Umspil blasir við jafnvel þó að Ísland tapaði öllum leikjum Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2023 08:01 Guðlaugur Victor Pálsson stóð sig frábærlega með íslenska landsliðinu gegn Portúgal og Slóvakíu, og verður væntanlega í lykilhlutverki í haust og í umspilinu í mars ef til þess kemur. Vísir/Hulda Margrét Eftir töpin tvö síðustu daga er vissulega orðið afar langsótt að Ísland nái í EM-farseðil í haust. Þið ykkar sem hafið áhuga á að fylgja strákunum á EM í þýsku sólinni næsta sumar ættuð samt ekki að örvænta. Enn er svo sannarlega von, og það jafnvel þó að allir leikirnir í haust töpuðust. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er því miður strax komið sjö stigum á eftir Slóvakíu í baráttunni um 2. sæti J-riðils í undankeppni EM, og þar með baráttunni um að fylgja Portúgal upp úr riðlinum. Fjórum umferðum af tíu í undankeppninni er lokið og það þarf hreinlega allt að ganga upp hjá Íslandi í leikjunum sex í haust til að liðið komist upp í 2. sæti. En ef það tekst ekki? Jú, þá fer Ísland næstum því alveg örugglega (ég skil í raun ekki af hverju ég slæ þennan varnagla) í umspilið í lok mars á næsta ári, tæpum þremur mánuðum áður en EM hefst. Tölfræðiveitan Gracenote segir nú 91% líkur á að Íslandi komist ekki beint á EM en fari í umspil. Heimaleikur á Tenerife í mars? Það er nefnilega þannig að UEFA notast við lokastöðu Þjóðadeildar til að raða liðum inn í umspilið. Þið munið eftir Þjóðadeildinni? Þar lenti Ísland í 2. sæti í sínum riðli í B-deild (þar sem vissulega var heppilegt að Rússlandi skyldi sparkað út vegna innrásarinnar í Úkraínu), á eftir Ísrael en ofar Albaníu. Í umspilinu er leikið um þrjú síðustu sætin á EM, í þremur aðskildum fjögurra liða umspilum þar sem fram fara undanúrslit og úrslitaleikur. Hærra skráð lið fá heimaleik í undanúrslitum en dregið er um það hvaða lið fá úrslitaleik á heimavelli. Reyndar er erfitt að sjá að Ísland geti spilað á heimavelli í lok mars, vegna vallaraðstæðna, en KSÍ hefur meðal annars horft til Tenerife og Alicante hvað þetta varðar. Inni í umspilinu eins og staðan er í dag Ef einhver er ekki búinn að missa þráðinn núna þá er hér mynd sem sýnir hvernig raðað yrði í umspilið, miðað við núverandi stöðu í undankeppninni. Tuttugu lið (tvö efstu í hverjum riðli) komast sem sagt beint á EM í gegnum undankeppnina, Þýskaland á öruggt sæti sem gestgjafi, og þá eru eftir þrjú laus sæti í gegnum þrjú fjögurra liða umspil. Eins og staðan er núna færi Ísland í umspil með Ísrael, Bosníu og Noregi, og þyrfti að spila á útivelli gegn Ísrael í undanúrslitum, sem er ekki ókleifur múr. En þessi tafla hér að ofan er villandi því til að mynda eru Spánn, Króatía, Ítalía og Holland neðarlega í sínum riðlum í undankeppninni vegna þess að þau voru upptekin við að spila í úrslitum Þjóðadeildarinnar núna í júní. Það má alveg reikna með því að þau vinni sig öll upp í haust og fái öruggan farseðil á EM. Í mesta lagi sex efri lið mættu missa af öruggu sæti Ef að færri en fjögur lið úr A-deild komast ekki beint á EM úr undankeppninni þá mun Eistland (sigurvegari D-deildar) fá fyrsta umspilssætið sem losnar og því næst lið úr B-deild eins og þarf. Í sem einföldustu máli má því segja að af þeim 22 liðum sem enduðu fyrir ofan Ísland í Þjóðadeildinni þyrftu sjö að klúðra því að komast beint á EM í gegnum undankeppnina, til þess að Ísland kæmist ekki í umspilið ef á þyrfti að halda. Finnst einhverjum það líklegt? Ég ákvað að setja upp líklegri lokastöðu fyrir umspilið, sem sjá má hér að neðan, og þar er Wales eina liðið úr A-deild sem fer í A-deildarumspilið. Lið sem unnu sinn riðil í B-deildinni, en komust ekki beint á EM, fara í B-deildarumspilið en lið eins og Ísland og Noregur myndu geta lent í A- eða B-deildarumspilinu, og yrði dregið um það. Tölfræðiveitan Gracenote er sammála mér og segir að miðað við núverandi stöðu sé líklegast að þessi tólf lið fari í umspil, raðað eftir líkum: Bosnía, Georgía, Ísland, Wales, Kasakstan, Eistland, Grikkland, Lúxemborg, Ísrael, Noregur, Úkraína og Slóvenía. Auðvitað er enn möguleiki á að Ísland nái 2. sæti J-riðils og komist beint á EM. En þá þarf liðið að láta góða frammistöðu eins og gegn Portúgal og Slóvakíu breytast í sigra, strax gegn Lúxemborg og Bosníu í september. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er því miður strax komið sjö stigum á eftir Slóvakíu í baráttunni um 2. sæti J-riðils í undankeppni EM, og þar með baráttunni um að fylgja Portúgal upp úr riðlinum. Fjórum umferðum af tíu í undankeppninni er lokið og það þarf hreinlega allt að ganga upp hjá Íslandi í leikjunum sex í haust til að liðið komist upp í 2. sæti. En ef það tekst ekki? Jú, þá fer Ísland næstum því alveg örugglega (ég skil í raun ekki af hverju ég slæ þennan varnagla) í umspilið í lok mars á næsta ári, tæpum þremur mánuðum áður en EM hefst. Tölfræðiveitan Gracenote segir nú 91% líkur á að Íslandi komist ekki beint á EM en fari í umspil. Heimaleikur á Tenerife í mars? Það er nefnilega þannig að UEFA notast við lokastöðu Þjóðadeildar til að raða liðum inn í umspilið. Þið munið eftir Þjóðadeildinni? Þar lenti Ísland í 2. sæti í sínum riðli í B-deild (þar sem vissulega var heppilegt að Rússlandi skyldi sparkað út vegna innrásarinnar í Úkraínu), á eftir Ísrael en ofar Albaníu. Í umspilinu er leikið um þrjú síðustu sætin á EM, í þremur aðskildum fjögurra liða umspilum þar sem fram fara undanúrslit og úrslitaleikur. Hærra skráð lið fá heimaleik í undanúrslitum en dregið er um það hvaða lið fá úrslitaleik á heimavelli. Reyndar er erfitt að sjá að Ísland geti spilað á heimavelli í lok mars, vegna vallaraðstæðna, en KSÍ hefur meðal annars horft til Tenerife og Alicante hvað þetta varðar. Inni í umspilinu eins og staðan er í dag Ef einhver er ekki búinn að missa þráðinn núna þá er hér mynd sem sýnir hvernig raðað yrði í umspilið, miðað við núverandi stöðu í undankeppninni. Tuttugu lið (tvö efstu í hverjum riðli) komast sem sagt beint á EM í gegnum undankeppnina, Þýskaland á öruggt sæti sem gestgjafi, og þá eru eftir þrjú laus sæti í gegnum þrjú fjögurra liða umspil. Eins og staðan er núna færi Ísland í umspil með Ísrael, Bosníu og Noregi, og þyrfti að spila á útivelli gegn Ísrael í undanúrslitum, sem er ekki ókleifur múr. En þessi tafla hér að ofan er villandi því til að mynda eru Spánn, Króatía, Ítalía og Holland neðarlega í sínum riðlum í undankeppninni vegna þess að þau voru upptekin við að spila í úrslitum Þjóðadeildarinnar núna í júní. Það má alveg reikna með því að þau vinni sig öll upp í haust og fái öruggan farseðil á EM. Í mesta lagi sex efri lið mættu missa af öruggu sæti Ef að færri en fjögur lið úr A-deild komast ekki beint á EM úr undankeppninni þá mun Eistland (sigurvegari D-deildar) fá fyrsta umspilssætið sem losnar og því næst lið úr B-deild eins og þarf. Í sem einföldustu máli má því segja að af þeim 22 liðum sem enduðu fyrir ofan Ísland í Þjóðadeildinni þyrftu sjö að klúðra því að komast beint á EM í gegnum undankeppnina, til þess að Ísland kæmist ekki í umspilið ef á þyrfti að halda. Finnst einhverjum það líklegt? Ég ákvað að setja upp líklegri lokastöðu fyrir umspilið, sem sjá má hér að neðan, og þar er Wales eina liðið úr A-deild sem fer í A-deildarumspilið. Lið sem unnu sinn riðil í B-deildinni, en komust ekki beint á EM, fara í B-deildarumspilið en lið eins og Ísland og Noregur myndu geta lent í A- eða B-deildarumspilinu, og yrði dregið um það. Tölfræðiveitan Gracenote er sammála mér og segir að miðað við núverandi stöðu sé líklegast að þessi tólf lið fari í umspil, raðað eftir líkum: Bosnía, Georgía, Ísland, Wales, Kasakstan, Eistland, Grikkland, Lúxemborg, Ísrael, Noregur, Úkraína og Slóvenía. Auðvitað er enn möguleiki á að Ísland nái 2. sæti J-riðils og komist beint á EM. En þá þarf liðið að láta góða frammistöðu eins og gegn Portúgal og Slóvakíu breytast í sigra, strax gegn Lúxemborg og Bosníu í september.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira