Meistaradeildin hefst í dag „í bæ á Vestur-Íslandi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. júní 2023 11:31 Breiðablik er fulltrúi Íslands í Meistaradeild Evrópu. Vísir/Vilhelm Nú þegar rétt rúmar tvær vikur eru liðnar síðan Manchester City tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins er strax komið að því að koma næsta tímabili í gang. Meistaradeildin hefst formlega í dag „í bæ á Vestur-Íslandi“ eins og BBC orðar það. Breiðablik verður fulltrúi íslenskrar knattspyrnu í Meistaradeild karla þetta tímabilið eftir að hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Líkt og Víkingur í fyrra þarf Breiðablik að taka þátt í sérstakri forkeppni þar sem lið frá fjórum lægst skrifuðu deildum Evrópu taka þátt. „Tímabilið 2023-2024 í Meistaradeild Evrópu hefst á þriðjudag í bæ á Vestur-Íslandi,“ segir í umfjöllun BBC um upphaf tímabilsins í Meistaradeildinni. Leiðin á Wembley hefst á Kópavogsvelli Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu árið 2024 fer fram á þjóðarleikvangi Englendinga, Wembley. Tæplega níutíu þúsund manna leikvangur þar sem enska landsliðið leikur marga heimaleiki sína og úrslitaleikir ensku bikarkeppnanna eru haldnir. Leiðin á Wembley er þó löng og ströng og fyrir fjögur lið hefst ferðalagið á Kópavogsvelli strax í dag. „Fjögurra liða forkeppni með liðum sem þér er fyrirgefið fyrir að hafa aldrei heyrt um verður haldin í Kópavogi á Íslandi,“ segir enn fremur í umfjöllun BBC. Atletic d'Escaldes frá Andorra, Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi og Tre Penne frá San Marínó mæta öll til leiks á Kópavogsvöllinn í dag og berjast við Breiðablik um sæti í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem írska liðið Shamrock Rovers bíður. Atletic d'Escaldes og Buducnost Podgorica mætast klukkan 13:00 og Breiðablik tekur á móti Tre Penne klukkan 19:00, en báðir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sigurliðin úr þessum tveim leikjum mætast svo í úrslitaleik um sæti í fyrstu umferð undankeppninnar á föstudaginn, einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Blikar gætu mætt syni þjálfarans Alls munu 78 lið frá 53 Evrópulöndum taka þátt í Meistaradeild Evrópu þetta árið. Leið Blika er eins og áður segir lengri en flestra í átt að riðlakeppninni, en takist liðinu að vinna forkeppnina hér á Íslandi og svo írsku meistarana í Shamrock Rovers mætir liðið Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahöfn. FC Kaupmannahöfn er mikil Íslendinganýlenda en landsliðsmennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson leika með liðinu sem og Orri Steinn Óskarsson, sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar – þjálfara Breiðabliks. 52 lið berjast um sex laus sæti Viðureignirnar í fyrstu og annarri umferð forkeppninnar verða leiknar heima og að heiman, en alls þarf að vinna fjórar umferðir í undankeppninni til að tryggja sér sæti í hinni eftirsóttu riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrsta umferðin fer fram um miðjan júlí, önnur umferðin í kringum mánaðarmótin júlí/ágúst og þriðja og fjórða umferðin síðar í ágústmánuði áður en drátturinn fyrir riðlakeppnina fer fram þann 31. ágúst. Í riðlakeppnina eru það aðeins 32 lið sem komast að, en nú þegar hafa 26 lið tryggt sér sæti í riðlakeppninni. Eftir standa því sex laus sæti og 52 lið sem berjast í for- og undankeppnum á leið sinni að Evrópuævintýri. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Breiðablik verður fulltrúi íslenskrar knattspyrnu í Meistaradeild karla þetta tímabilið eftir að hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Líkt og Víkingur í fyrra þarf Breiðablik að taka þátt í sérstakri forkeppni þar sem lið frá fjórum lægst skrifuðu deildum Evrópu taka þátt. „Tímabilið 2023-2024 í Meistaradeild Evrópu hefst á þriðjudag í bæ á Vestur-Íslandi,“ segir í umfjöllun BBC um upphaf tímabilsins í Meistaradeildinni. Leiðin á Wembley hefst á Kópavogsvelli Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu árið 2024 fer fram á þjóðarleikvangi Englendinga, Wembley. Tæplega níutíu þúsund manna leikvangur þar sem enska landsliðið leikur marga heimaleiki sína og úrslitaleikir ensku bikarkeppnanna eru haldnir. Leiðin á Wembley er þó löng og ströng og fyrir fjögur lið hefst ferðalagið á Kópavogsvelli strax í dag. „Fjögurra liða forkeppni með liðum sem þér er fyrirgefið fyrir að hafa aldrei heyrt um verður haldin í Kópavogi á Íslandi,“ segir enn fremur í umfjöllun BBC. Atletic d'Escaldes frá Andorra, Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi og Tre Penne frá San Marínó mæta öll til leiks á Kópavogsvöllinn í dag og berjast við Breiðablik um sæti í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem írska liðið Shamrock Rovers bíður. Atletic d'Escaldes og Buducnost Podgorica mætast klukkan 13:00 og Breiðablik tekur á móti Tre Penne klukkan 19:00, en báðir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sigurliðin úr þessum tveim leikjum mætast svo í úrslitaleik um sæti í fyrstu umferð undankeppninnar á föstudaginn, einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Blikar gætu mætt syni þjálfarans Alls munu 78 lið frá 53 Evrópulöndum taka þátt í Meistaradeild Evrópu þetta árið. Leið Blika er eins og áður segir lengri en flestra í átt að riðlakeppninni, en takist liðinu að vinna forkeppnina hér á Íslandi og svo írsku meistarana í Shamrock Rovers mætir liðið Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahöfn. FC Kaupmannahöfn er mikil Íslendinganýlenda en landsliðsmennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson leika með liðinu sem og Orri Steinn Óskarsson, sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar – þjálfara Breiðabliks. 52 lið berjast um sex laus sæti Viðureignirnar í fyrstu og annarri umferð forkeppninnar verða leiknar heima og að heiman, en alls þarf að vinna fjórar umferðir í undankeppninni til að tryggja sér sæti í hinni eftirsóttu riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrsta umferðin fer fram um miðjan júlí, önnur umferðin í kringum mánaðarmótin júlí/ágúst og þriðja og fjórða umferðin síðar í ágústmánuði áður en drátturinn fyrir riðlakeppnina fer fram þann 31. ágúst. Í riðlakeppnina eru það aðeins 32 lið sem komast að, en nú þegar hafa 26 lið tryggt sér sæti í riðlakeppninni. Eftir standa því sex laus sæti og 52 lið sem berjast í for- og undankeppnum á leið sinni að Evrópuævintýri.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira