Nú hafa félagarnir keypt sér hluti í formúlu eitt félaginu Alpine en þetta staðfestir Renault sem á Alpine liðið.
Reynolds og McElhenney keypti hlutinn í gegnum fjárfestingafélögin Otro Capital og RedBird Capital Partners en þeir keyptu 24 prósent hlut.
Ryan Reynolds and Rob McElhenney are branching out!
— BBC Sport (@BBCSport) June 26, 2023
The Wrexham owners will be part of an investor group taking a 24% equity stake in F1 team Alpine.
Ökumenn Alpine eru þeir Pierre Gasly og Esteban Ocon. Þeir eru eins og er í 9. (Ocon) og 10. sæti (Gasly) í heimsmeistarakeppni ökumanna sem hefur skilað Alpine-Renault liðinu upp í fimmta sæti í liðakeppninni.
Það hefur verið gaman og gengið vel hjá Hollywood eigendunum síðan að þeir eignuðust Wrexham en að auki hafa þeir auglýst velska félagið vel í gegnum sjónvarpsþættina „Welcome to Wrexham“ eða „Velkomin til Wrexham“.
Fótboltalið Wrexham komst upp um deild í vetur og spila í fjórðu efstu deild Englands á komandi tímabili. Þetta verður í fyrsta sinn í fimmtán ár sem liðið spilar svo ofarlega í ensku deildarkeppninni.