Tekur upp hanskann fyrir ráðherra og segir bannið óumflýjanlegt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. júní 2023 21:15 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir stóra verkið framundan vera að banna hvalveiðar til frambúðar. Vísir/Steingrímur Dúi Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna tekur upp hanskann fyrir matvælaráðherra vegna ákvörðunar um að leggja á tímabundið bann við hvalveiðum, það hafi verið óumflýjanlegt. Formaður atvinnuveganefndar hefur boðað til fundar með ráðherra á föstudag klukkan 11. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um tímabundið hvalveiðibann er umdeild hér á Íslandi en hún hefur líka fangað athygli umheimsins eins og sést á umfjöllunum stóru fjölmiðlanna úti í heimi á borð við Guardian, Al Jazeera, Independent og Reuters. Andrés Ingi skrifaði á sínum tíma ályktun með Svandísi ályktun um bann við hvalveiðum sem var samþykkt á Landsfundi VG árið 2015 þegar Andrés var enn í flokknum. Hann er ánægður með útspil Svandísar. „Þetta er skynsamleg niðurstaða og í rauninni það eina sem hægt var að gera. Það hefur lengi legið fyrir að hvalveiðar geta ekki staðist þær kröfur sem við gerum til aflífunar á dýrum í nútímasamfélagi þannig að ég hefði nú viljað sjá þetta gerast fyrr en þetta var óhjákvæmilegt.“ Hann segir að tímasetning bannsins skipti ekki öllu máli í stóra samhenginu. „Þessi rekstur hefur náttúrulega verið allur í óvissu síðustu vikur, það var ekki fyrr en fyrir fjórum dögum að þau [Hvalur hf.] fengu yfir höfuð starfsleyfi fyrir aðstöðunni þarna í Hvalfirði en hluti af töfinni er líka að Hvalur hf. barðist um á hæl og hnakka gegn þessari eftirlitsskýrslu MAST í allan vetur og tafði væntanlega birtingu hennar töluvert. Auðvitað hefði verið betra að fá þessa niðurstöðu fyrr en ég held það breyti ekki öllu.“ Andrés þekkir vel til VG-liða og kjósendahóps hans. Hann telur kjósendur flokksins vera ánægða með bannið. „Það sem mér sýnist er að fólk sé bara dálítið ánægt með sína konu, þarna stóð hún með náttúrunni og það er auðvitað það sem ráðherrar eiga að gera,“ segir Andrés og bætir við: „Ég bara vona að hún hafi stuðning innan flokksins til að fylgja þessu eftir núna í haust af því að það er nú stóra verkið sem er framundan að gera þetta bann varanlegt.“ Segir gagnrýnina mest til heimabrúks Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákvörðunin væri til marks um óeðlilega og ósanngjarna stjórnsýslu. Andrés telur að það sé ekki djúpt á þeim ágreiningi sem ríkir um málið innan ríkisstjórnarinnar heldur sé gagnrýnin mest til heimabrúks. Andstaðan sé þó mest innan Sjálfstæðisflokks. „Ég held að hagsmunatengslin í Sjálfstæðisflokkinn telji töluvuert. Þarna er náttúrulega verið að snerta við pyngjunni hjá fólki sem á lóðbeinan aðgang að Valhöll, það gæti haft eitthvað að segja. En hugmyndafræðilega, þá held ég að það sé ekki djúpt á þessu.“Þú heldur ekki að þetta verði til þess að ríkisstjórnin riði til falls?„Ég held að þessi stjórn vilji vera saman, bara sama hvað og dæmin síðustu sex árin sanna það,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Boðar nefndarmenn á fund í atvinnuveganefnd vegna málsins Stefán Vagn Stefánsson er formaður atvinnuveganefndar þingsins en hann hefur boðað til fundar á föstudag vegna málsins. Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, hefur boðað nefndarmenn til fundar á föstudag til að taka þetta mál fyrir og mun matvælaráðherra sitja fyrir svörum. „Það er bara mjög mikilvægt að nefndinni gefist tækifæri til þess að spyrja ráðherrann milliliðalaust um þessa ákvörðun, hvernig hún var tilkomin því það er ekkert langt síðan ráðherrann sat fyrir sömu nefnd og sagði að það væru ekki lagalegar heimildir til að stöðva þessar sömu veiðar,“ segir Stefán. Þá veltir hann því fyrir sér hvort ekki þurfi að koma til móts við starfsfólkið. „Hér eru um tvö hundruð störf að ræða sem eru núna að falla niður og hvort að ákvörðun sem ríkið tekur eins og er gert núna - það er ríkið sem er að taka þessa ákvörðun núna - að slaufa þessum störfum hvort það þurfi að koma með einhverjar mótvægisaðgerðir inn í samfélagið á móti,“ segir Stefán. Hvalir Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Píratar Tengdar fréttir Skyndilegt bann ekki góð stjórnsýsla að sögn bæjarstjórnar Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar segist furða sig á vinnubrögðum matvælaráðherra í tengslum við skyndilegt bann á hvalveiðum út sumarið. Stjórnin segir atvinnu- og tekjumissi fjölda heimila ein afleiðinga þess. 21. júní 2023 20:54 Stjórnin gæti haltrað áfram í ástlausu hjónabandi Stjórnarandstaðan greinir á um hvort að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann við hvalveiðum hafi verið rétt en tímasetningin kom flestum á óvart. Það blasi við að sambúðin á ástlausu stjórnarheimilinu sé orðin krefjandi. 21. júní 2023 15:00 Segir ákvörðun ráðherrans til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun Matvælaráðherra um tímabundið bann við hvalveiðum vera til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu. Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni koma saman til fundar sem allra fyrst til að fá skýringar frá ráðherranum. 21. júní 2023 12:37 Svandís segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra telur umdeilda ákvörðun sína um að stöðva hvalveiðar sem áttu að hefjast á morgun ekki hafa nein áhrif á stjórnarsamstarfið. 20. júní 2023 17:09 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar hefur boðað til fundar með ráðherra á föstudag klukkan 11. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um tímabundið hvalveiðibann er umdeild hér á Íslandi en hún hefur líka fangað athygli umheimsins eins og sést á umfjöllunum stóru fjölmiðlanna úti í heimi á borð við Guardian, Al Jazeera, Independent og Reuters. Andrés Ingi skrifaði á sínum tíma ályktun með Svandísi ályktun um bann við hvalveiðum sem var samþykkt á Landsfundi VG árið 2015 þegar Andrés var enn í flokknum. Hann er ánægður með útspil Svandísar. „Þetta er skynsamleg niðurstaða og í rauninni það eina sem hægt var að gera. Það hefur lengi legið fyrir að hvalveiðar geta ekki staðist þær kröfur sem við gerum til aflífunar á dýrum í nútímasamfélagi þannig að ég hefði nú viljað sjá þetta gerast fyrr en þetta var óhjákvæmilegt.“ Hann segir að tímasetning bannsins skipti ekki öllu máli í stóra samhenginu. „Þessi rekstur hefur náttúrulega verið allur í óvissu síðustu vikur, það var ekki fyrr en fyrir fjórum dögum að þau [Hvalur hf.] fengu yfir höfuð starfsleyfi fyrir aðstöðunni þarna í Hvalfirði en hluti af töfinni er líka að Hvalur hf. barðist um á hæl og hnakka gegn þessari eftirlitsskýrslu MAST í allan vetur og tafði væntanlega birtingu hennar töluvert. Auðvitað hefði verið betra að fá þessa niðurstöðu fyrr en ég held það breyti ekki öllu.“ Andrés þekkir vel til VG-liða og kjósendahóps hans. Hann telur kjósendur flokksins vera ánægða með bannið. „Það sem mér sýnist er að fólk sé bara dálítið ánægt með sína konu, þarna stóð hún með náttúrunni og það er auðvitað það sem ráðherrar eiga að gera,“ segir Andrés og bætir við: „Ég bara vona að hún hafi stuðning innan flokksins til að fylgja þessu eftir núna í haust af því að það er nú stóra verkið sem er framundan að gera þetta bann varanlegt.“ Segir gagnrýnina mest til heimabrúks Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákvörðunin væri til marks um óeðlilega og ósanngjarna stjórnsýslu. Andrés telur að það sé ekki djúpt á þeim ágreiningi sem ríkir um málið innan ríkisstjórnarinnar heldur sé gagnrýnin mest til heimabrúks. Andstaðan sé þó mest innan Sjálfstæðisflokks. „Ég held að hagsmunatengslin í Sjálfstæðisflokkinn telji töluvuert. Þarna er náttúrulega verið að snerta við pyngjunni hjá fólki sem á lóðbeinan aðgang að Valhöll, það gæti haft eitthvað að segja. En hugmyndafræðilega, þá held ég að það sé ekki djúpt á þessu.“Þú heldur ekki að þetta verði til þess að ríkisstjórnin riði til falls?„Ég held að þessi stjórn vilji vera saman, bara sama hvað og dæmin síðustu sex árin sanna það,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Boðar nefndarmenn á fund í atvinnuveganefnd vegna málsins Stefán Vagn Stefánsson er formaður atvinnuveganefndar þingsins en hann hefur boðað til fundar á föstudag vegna málsins. Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, hefur boðað nefndarmenn til fundar á föstudag til að taka þetta mál fyrir og mun matvælaráðherra sitja fyrir svörum. „Það er bara mjög mikilvægt að nefndinni gefist tækifæri til þess að spyrja ráðherrann milliliðalaust um þessa ákvörðun, hvernig hún var tilkomin því það er ekkert langt síðan ráðherrann sat fyrir sömu nefnd og sagði að það væru ekki lagalegar heimildir til að stöðva þessar sömu veiðar,“ segir Stefán. Þá veltir hann því fyrir sér hvort ekki þurfi að koma til móts við starfsfólkið. „Hér eru um tvö hundruð störf að ræða sem eru núna að falla niður og hvort að ákvörðun sem ríkið tekur eins og er gert núna - það er ríkið sem er að taka þessa ákvörðun núna - að slaufa þessum störfum hvort það þurfi að koma með einhverjar mótvægisaðgerðir inn í samfélagið á móti,“ segir Stefán.
Hvalir Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Píratar Tengdar fréttir Skyndilegt bann ekki góð stjórnsýsla að sögn bæjarstjórnar Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar segist furða sig á vinnubrögðum matvælaráðherra í tengslum við skyndilegt bann á hvalveiðum út sumarið. Stjórnin segir atvinnu- og tekjumissi fjölda heimila ein afleiðinga þess. 21. júní 2023 20:54 Stjórnin gæti haltrað áfram í ástlausu hjónabandi Stjórnarandstaðan greinir á um hvort að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann við hvalveiðum hafi verið rétt en tímasetningin kom flestum á óvart. Það blasi við að sambúðin á ástlausu stjórnarheimilinu sé orðin krefjandi. 21. júní 2023 15:00 Segir ákvörðun ráðherrans til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun Matvælaráðherra um tímabundið bann við hvalveiðum vera til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu. Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni koma saman til fundar sem allra fyrst til að fá skýringar frá ráðherranum. 21. júní 2023 12:37 Svandís segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra telur umdeilda ákvörðun sína um að stöðva hvalveiðar sem áttu að hefjast á morgun ekki hafa nein áhrif á stjórnarsamstarfið. 20. júní 2023 17:09 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Skyndilegt bann ekki góð stjórnsýsla að sögn bæjarstjórnar Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar segist furða sig á vinnubrögðum matvælaráðherra í tengslum við skyndilegt bann á hvalveiðum út sumarið. Stjórnin segir atvinnu- og tekjumissi fjölda heimila ein afleiðinga þess. 21. júní 2023 20:54
Stjórnin gæti haltrað áfram í ástlausu hjónabandi Stjórnarandstaðan greinir á um hvort að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann við hvalveiðum hafi verið rétt en tímasetningin kom flestum á óvart. Það blasi við að sambúðin á ástlausu stjórnarheimilinu sé orðin krefjandi. 21. júní 2023 15:00
Segir ákvörðun ráðherrans til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun Matvælaráðherra um tímabundið bann við hvalveiðum vera til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu. Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni koma saman til fundar sem allra fyrst til að fá skýringar frá ráðherranum. 21. júní 2023 12:37
Svandís segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra telur umdeilda ákvörðun sína um að stöðva hvalveiðar sem áttu að hefjast á morgun ekki hafa nein áhrif á stjórnarsamstarfið. 20. júní 2023 17:09