Segir það ekki Íslandsbanka að birta sáttina Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. júní 2023 14:47 Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka segir að skrifað hafi verið undir sáttina í gær. Vísir/Vilhelm Birting sáttar sem Íslandsbanki gerði við Fjármálaeftirlitið strandar ekki á undirskrift stjórnenda bankans samkvæmt svörum frá samskiptastjóra. Skrifað var undir sáttina í gær og verður hún væntanlega gerð opinber á morgun. Þá skýrist meðal annars hvort kaup eiginmanns samskiptastjóra í bankanum hafi verið lögleg. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra skoraði í morgun á stjórn Íslandsbanka að birta sáttina í dag. Í kjölfarið barst ábending frá Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra Íslandsbanka sem sagði það ekki bankans að birta sáttina heldur gerði Fjármálaeftirlitið það. Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi Seðlabanka sagði fyrir helgi að þegar bankinn hefði afhent Seðlabankanum undirritaða sátt þá yrði hún birt eins venja er. Í sáttinni koma fram málsatvik og niðurstaða málsins. Edda segir að skrifað hafi verið undir sáttina í gær. Kemur í ljós á morgun hvort kaup eiginmanns samskiptastjóra falli undir brotin Enn er margt á huldu varðandi innihald sáttarinnar en Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, sagði á föstudag að brot bankans fælust meðal annars í hljóðupptökum starfsmanna, hagsmunaárekstrum, flokkun viðskiptavina og áhættumati. Sáttin verður væntanlega gerð opinber á morgun, mánudag og þá ættu málsatvik að liggja skýrar fyrir. Athygli vekur að Ríkharður Daðason, eiginmaður Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra bankans, keypti fyrir tæpar 27 milljónir króna hlut í bankanum. Aðspurð um hvort kaup mannsins hennar féllu undir umrædd brot sagði Edda að það kæmi væntanlega í ljós á morgun. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Seðlabankinn Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra skoraði í morgun á stjórn Íslandsbanka að birta sáttina í dag. Í kjölfarið barst ábending frá Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra Íslandsbanka sem sagði það ekki bankans að birta sáttina heldur gerði Fjármálaeftirlitið það. Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi Seðlabanka sagði fyrir helgi að þegar bankinn hefði afhent Seðlabankanum undirritaða sátt þá yrði hún birt eins venja er. Í sáttinni koma fram málsatvik og niðurstaða málsins. Edda segir að skrifað hafi verið undir sáttina í gær. Kemur í ljós á morgun hvort kaup eiginmanns samskiptastjóra falli undir brotin Enn er margt á huldu varðandi innihald sáttarinnar en Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, sagði á föstudag að brot bankans fælust meðal annars í hljóðupptökum starfsmanna, hagsmunaárekstrum, flokkun viðskiptavina og áhættumati. Sáttin verður væntanlega gerð opinber á morgun, mánudag og þá ættu málsatvik að liggja skýrar fyrir. Athygli vekur að Ríkharður Daðason, eiginmaður Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra bankans, keypti fyrir tæpar 27 milljónir króna hlut í bankanum. Aðspurð um hvort kaup mannsins hennar féllu undir umrædd brot sagði Edda að það kæmi væntanlega í ljós á morgun.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Seðlabankinn Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Sjá meira