar gætu mætt syni þjálfarans Alls munu 78 lið frá 53 Evrópulöndum taka þátt í Meistaradeild Evrópu þetta árið. Leið Blika er eins og áður segir lengri en flestra í átt að riðlakeppninni, en takist liðinu að vinna forkeppnina hér á Íslandi og svo írsku meistarana í Shamrock Rovers mætir liðið Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahöfn. FC Kaupmannahöfn er mikil Íslendinganýlenda en landsliðsmennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson leika með liðinu sem og Orri Steinn Óskarsson, sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar – þjálfara Breiðabliks. 52 lið berjast um sex laus sæti Viðureignirnar í fyrstu og annarri umferð forkeppninnar verða leiknar heima og að heiman, en alls þarf að vinna fjórar umferðir í undankeppninni til að tryggja sér sæti í hinni eftirsóttu riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrsta umferðin fer fram um miðjan júlí, önnur umferðin í kringum mánaðarmótin júlí/ágúst og þriðja og fjórða umferðin síðar í ágústmánuði áður en drátturinn fyrir riðlakeppnina fer fram þann 31. ágúst. Í riðlakeppnina eru það aðeins 32 lið sem komast að, en nú þegar hafa 26 lið tryggt sér sæti í riðlakeppninni. Eftir standa því sex laus sæti og 52 lið sem berjast í for- og undankeppnum á leið sinni að Evrópuævintýri.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira