Tvö jafntefli í Lengjudeild karla en markasúpa hjá konunum Jón Már Ferro skrifar 24. júní 2023 16:31 Vísir/Daníel Tveir leikir fóru fram í áttundu umferð Lengjudeildar karla og einn í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu. Fjölnir og Vestri skildu jöfn á Extra vellinum í Grafarvogi, 1-1. Njarðvík og Þór skildu einnig jöfn á Rafholtsvellinum í Njarðvík, 2-2. Kvennamegin fóru Fylkiskonur í heimsókn í Fjarðarbyggðarhöllina og unnu 4-2 sigur á FHL. Lengjudeild karla Fyrir leikina í dag var Fjölnir með 17 stig. Þremur stigum minna en Afturelding en gátu með sigri komist upp að hlið þeirra á toppnum. Vestri var einungis með fimm stig í tíunda sæti, jafn mörg og Leiknir í fallsæti. Njarðvík var með einu stigi meira en Vestri í níunda sæti en Þór var með tólf stig í fimmta sæti. Í báðum leikjum karlameginn var jafnt þegar liðin gengu til búningsklefa. Markalaust var í Fjölnir – Vestri en staðan var 1-1 í Njarðvík – Þór. Þorsteinn Örn Bernharðsson kom Njarðvíkingum yfir snemma leiks en Elmar Þór Jónsson jafnaði metin um miðjan hálfleikinn fyrir Þór. Eftir sjö mínútna leik í síðari hálfleik var Oumar Diouck búinn að koma Njarðvík aftur yfir. Alexander Már Þorláksson missnotaði víti um tíu mínútum síðar fyrir Þór. Liðsfélagi hans Elmar Þór Jónsson bætti við öðru marki sínu tveimur mínútum síðar og 2-2 jafntefli því staðreynd. Bæði mörkin í 1-1 jafntefli Fjölnis og Vestra komu á stuttu millibili á 63. til 66. mínútu. Mark Fjölnis skoraði Óliver Dagur Thorlacius en Vlaimir Tufegdiz skoraði fyrir Vestra. Lengjudeild kvenna Í Lengjudeild kvenna var Fylkir í þriðja sæti með þrettán stig, sex stigum minna en topplið Víkinga. FHL var með níu stig í sjöunda sæti, fimm stigum meira en botnlið Augnabliks. Þórhildur Þórhallsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks fyrir Fylki snemma leiks. Í seinni hálfleik rigndi mörkunum hinsvegar inn. Eftir rúmar tíu mínútur í seinni hálfleik jafnaði Björg Gunnlaugsdóttir leikinn. Sofia Gisella Lewis fannst það ekki nóg og kom FHL yfir þremur mínútum síðar. FHL hefði viljað flauta leikinn af þá og þegar því gestirnir úr Árbænum svöruðu mótspyrnu heimamanna með þremur mörkum. Fyrst skoraði Helga Guðrún Kristinsdóttir tvö mörk með þriggja mínútna millibili. Í lokin var það Sara Dögg Ástþórsdóttir sem innsiglaði sigurinn með marki í uppbótartíma, 2-4 sigur Fylkis því staðreynd. Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla Fylkir UMF Njarðvík Fjölnir Vestri Þór Akureyri Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Sjá meira
Lengjudeild karla Fyrir leikina í dag var Fjölnir með 17 stig. Þremur stigum minna en Afturelding en gátu með sigri komist upp að hlið þeirra á toppnum. Vestri var einungis með fimm stig í tíunda sæti, jafn mörg og Leiknir í fallsæti. Njarðvík var með einu stigi meira en Vestri í níunda sæti en Þór var með tólf stig í fimmta sæti. Í báðum leikjum karlameginn var jafnt þegar liðin gengu til búningsklefa. Markalaust var í Fjölnir – Vestri en staðan var 1-1 í Njarðvík – Þór. Þorsteinn Örn Bernharðsson kom Njarðvíkingum yfir snemma leiks en Elmar Þór Jónsson jafnaði metin um miðjan hálfleikinn fyrir Þór. Eftir sjö mínútna leik í síðari hálfleik var Oumar Diouck búinn að koma Njarðvík aftur yfir. Alexander Már Þorláksson missnotaði víti um tíu mínútum síðar fyrir Þór. Liðsfélagi hans Elmar Þór Jónsson bætti við öðru marki sínu tveimur mínútum síðar og 2-2 jafntefli því staðreynd. Bæði mörkin í 1-1 jafntefli Fjölnis og Vestra komu á stuttu millibili á 63. til 66. mínútu. Mark Fjölnis skoraði Óliver Dagur Thorlacius en Vlaimir Tufegdiz skoraði fyrir Vestra. Lengjudeild kvenna Í Lengjudeild kvenna var Fylkir í þriðja sæti með þrettán stig, sex stigum minna en topplið Víkinga. FHL var með níu stig í sjöunda sæti, fimm stigum meira en botnlið Augnabliks. Þórhildur Þórhallsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks fyrir Fylki snemma leiks. Í seinni hálfleik rigndi mörkunum hinsvegar inn. Eftir rúmar tíu mínútur í seinni hálfleik jafnaði Björg Gunnlaugsdóttir leikinn. Sofia Gisella Lewis fannst það ekki nóg og kom FHL yfir þremur mínútum síðar. FHL hefði viljað flauta leikinn af þá og þegar því gestirnir úr Árbænum svöruðu mótspyrnu heimamanna með þremur mörkum. Fyrst skoraði Helga Guðrún Kristinsdóttir tvö mörk með þriggja mínútna millibili. Í lokin var það Sara Dögg Ástþórsdóttir sem innsiglaði sigurinn með marki í uppbótartíma, 2-4 sigur Fylkis því staðreynd.
Lengjudeild kvenna Lengjudeild karla Fylkir UMF Njarðvík Fjölnir Vestri Þór Akureyri Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Sjá meira