Hannes afhenti Selenskí trúnaðarbréf sitt Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. júní 2023 17:41 Hannes Heimisson, sendiherra, afhendir Selenskí Úkraínuforseta trúnaðarbréf sitt. Stjórnarráðið Hannes Heimisson, sendiherra Íslands í Varsjá, afhenti í gær Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu. Athöfnin fór fram við kirkju heilagrar Soffíu í Kænugarði. Að henni lokinni átti Hannes tvíhliða fund með forsetanum þar sem þeir ræddu um söguleg tengsl Íslands og Úkraínu og mikilvægi samstöðu með Úkraínu gagnvart innrásarstríðinu. Ísland muni styðja við málstað Úkraínu Í fréttatilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að Hannes hafi borið Úkraínuforseta kveðju íslenskra stjórnvalda og íslensku þjóðarinnar og hann hafi lýsti aðdáun á hugrekki Úkraínumanna gegn innrás Rússlands. Einnig greindi hann frá því að mikil samstaða væri á Íslandi um stuðning við Úkraínu. Þá greindi Hannes frá því á fundi þeirra að Ísland myndi leggja áherslu á að styrkja samskipti við Úkraínu á næstu árum, taka þátt í að styðja varnarbaráttu landsins og uppbyggingu og styðja áfram við Úkraínu með framlögum í tengslum við varnir landsins og mannúðarmál. Þessu til viðbótar sagði hann Ísland muni leggja áherslu á að styðja við málstað Úkraínu með pólitískum hætti ásamt því að efla viðskiptaleg og menningarleg tengsl milli landanna. Þakkaði Íslendingum fyrir stuðninginn Í tilkynningu á vef úkraínskra stjórnvalda kemur fram að Zelensky hafi þakkað Íslandi fyrir stuðning við Úkraínu. Óskaði hann Íslandi til hamingju með formennsku í Evrópuráðinu og nýafstaðin leiðtogafund í Reykjavík. Í því samhengi tiltók hann sérstaklega stofnun tjónaskrárinnar sem er liður í að draga Rússland til ábyrgðar fyrir þann skaða sem innrás þeirra hefur valdið. Ísland opnaði sendiráð í Póllandi á síðasta ári en auk Póllands eru Búlgaría, Rúmenía og Úkraína í umdæmi sendiráðsins. Áður var Úkraína á meðal umdæmisríkja sendiráðs Íslands í Helsinki. Nú þegar trúnaðarbréf hefur verið afhent getur Hannes formlega hafið störf sem sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu. Sendiherrar fjögurra annarra ríkja gagnvart Úkraínu afhentu trúnaðarbréf í sömu athöfn. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð Íslands Utanríkismál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Athöfnin fór fram við kirkju heilagrar Soffíu í Kænugarði. Að henni lokinni átti Hannes tvíhliða fund með forsetanum þar sem þeir ræddu um söguleg tengsl Íslands og Úkraínu og mikilvægi samstöðu með Úkraínu gagnvart innrásarstríðinu. Ísland muni styðja við málstað Úkraínu Í fréttatilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að Hannes hafi borið Úkraínuforseta kveðju íslenskra stjórnvalda og íslensku þjóðarinnar og hann hafi lýsti aðdáun á hugrekki Úkraínumanna gegn innrás Rússlands. Einnig greindi hann frá því að mikil samstaða væri á Íslandi um stuðning við Úkraínu. Þá greindi Hannes frá því á fundi þeirra að Ísland myndi leggja áherslu á að styrkja samskipti við Úkraínu á næstu árum, taka þátt í að styðja varnarbaráttu landsins og uppbyggingu og styðja áfram við Úkraínu með framlögum í tengslum við varnir landsins og mannúðarmál. Þessu til viðbótar sagði hann Ísland muni leggja áherslu á að styðja við málstað Úkraínu með pólitískum hætti ásamt því að efla viðskiptaleg og menningarleg tengsl milli landanna. Þakkaði Íslendingum fyrir stuðninginn Í tilkynningu á vef úkraínskra stjórnvalda kemur fram að Zelensky hafi þakkað Íslandi fyrir stuðning við Úkraínu. Óskaði hann Íslandi til hamingju með formennsku í Evrópuráðinu og nýafstaðin leiðtogafund í Reykjavík. Í því samhengi tiltók hann sérstaklega stofnun tjónaskrárinnar sem er liður í að draga Rússland til ábyrgðar fyrir þann skaða sem innrás þeirra hefur valdið. Ísland opnaði sendiráð í Póllandi á síðasta ári en auk Póllands eru Búlgaría, Rúmenía og Úkraína í umdæmi sendiráðsins. Áður var Úkraína á meðal umdæmisríkja sendiráðs Íslands í Helsinki. Nú þegar trúnaðarbréf hefur verið afhent getur Hannes formlega hafið störf sem sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu. Sendiherrar fjögurra annarra ríkja gagnvart Úkraínu afhentu trúnaðarbréf í sömu athöfn.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð Íslands Utanríkismál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira