Breiðablik gæti mætt FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2023 10:44 Eru Blikar á leið á Parken? Vísir/Hulda Margrét Ef allt gengur upp munu Íslandsmeistarar Breiðabliks og Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahafnar mætast í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Þrír Íslendingar eru meðal leikmanna FCK, þar á meðal sonur þjálfara Breiðabliks. Í morgun var dregið í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA í Nyon í Sviss. Þar kom það á daginn að fari svo að Breiðablik fari í gegnum umspilið, sem fram fer hér á landi, sem og fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar þá munu Kópavogspiltar mæta Kaupmannahafnarpiltum. FC Kaupmannahöfn er mikil Íslendinganýlenda en landsliðsmennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson leika með liðinu sem og Orri Steinn, sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar – þjálfara Breiðabliks. Leið Breiðabliks Íslandsmeistararnir hefja leik í umspili fyrir forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Spilað verður á Íslandi, Kópavogsvelli nánar tiltekið. Breiðablik mætir Tre Penne frá San Marínó í undanúrslitum umspilsins á þriðjudaginn kemur, 27. júní. Vinni Breiðablik þann leik fer það í úrslit umspilsin, sá leikur fer fram 30. júní. Þar mæta Blikar annað hvort Atlètic Club d'Escaldes frá Andorra eða Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi. Breiðablik og síðarnefnda liðið elduðu grátt silfur saman á síðustu leiktíð. Fari svo að Breiðablik fari í gegnum umspilið bíður þeirra viðureign við Írlandsmeistara Shamrock Rovers í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Þar er leikið heima og að heiman. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir svo FCK. Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Í morgun var dregið í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA í Nyon í Sviss. Þar kom það á daginn að fari svo að Breiðablik fari í gegnum umspilið, sem fram fer hér á landi, sem og fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar þá munu Kópavogspiltar mæta Kaupmannahafnarpiltum. FC Kaupmannahöfn er mikil Íslendinganýlenda en landsliðsmennirnir Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson leika með liðinu sem og Orri Steinn, sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar – þjálfara Breiðabliks. Leið Breiðabliks Íslandsmeistararnir hefja leik í umspili fyrir forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Spilað verður á Íslandi, Kópavogsvelli nánar tiltekið. Breiðablik mætir Tre Penne frá San Marínó í undanúrslitum umspilsins á þriðjudaginn kemur, 27. júní. Vinni Breiðablik þann leik fer það í úrslit umspilsin, sá leikur fer fram 30. júní. Þar mæta Blikar annað hvort Atlètic Club d'Escaldes frá Andorra eða Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi. Breiðablik og síðarnefnda liðið elduðu grátt silfur saman á síðustu leiktíð. Fari svo að Breiðablik fari í gegnum umspilið bíður þeirra viðureign við Írlandsmeistara Shamrock Rovers í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Þar er leikið heima og að heiman. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir svo FCK.
Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira