Íbúar ósáttir við grjóthaug á stærð við íbúðarhús Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. júní 2023 07:45 Eins og sjá má er grjóthrúgan ofan í nærliggjandi fjölbýlishúsi. Vísir/Vilhelm Íbúar í Seljahverfi í Reykjavík eru ósáttir við grjóthaug sem safnast hefur upp á horni Álfabakka og Árskóga í hverfinu vegna framkvæmda. Formaður íbúaráðs bíður svara frá umhverfis-og skipulagsráði vegna haugsins en samkvæmt svörum borgarfulltrúa er um að ræða uppgröft sem nýta á í nýjan vetrargarð í Seljahverfi. „Þarna er komið heilt fjall af efni sem er jafnhátt og nýbyggð íbúðablokk,“ skrifar íbúi sem vekur athygli á haugnum í grennd við ÍR heimilið í Breiðholti á íbúahópi Seljahverfis og Bakkana. Þar standa nú yfir framkvæmdir, meðal annars við byggingu nýrrar verslunar Garðheima auk nýrra hjólastíga.Sara Björg Sigurðardóttir, formaður íbúaráðs Breiðholts, segir í samtali við Vísi að hún hafi óskað eftir úttekt frá umhverfis-og skipulagssviði borgarinnar. Sviðið sendi eftirlitsmenn á staðinn í gær og á Sara enn eftir að fá þær niðurstöður í hendurnar.Hún segist skilja vel óánægju íbúa vegna haugsins en íbúar hafa meðal annars nefnt að töluvert sandfok sé af völdum hans. Að öðru leyti segist hún ekki vilja tjá sig um hauginn þar til frekar niðurstöður umhverfissviðs liggja fyrir. Mikið sandfok er af grjóthrúgunni að sögn íbúa. Vísir/Vilhelm ÍR-ingar kannast ekki við uppgröftinn Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, upplýsir íbúa á Facebook hópi Seljahverfis um að hann hafi spurst fyrir um framkvæmdirnar.„Efnishaugurinn er uppgröftur úr grunni fjölnotahúss ÍR. Ætlunin er að nota uppgröftinn sem uppfyllingu í vetrargarð, sem fyrirhugað er að stækka í Efra Breiðholti. Vegna tafa við gatnagerð, sem er á forræði Vegagerðarinnar, hefur orðið bið á því að efninu úr haugnum sé ekið af svæðinu,“ segir í svörum Kjartans.„Eitthvað úr efnishaugnum verður notað í áframhaldandi landmótun á ÍR-svæðinu og þá verður lóðin í kringum fjölnotahúsið jafnframt kláruð.“ Ólafur Gylfason, meðstjórnandi ÍR, segir í svörum til Vísis að þau svör sem Kjartan hafi fengið séu ekki rétt. Uppgröfturinn sé ekki úr grunni húsana á ÍR-svæðinu. „Það er líka komið bílastæði fyrir trukka við hliðina á þessum haug sem er með ólíkindum enda alls ekki inni á neinu deiliskipulagi frekar en grjóthaugurinn,“ skrifar Ólafur. „Það hefur ekkert gengið að fá svör hjá Reykjavíkurborg um á hvers vegum þessi tvö tilvik eru né hvort þetta sé hreinilega leyfilegt.“ Fréttin var uppfærð með svörum Ólafs Gylfasonar, meðstjórnanda í stjórn ÍR. Reykjavík Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
„Þarna er komið heilt fjall af efni sem er jafnhátt og nýbyggð íbúðablokk,“ skrifar íbúi sem vekur athygli á haugnum í grennd við ÍR heimilið í Breiðholti á íbúahópi Seljahverfis og Bakkana. Þar standa nú yfir framkvæmdir, meðal annars við byggingu nýrrar verslunar Garðheima auk nýrra hjólastíga.Sara Björg Sigurðardóttir, formaður íbúaráðs Breiðholts, segir í samtali við Vísi að hún hafi óskað eftir úttekt frá umhverfis-og skipulagssviði borgarinnar. Sviðið sendi eftirlitsmenn á staðinn í gær og á Sara enn eftir að fá þær niðurstöður í hendurnar.Hún segist skilja vel óánægju íbúa vegna haugsins en íbúar hafa meðal annars nefnt að töluvert sandfok sé af völdum hans. Að öðru leyti segist hún ekki vilja tjá sig um hauginn þar til frekar niðurstöður umhverfissviðs liggja fyrir. Mikið sandfok er af grjóthrúgunni að sögn íbúa. Vísir/Vilhelm ÍR-ingar kannast ekki við uppgröftinn Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, upplýsir íbúa á Facebook hópi Seljahverfis um að hann hafi spurst fyrir um framkvæmdirnar.„Efnishaugurinn er uppgröftur úr grunni fjölnotahúss ÍR. Ætlunin er að nota uppgröftinn sem uppfyllingu í vetrargarð, sem fyrirhugað er að stækka í Efra Breiðholti. Vegna tafa við gatnagerð, sem er á forræði Vegagerðarinnar, hefur orðið bið á því að efninu úr haugnum sé ekið af svæðinu,“ segir í svörum Kjartans.„Eitthvað úr efnishaugnum verður notað í áframhaldandi landmótun á ÍR-svæðinu og þá verður lóðin í kringum fjölnotahúsið jafnframt kláruð.“ Ólafur Gylfason, meðstjórnandi ÍR, segir í svörum til Vísis að þau svör sem Kjartan hafi fengið séu ekki rétt. Uppgröfturinn sé ekki úr grunni húsana á ÍR-svæðinu. „Það er líka komið bílastæði fyrir trukka við hliðina á þessum haug sem er með ólíkindum enda alls ekki inni á neinu deiliskipulagi frekar en grjóthaugurinn,“ skrifar Ólafur. „Það hefur ekkert gengið að fá svör hjá Reykjavíkurborg um á hvers vegum þessi tvö tilvik eru né hvort þetta sé hreinilega leyfilegt.“ Fréttin var uppfærð með svörum Ólafs Gylfasonar, meðstjórnanda í stjórn ÍR.
Reykjavík Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira