Sáttin öllu verri en Bankasýsla ríkisins átti von á Helena Rós Sturludóttir skrifar 26. júní 2023 18:59 Lárus Blöndal er stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins. Vísir/Dúi Stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir sátt fjármálaeftirlits Seðlabankans og Íslandsbanka um sölu bankans á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum öllu verri heldur en þau hafi átt von á. „Það sem er alvarlegt er auðvitað það að menn fari ekki eftir lögum og reglum. Það er auðvitað grundvallaratriði og það sem við höfum áhyggjur af í Bankasýslunni er að við förum með 44,2 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka og hátt í 100 prósenta hlut í Landsbankanum. Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að það ríki traust um fjármálakerfið í landinu. Þetta er mjög slæmt innlegg inn í það að menn séu í svona framkvæmd að fara í bága við lög og reglur,“ segir Lárus Blöndal. Aðspurður hvort traust ríki til stjórnenda bankans segir Lárus Bankasýsluna ekki hafa tekið afstöðu til þess. „Ég tel að það skipti bara máli að bæði stjórnin og þeir sem stýri för innan bankans að þeir taki afstöðu til þess hvernig rétt er að haga málum til framtíðar.“ Bankasýslan hefur óskað eftir því að boðað verði til hluthafafundar. „Við óskum eftir því að það verði haldinn hluthafafundur þar sem stjórnendur og stjórn geri grein fyrir þessu máli. Líka því hvernig menn ætla að ávinna það traust sem hefur glatast til baka. Ég held að það sé mjög mikilvægt að þetta fáist fram og líka hitt að hluthafar geti þá fengið svör við þeim spurningum sem brenna á þeim,“ segir Lárus sem er bjartsýnn á að bankinn geti unnið traustið til baka. Skaði sem þurfi að vinna til baka Í sátt FME kom meðal annars fram að bankinn hafi gefið Bankasýslunni villandi upplýsingar varðandi söluna. Lárus segir það engan vegin ásættanlegt, „Það er auðvitað þannig þegar að maður ræður aðila til starfa eins og við gerðum við Íslandsbanka til að annast þessa sölu að þá gengur maður út frá því að menn fari að lögum og reglum. Það er grundvallaratriði sem er sjálfgefið skilyrði fyrir því að ráðningin fari fram. Þannig við auðvitað ætlumst til þess og trúum því ekki að óreyndu að menn geri það ekki,“ segir Lárus og bætir við að málið verði skoðað betur og öllum steinum verði velt. „Okkur finnst alvarlegasta málið það að þetta hefur áhrif á traust til fjármálageirans og það er skaði sem þarf að vinna til baka,“ segir Lárus sem á von á að hluthafafundur fari fyrst fram eftir sumarfrí. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Íslandsbanki Seðlabankinn Tengdar fréttir Bankinn hafi brugðist trausti Fjármálaráðherra segir ljóst af sátt Íslandsbanka og Seðlabanka Íslands að Íslandsbanki hafi brugðist því trausti sem honum var sýnt þegar ákveðið var að hann myndi sjálfur sjá um útboð á hlut ríkisins í bankanum. 26. júní 2023 17:14 Efni skýrslunnar minni á lýsingar á „subbuskap fyrir hrun“ Tæplega hundrað blaðsíðna skýrsla um sáttina sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans gerði við Íslandsbanka var birt í morgun en efni hennar hefur skotið mörgum skelk í bringu. 26. júní 2023 16:42 „Hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng“ Varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands telur að fjármálaeftirlitið hafi sinnt hlutverki sínu vel í rannsókninni á seinna útboðinu á Íslandsbanka. Hún segir hæfiskilyrði stjórnenda Íslandsbanka vera ströng, það sé þó bankans að meta hverju sinni hvort þau séu uppfyllt. 26. júní 2023 18:04 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Sjá meira
„Það sem er alvarlegt er auðvitað það að menn fari ekki eftir lögum og reglum. Það er auðvitað grundvallaratriði og það sem við höfum áhyggjur af í Bankasýslunni er að við förum með 44,2 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka og hátt í 100 prósenta hlut í Landsbankanum. Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að það ríki traust um fjármálakerfið í landinu. Þetta er mjög slæmt innlegg inn í það að menn séu í svona framkvæmd að fara í bága við lög og reglur,“ segir Lárus Blöndal. Aðspurður hvort traust ríki til stjórnenda bankans segir Lárus Bankasýsluna ekki hafa tekið afstöðu til þess. „Ég tel að það skipti bara máli að bæði stjórnin og þeir sem stýri för innan bankans að þeir taki afstöðu til þess hvernig rétt er að haga málum til framtíðar.“ Bankasýslan hefur óskað eftir því að boðað verði til hluthafafundar. „Við óskum eftir því að það verði haldinn hluthafafundur þar sem stjórnendur og stjórn geri grein fyrir þessu máli. Líka því hvernig menn ætla að ávinna það traust sem hefur glatast til baka. Ég held að það sé mjög mikilvægt að þetta fáist fram og líka hitt að hluthafar geti þá fengið svör við þeim spurningum sem brenna á þeim,“ segir Lárus sem er bjartsýnn á að bankinn geti unnið traustið til baka. Skaði sem þurfi að vinna til baka Í sátt FME kom meðal annars fram að bankinn hafi gefið Bankasýslunni villandi upplýsingar varðandi söluna. Lárus segir það engan vegin ásættanlegt, „Það er auðvitað þannig þegar að maður ræður aðila til starfa eins og við gerðum við Íslandsbanka til að annast þessa sölu að þá gengur maður út frá því að menn fari að lögum og reglum. Það er grundvallaratriði sem er sjálfgefið skilyrði fyrir því að ráðningin fari fram. Þannig við auðvitað ætlumst til þess og trúum því ekki að óreyndu að menn geri það ekki,“ segir Lárus og bætir við að málið verði skoðað betur og öllum steinum verði velt. „Okkur finnst alvarlegasta málið það að þetta hefur áhrif á traust til fjármálageirans og það er skaði sem þarf að vinna til baka,“ segir Lárus sem á von á að hluthafafundur fari fyrst fram eftir sumarfrí.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Íslandsbanki Seðlabankinn Tengdar fréttir Bankinn hafi brugðist trausti Fjármálaráðherra segir ljóst af sátt Íslandsbanka og Seðlabanka Íslands að Íslandsbanki hafi brugðist því trausti sem honum var sýnt þegar ákveðið var að hann myndi sjálfur sjá um útboð á hlut ríkisins í bankanum. 26. júní 2023 17:14 Efni skýrslunnar minni á lýsingar á „subbuskap fyrir hrun“ Tæplega hundrað blaðsíðna skýrsla um sáttina sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans gerði við Íslandsbanka var birt í morgun en efni hennar hefur skotið mörgum skelk í bringu. 26. júní 2023 16:42 „Hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng“ Varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands telur að fjármálaeftirlitið hafi sinnt hlutverki sínu vel í rannsókninni á seinna útboðinu á Íslandsbanka. Hún segir hæfiskilyrði stjórnenda Íslandsbanka vera ströng, það sé þó bankans að meta hverju sinni hvort þau séu uppfyllt. 26. júní 2023 18:04 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Sjá meira
Bankinn hafi brugðist trausti Fjármálaráðherra segir ljóst af sátt Íslandsbanka og Seðlabanka Íslands að Íslandsbanki hafi brugðist því trausti sem honum var sýnt þegar ákveðið var að hann myndi sjálfur sjá um útboð á hlut ríkisins í bankanum. 26. júní 2023 17:14
Efni skýrslunnar minni á lýsingar á „subbuskap fyrir hrun“ Tæplega hundrað blaðsíðna skýrsla um sáttina sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans gerði við Íslandsbanka var birt í morgun en efni hennar hefur skotið mörgum skelk í bringu. 26. júní 2023 16:42
„Hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng“ Varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands telur að fjármálaeftirlitið hafi sinnt hlutverki sínu vel í rannsókninni á seinna útboðinu á Íslandsbanka. Hún segir hæfiskilyrði stjórnenda Íslandsbanka vera ströng, það sé þó bankans að meta hverju sinni hvort þau séu uppfyllt. 26. júní 2023 18:04