„Þeim var víst drullusama um fatlaða háskólanemann“ Eiður Þór Árnason skrifar 25. júní 2023 23:19 Áslaug Ýr Hjartardóttir er nú með BA-gráðu í viðskiptafræði og almennri bókmenntafræði. Áslaug Ýr Hjartardóttir var meðal þeirra 2.832 nemenda sem brautskráðust frá Háskóla Íslands í gær við hátíðlega athöfn. Líkt og öðrum kandídötum óskaði hún þess að taka við skírteini eftir stranga skólagöngu en ólíkt flestum er Áslaug lögblind, heyrnarlaus og í hjólastól, og þarf því gjarnan meiri stuðning en aðrir nemendur. Hún segir annmarka á athöfninni hafa orðið til þess að hún sat eftir og þannig gert langþráða hamingjustund að kvíðvænlegri upplifun. Síðar hafi hún loks fengið að fara upp á svið, en þá fyrir tómum sal. „Ég fór trámatíseruð út eftir þetta en ákvað að láta þetta ekki skyggja á daginn minn. Hins vegar er ég hugsi yfir því hvernig þetta gat gerst,“ segir Áslaug í færslu á Facebook-síðu sinni sem hefur kallað fram mikil viðbrögð. Hún hefur nú tryggt sér bakkalársgráðu númer tvö, í þetta sinn í almennri bókmenntafræði. Staðsett langt frá rampinum Áslaug lýsir því að henni hafi verið úthlutað plássi langt frá rampinum sem hún þurfti að nota til að komast upp á svið í Laugardalshöll og ekki fengið að hafa hjá sér túlka sem hún þekki vel og hafi reynslu af þeirri sértæku umhverfistúlkun sem Áslaug hafi þörf á. Þá hafi túlkarnir sem hún fékk veitt henni óljósar upplýsingar og ekki fylgt henni í röðina sem leiddi upp á svið. Því hafi verið ómögulegt fyrir Áslaugu að átta sig á aðstæðum. „Þegar ég loks komst að rampinum var búið að kalla nafnið mitt án þess að ég vissi og ég heyrði ekki heldur tilkynnt að ég væri fjarverandi. Í stað þess að gefa mér ráðrúm til að koma mér upp á svið á mínum forsendum hélt deildarstjóri bara áfram að þylja upp nöfn. Ég sat þolinmóð eftir við rampinn og beið eftir að tekið yrði eftir mér eða að túlkarnir kæmu og létu mig vita hvað væri að gerast, en svo var ekki.“ Áslaug bætir við að ekkert starfsfólk hafi gripið inn í til að leiðrétta mistökin þó að það lægi fyrir að um fatlaðan nemanda væri að ræða. „Það hefði vel verið hægt að leysa þetta strax ef vilji hefði verið til staðar. Þetta voru triggerandi aðstæður sem ég þekki allt of vel, og þegar mér varð loks ljóst að ég fengi ekki að fara á svið og taka við skírteininu var orðið of seint – ég treysti mér ekki lengur á sviðið og gekk einfaldlega út, grátandi. Þeim var víst drullusama um fatlaða háskólanemann,“ segir Áslaug í Facebook-færslu sinni. Erfitt hafi verið fyrir hana að bregðast við á þessum tímapunkti og henni liðið eins og hún væri lömuð um stund, enda í miklu uppnámi. Eftir að foreldrar hennar hafi gripið Jón Atla Benediktsson rektor á leiðinni út hafi hún fengið afsökunarbeiðni og loks fengið að fara á svið til að fá skírteinið sitt. „En þá voru allir farnir og búið að slökkva ljósin.“ Áslaug Ýr Hjartardóttir ásamt Jóni Atla Benediktssyni rektor, Ólöfu Garðarsdóttur, forseta Hugvísindasviðs og Gauta Kristmannssyni, deildarforseta Íslensku- og menningardeildar. Aðsend Annars fengið góða þjónustu frá Háskólanum Í samtali við Vísi segir Áslaug að þrátt fyrir þessa reynslu vilji hún árétta að hún sé heilt yfir ánægð með þá þjónustu sem henni hafi verið veitt af Starfs- og námsráðgjöf Háskóla Íslands á meðan námi hennar stóð. Einmitt þess vegna hafi atvikið í gær komið henni í opna skjöldu. „Ég hafði því í raun enga hugmynd hvernig aðstæður væru í Laugardalshöll en treysti á að háskólinn ynni heimavinnuna sína og gerði viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að ég gæti tekið þátt í brautskráningunni til jafns við aðra kandídata. Það gekk allavega vel þegar ég útskrifaðist úr viðskiptafræði svo ég átti ekki von á öðru en að allt gengi vel. Það var því algjör skellur þegar annað kom í ljós.“ Hún segir í samtali við Vísi að henni þyki mjög vænt um þann stuðning sem hún hafi fengið frá vinum, fjölskyldu og jafnvel ókunnugum eftir atvikið. Áslaugu þyki mikilvægt að láta í sér heyra og vekja athygli á þessu framferði skólans. Breytinga sé þörf á fyrirkomulagi brautskráninga þar sem útskriftarnemum fjölgi stöðugt og hraðinn aukist þar með. „Ég veit að HÍ getur gert svo miklu betur en þetta.“ Uppfært: Háskóli Íslands hefur beðist afsökunar á atvikinu og boðað að reynt verði að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. Fréttin hefur verið uppfærð. Háskólar Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Hún segir annmarka á athöfninni hafa orðið til þess að hún sat eftir og þannig gert langþráða hamingjustund að kvíðvænlegri upplifun. Síðar hafi hún loks fengið að fara upp á svið, en þá fyrir tómum sal. „Ég fór trámatíseruð út eftir þetta en ákvað að láta þetta ekki skyggja á daginn minn. Hins vegar er ég hugsi yfir því hvernig þetta gat gerst,“ segir Áslaug í færslu á Facebook-síðu sinni sem hefur kallað fram mikil viðbrögð. Hún hefur nú tryggt sér bakkalársgráðu númer tvö, í þetta sinn í almennri bókmenntafræði. Staðsett langt frá rampinum Áslaug lýsir því að henni hafi verið úthlutað plássi langt frá rampinum sem hún þurfti að nota til að komast upp á svið í Laugardalshöll og ekki fengið að hafa hjá sér túlka sem hún þekki vel og hafi reynslu af þeirri sértæku umhverfistúlkun sem Áslaug hafi þörf á. Þá hafi túlkarnir sem hún fékk veitt henni óljósar upplýsingar og ekki fylgt henni í röðina sem leiddi upp á svið. Því hafi verið ómögulegt fyrir Áslaugu að átta sig á aðstæðum. „Þegar ég loks komst að rampinum var búið að kalla nafnið mitt án þess að ég vissi og ég heyrði ekki heldur tilkynnt að ég væri fjarverandi. Í stað þess að gefa mér ráðrúm til að koma mér upp á svið á mínum forsendum hélt deildarstjóri bara áfram að þylja upp nöfn. Ég sat þolinmóð eftir við rampinn og beið eftir að tekið yrði eftir mér eða að túlkarnir kæmu og létu mig vita hvað væri að gerast, en svo var ekki.“ Áslaug bætir við að ekkert starfsfólk hafi gripið inn í til að leiðrétta mistökin þó að það lægi fyrir að um fatlaðan nemanda væri að ræða. „Það hefði vel verið hægt að leysa þetta strax ef vilji hefði verið til staðar. Þetta voru triggerandi aðstæður sem ég þekki allt of vel, og þegar mér varð loks ljóst að ég fengi ekki að fara á svið og taka við skírteininu var orðið of seint – ég treysti mér ekki lengur á sviðið og gekk einfaldlega út, grátandi. Þeim var víst drullusama um fatlaða háskólanemann,“ segir Áslaug í Facebook-færslu sinni. Erfitt hafi verið fyrir hana að bregðast við á þessum tímapunkti og henni liðið eins og hún væri lömuð um stund, enda í miklu uppnámi. Eftir að foreldrar hennar hafi gripið Jón Atla Benediktsson rektor á leiðinni út hafi hún fengið afsökunarbeiðni og loks fengið að fara á svið til að fá skírteinið sitt. „En þá voru allir farnir og búið að slökkva ljósin.“ Áslaug Ýr Hjartardóttir ásamt Jóni Atla Benediktssyni rektor, Ólöfu Garðarsdóttur, forseta Hugvísindasviðs og Gauta Kristmannssyni, deildarforseta Íslensku- og menningardeildar. Aðsend Annars fengið góða þjónustu frá Háskólanum Í samtali við Vísi segir Áslaug að þrátt fyrir þessa reynslu vilji hún árétta að hún sé heilt yfir ánægð með þá þjónustu sem henni hafi verið veitt af Starfs- og námsráðgjöf Háskóla Íslands á meðan námi hennar stóð. Einmitt þess vegna hafi atvikið í gær komið henni í opna skjöldu. „Ég hafði því í raun enga hugmynd hvernig aðstæður væru í Laugardalshöll en treysti á að háskólinn ynni heimavinnuna sína og gerði viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að ég gæti tekið þátt í brautskráningunni til jafns við aðra kandídata. Það gekk allavega vel þegar ég útskrifaðist úr viðskiptafræði svo ég átti ekki von á öðru en að allt gengi vel. Það var því algjör skellur þegar annað kom í ljós.“ Hún segir í samtali við Vísi að henni þyki mjög vænt um þann stuðning sem hún hafi fengið frá vinum, fjölskyldu og jafnvel ókunnugum eftir atvikið. Áslaugu þyki mikilvægt að láta í sér heyra og vekja athygli á þessu framferði skólans. Breytinga sé þörf á fyrirkomulagi brautskráninga þar sem útskriftarnemum fjölgi stöðugt og hraðinn aukist þar með. „Ég veit að HÍ getur gert svo miklu betur en þetta.“ Uppfært: Háskóli Íslands hefur beðist afsökunar á atvikinu og boðað að reynt verði að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Háskólar Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira