Söguleg endurkoma Moldóvu gegn Póllandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2023 13:30 Moldóva vann vægast sagt óvæntan sigur. Harry Langer/Getty Images Segja má að sigur Moldóvu á Póllandi í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Sérstaklega ef horft er til þess að Pólverjar voru 2-0 yfir í hálfleik. Á Chişinău-vellinum í Moldóvu voru 9442 sálir mættar til að sjá heimaliðið taka á móti Póllandi. Moldóva var með tvö stig að loknum þremur leikjum á meðan Pólland var með þrjú að loknum tveimur. Fyrir fram var búist við nokkuð öruggum sigri gestanna enda þeir í 23. sæti heimslista FIFA. Á meðan Moldóva situr í 171. sæti af 211 þjóðum. Sigurinn svo sannarlega sögulegur og hvað þá ef horft er í hvaða þjóðir Moldóva hefur unnið undanfarin misseri og ár. The FIFA rankings of the last five teams Moldova have beaten: Azerbaijan: 124 Andorra: 153 Latvia: 132 Liechenstein: 199 Poland: 23A truly historic night. pic.twitter.com/G8o6TND3Qh— Squawka Live (@Squawka_Live) June 20, 2023 Síðustu sigurleikir liðsins komu í Þjóðadeildinni þar sem Moldóva lagði Liechtenstein tvívegis, Lettland og Andorra. Fara þarf aftur til 8. júní árið 2019 til að finna síðasta sigurleik liðsins í undankeppni EM eða HM. Sá kom gegn Andorra og var eini sigur liðsins í þeirri undankeppni. Fara þarf alla leið aftur til 2013 til að finna sigur í undankeppni sem kom ekki gegn San Marínó eða Andorra. Þá vann Moldóva óvæntan 5-2 útisigur á Svartfjallalandi. Til að gera sigurinn á Póllandi enn sætari þá kom Moldóva til baka eftir að lenda 2-0 undir. Báðir framherjar Póllands, Robert Lewandowski og Arkadiusz Milik, skoruðu í fyrri hálfleik og virtist leiknum einfaldlega lokið. Allt kom fyrir ekki en Ion Nicolaescu skoraði tvívegis og jafnaði þar með metin áður en varnarmaðurinn Vladyslav Baboglo tryggði Moldóvu einn fræknasta sigur í sögu þjóðarinnar. Historic night for Moldova - one of Europe's worst teams with a FIFA rank of 171 - as they come from two down to BEAT 23rd-ranked Poland, 148 places above them in the rankings!!!It is the first time they have come from two goals down to win a competitive game this century!!! pic.twitter.com/G7xXQ1lUub— The Sweeper (@SweeperPod) June 20, 2023 Sigurinn lyfti Moldóvu upp í 3. sæti E-riðils með 5 stig, tveimur meira en Pólland sem á leik til góða. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
Á Chişinău-vellinum í Moldóvu voru 9442 sálir mættar til að sjá heimaliðið taka á móti Póllandi. Moldóva var með tvö stig að loknum þremur leikjum á meðan Pólland var með þrjú að loknum tveimur. Fyrir fram var búist við nokkuð öruggum sigri gestanna enda þeir í 23. sæti heimslista FIFA. Á meðan Moldóva situr í 171. sæti af 211 þjóðum. Sigurinn svo sannarlega sögulegur og hvað þá ef horft er í hvaða þjóðir Moldóva hefur unnið undanfarin misseri og ár. The FIFA rankings of the last five teams Moldova have beaten: Azerbaijan: 124 Andorra: 153 Latvia: 132 Liechenstein: 199 Poland: 23A truly historic night. pic.twitter.com/G8o6TND3Qh— Squawka Live (@Squawka_Live) June 20, 2023 Síðustu sigurleikir liðsins komu í Þjóðadeildinni þar sem Moldóva lagði Liechtenstein tvívegis, Lettland og Andorra. Fara þarf aftur til 8. júní árið 2019 til að finna síðasta sigurleik liðsins í undankeppni EM eða HM. Sá kom gegn Andorra og var eini sigur liðsins í þeirri undankeppni. Fara þarf alla leið aftur til 2013 til að finna sigur í undankeppni sem kom ekki gegn San Marínó eða Andorra. Þá vann Moldóva óvæntan 5-2 útisigur á Svartfjallalandi. Til að gera sigurinn á Póllandi enn sætari þá kom Moldóva til baka eftir að lenda 2-0 undir. Báðir framherjar Póllands, Robert Lewandowski og Arkadiusz Milik, skoruðu í fyrri hálfleik og virtist leiknum einfaldlega lokið. Allt kom fyrir ekki en Ion Nicolaescu skoraði tvívegis og jafnaði þar með metin áður en varnarmaðurinn Vladyslav Baboglo tryggði Moldóvu einn fræknasta sigur í sögu þjóðarinnar. Historic night for Moldova - one of Europe's worst teams with a FIFA rank of 171 - as they come from two down to BEAT 23rd-ranked Poland, 148 places above them in the rankings!!!It is the first time they have come from two goals down to win a competitive game this century!!! pic.twitter.com/G7xXQ1lUub— The Sweeper (@SweeperPod) June 20, 2023 Sigurinn lyfti Moldóvu upp í 3. sæti E-riðils með 5 stig, tveimur meira en Pólland sem á leik til góða.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira