Innlent

Svandís sat fyrir svörum á nefndarfundi

Ólafur Björn Sverrisson og Samúel Karl Ólason skrifa
Frá fundinum í dag.
Frá fundinum í dag. Vísir/Vilhelm

Atvinnuveganefnd Alþingis kemur saman á fundi klukkan ellefu í dag þar sem fjallað verður um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um tímabundna stöðvun á veiðum langreyða.

Ása Þórhildur Þórðardóttir, Ásgerður Snævarr, Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir og Kári Gautason frá matvælaráðuneytinu munu einnig mæta á fund nefndarinnar.

Stefán Vagn Stefánsson, er formaður atvinnuveganefndar en í henni sitja einnig Gísli Rafn Ólafsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Hildur Sverrisdóttir, Inga Sæland, Teitur Björn Einarsson og Þórarinn Ingi Pétursson. Áheyrnarfulltrúar eru Oddný G. Harðardóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Fundurinn hófst klukkan ellefu í dag. Upptöku af fundinum má sjá hér að neðan. Þar að neðan má svo sjá textalýsingu, þar sem farið var yfir það helsta sem gerðist á fundinum.

Smellið á F5 eða endurhlaðið síðuna ef vaktin birtist ekki hér að neðan.


Tengdar fréttir

Vaktin: Baulað og klappað á fundi um hval­veiði­bann á Akra­nesi

Andrúmsloftið var þrúgandi á fundi Verkalýðsfélags Akraness um tímabundið hvalveiðibann. Baulað var á ræðuhaldara og klappað fyrir öðrum. Matvælaráðherra, þingmenn og formaður Verkalýðsfélags Akraness héldu ræður og sátu fyrir svörum á fundinum.

Sveitarstjórnin harmar ákvörðun Svandísar

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir vonbrigðum og harmar hversu seint ákvörðun matvælaráðherra um tímabundna stöðvun hvalveiða er framkomin.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×