„Mér fannst tíminn ekkert líða“ Hjörvar Ólafsson skrifar 25. júní 2023 22:05 Ásmundur Arnarson á hliðarlínunni í bleytunni í kvöld. Vísir/Diego Ásmundur Arnarson, þjálfari Breiðabliks, var sigurreifur eftir 2-1 sigur á Val í stórleik tíundu umferðar Bestu deildar kvenna í kvöld. Úrslitin þýða að Breiðablik jafnar Val á stigum og sitja liðin í efstu tveimur sætum deildarinnar. „Þetta var frábær leikur hjá stelpunum, frábær karakter, þvílík vinnusemi og gott skipulag. Við byrjum þennan leik mjög sterkt, komum okkur í góða stöðu og þetta var frábærlega gert,“ sagði Ásmundur eftir leikinn. Agla María Albertsdóttir kom Blikum á bragðið eftir aðeins rúmlega tveggja mínútna leik og sjálfsmark Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur, leikmann Vals, skömmu fyrir hálfleik kom Breiðablik í afar vænlega stöðu. „Ég held að krafturinn í okkur í byrjun leiks hafi komið okkur langleiðina með þetta og þetta þróaðist náttúrulega þannig að þær bættu í og pressuðu á okkur í seinni hálfleik og undir lokin. Mér fannst tíminn ekkert líða þegar langt var liðið á leikinn og maður þurfti að fara oft beint í úrið til að fylgjast með. Þetta var erfitt á þeim tíma en heilt yfir var þetta frábærlega gert hjá mínum leikmönnum,“ sagði Ásmundur. Valskonur komu beittari út í seinni hálfleik og minnkuðu muninn eftir átta mínútna leik í seinni hálfleik. „Þær sóttu í sig veðrið í seinni og eðlilega í þessari stöðu. Þær pressuðu á okkur og við hefðum mátt halda aðeins meira í boltann á þeim tíma. Þegar við unnum hann þá vorum við full fljótar að setja hann fram á við og þannig við hefðum getað skapað okkur meiri ró með því að halda betur í boltann. Vissulega sóttu þær á okkur en hrós á liðið fyrir góðan og skipulagðan varnarleik á þeim tímapunkti.“ Næstu þrír deildarleikir Breiðabliks eru á heimavelli en skipt var um gervigras á Kópavogsvelli fyrr á tímabilinu og gat liðið ekki keppt á sínum heimavelli á meðan. Eru þessir heimaleikir gullið tækifæri til stigasöfnunar? „Allir leikir eru gullið tækifæri til stigasöfnunar og alltaf ætlum við að taka hvern leik. Það er bara eitt verkefni í einu, frábær niðurstaða hér í dag. Við þurfum að safna kröftum og næsta verkefni er í bikarnum næstu helgi. Við hugsum ekkert lengra í bili,“ svaraði Ásmundur. Breiðablik spilar fimm leiki á rétt rúmlega tveimur vikum í deild og bikar. Þær mæta FH í undanúrslitum Mjólkurbikarsins næsta laugardag en Ásmundur hræðist ekki leikjaálagið næstu misseri. „Við höfum svo sem verið í því áður og undanfarið. Það er samvinna okkar allra í teyminu, sjúkra- og styrktarþjálfara að stýra álaginu rétt.“ Besta deild kvenna Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira
„Þetta var frábær leikur hjá stelpunum, frábær karakter, þvílík vinnusemi og gott skipulag. Við byrjum þennan leik mjög sterkt, komum okkur í góða stöðu og þetta var frábærlega gert,“ sagði Ásmundur eftir leikinn. Agla María Albertsdóttir kom Blikum á bragðið eftir aðeins rúmlega tveggja mínútna leik og sjálfsmark Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur, leikmann Vals, skömmu fyrir hálfleik kom Breiðablik í afar vænlega stöðu. „Ég held að krafturinn í okkur í byrjun leiks hafi komið okkur langleiðina með þetta og þetta þróaðist náttúrulega þannig að þær bættu í og pressuðu á okkur í seinni hálfleik og undir lokin. Mér fannst tíminn ekkert líða þegar langt var liðið á leikinn og maður þurfti að fara oft beint í úrið til að fylgjast með. Þetta var erfitt á þeim tíma en heilt yfir var þetta frábærlega gert hjá mínum leikmönnum,“ sagði Ásmundur. Valskonur komu beittari út í seinni hálfleik og minnkuðu muninn eftir átta mínútna leik í seinni hálfleik. „Þær sóttu í sig veðrið í seinni og eðlilega í þessari stöðu. Þær pressuðu á okkur og við hefðum mátt halda aðeins meira í boltann á þeim tíma. Þegar við unnum hann þá vorum við full fljótar að setja hann fram á við og þannig við hefðum getað skapað okkur meiri ró með því að halda betur í boltann. Vissulega sóttu þær á okkur en hrós á liðið fyrir góðan og skipulagðan varnarleik á þeim tímapunkti.“ Næstu þrír deildarleikir Breiðabliks eru á heimavelli en skipt var um gervigras á Kópavogsvelli fyrr á tímabilinu og gat liðið ekki keppt á sínum heimavelli á meðan. Eru þessir heimaleikir gullið tækifæri til stigasöfnunar? „Allir leikir eru gullið tækifæri til stigasöfnunar og alltaf ætlum við að taka hvern leik. Það er bara eitt verkefni í einu, frábær niðurstaða hér í dag. Við þurfum að safna kröftum og næsta verkefni er í bikarnum næstu helgi. Við hugsum ekkert lengra í bili,“ svaraði Ásmundur. Breiðablik spilar fimm leiki á rétt rúmlega tveimur vikum í deild og bikar. Þær mæta FH í undanúrslitum Mjólkurbikarsins næsta laugardag en Ásmundur hræðist ekki leikjaálagið næstu misseri. „Við höfum svo sem verið í því áður og undanfarið. Það er samvinna okkar allra í teyminu, sjúkra- og styrktarþjálfara að stýra álaginu rétt.“
Besta deild kvenna Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira