Utan vallar: Framför og full ástæða til bjartsýni þrátt fyrir grátleg úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2023 10:01 Åge Hareide, landsliðsþjálfari, faðmar Guðlaug Victor - besta mann Íslands - eftir súrt tap gegn Portúgal. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir Portúgal með minnsta mun á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2024 í gær, þriðjudag. Nokkrum dögum áður tapaði einnig liðið á súran hátt gegn Slóvakíu. Þrátt fyrir það virðist landinn talsvert bjartsýnni eftir þetta verkefni drengjanna heldur en undanfarin misseri. Það þarf ekkert að skafa ofan af því: Ísland fékk ekki stig út úr leikjunum tveimur og möguleikarnir á að komast á Evrópumótið í Þýskalandi næsta sumar eru orðnir heldur litlir þó vissulega sé enn von. Þrátt fyrir það voru mikil batamerki á liðinu og frammistaðan allt önnur en undanfarin misseri. Í nóvember 2021 skrifaði undirritaður pistil sem þennan sem hét „Ljós við enda ganganna.“ Var þar farið yfir stöðu mála hjá íslenska karlalandsliðinu og því lýst yfir að bjartari tímar væru framundan eftir mikinn öldudal. Við skulum vona að þessi pistill hér í dag eldist betur. Aftur, það þýðir ekkert að fara eins og köttur í kringum heitan graut. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan sá pistill var skrifaður og í raun síðan Ísland hóf leik í undankeppni EM 2024 fyrr á þessu ári. Arnar Þór Viðarsson var látinn taka poka sinn og inn kom norski reynsluboltinn Åge Hareide. Ólíkt forvera sínum hefur Hareide varla stigið feilspor á blaðamannafundum eða þegar kemur að því að tjá sig um landsliðið. Vissulega hefur hann ekki þurft að glíma við sama storm og þegar Arnar Þór var nýtekinn við en hér er verða aðeins hlutir innan knattspyrnuvallarins til umræðu. Hareide tók Albert Guðmundsson strax inn í hlýjan faðm sinn. Þó Albert hefði mátt skora gegn Slóvakíu sást vel hversu öflugur leikmaður hann er og hversu gott vopn hann er fyrir landsliðið. Mynd segir meira en 1000 orð.Vísir/Hulda Margrét Þá var leikkerfinu breytt, farið var aftur í „gömlu góðu gildin“ sem einkenndu liðið á gullaldarárum sínum. Eins og landsliðsmönnum var tíðrætt eftir leikinn gegn Portúgal, þá vantaði bara smá heppni. Hefðu hlutirnir „fallið“ með íslenska liðinu hefði það náð í að lágmarki tvö stig úr leikjunum tveimur en þó líklegast fjögur, sem frammistaðan í leikjunum tveimur verðskuldaði. Mögulega spyrjið þið ykkur, hver er þá ástæðan fyrir þessari miklu bjartsýni? Það er liðsheildin, samheldnin og „íslenska geðveikin.“ Það var ekki að sjá að menn væru með stjörnur í augunum þegar leikmenn Portúgals trítluðu út á Laugardalsvöll í gær. Þar var valinn maður í hverju rúmi, lúxus sem íslenska liðið býr ekki við. En það er nefnilega málið, það skipti engu máli. Eins og leikmenn sögðu sjálfir, þeir fylgdu leikplani … og það svínvirkaði, svona að mestu. Rúnar Alex fer inn í þvögu af leikmönnum til að handsama knöttinn.Vísir/Hulda Margrét Svo má taka einstaklings frammistöðu. Rúnar Alex Rúnarsson var í fantaformi í leikjunum tveimur og verður seint hægt að kenna honum um mörkin sem Ísland fékk á sig þó einhver hafi reynt. Mögnuð varsla frá Cristiano Ronaldo stendur upp úr þó svo að Portúgalinn hafi verið flaggaður rangstæður. Einnig átti hann magnaða vörslu gegn Slóvakíu og svo er hrein unun að sjá hversu rólegur hann er á boltann. Varnarlínan stóð sig með prýði ef frá eru talin einstaklingsmistök eins og þau þegar fyrra mark Slóvakíu kemur. Þar spilar reynsla stóran þátt og vonandi að slík mistök heyri nú sögunni til. Miðsvæði Íslands var reglulegt umræðuefni þegar Arnar Þór var með liðið virkaði oft á tíðum alltof opið og andstæðingar Íslands áttu auðvelt með að þræða boltann í gegnum miðju íslenska liðsins. Það rann því kaldur sviti niður bak fólks þegar það sá Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingva Traustason saman á miðri miðjunni gegn Portúgal. Arnór Ingvi djúpur á miðju í afhroðinu gegn Bosníu-Hersegóvínu. Þar átti hann ekki góðan leik og fékk 3 í einkunn hjá Íþróttadeild Vísis. Um frammistöðu Arnórs Ingva í Bosníu sagði: „Margir hafa eflaust verið furðu lostnir að sjá Arnór Ingva sem aftasta miðjumann og skilja sjálfsagt enn minna í því eftir leikinn. Verður aldrei sakaður um að leggja sig ekki allan fram, hlaupa og berjast, en gerði lítið til að verja vörnina og bjó ekki til tenginguna sem þurfti milli varnar og miðju. Tekinn út af á 82. mínútu.“ Það var því eðlilegt að fólk hafi hugsað með sér að mögulega hefðu Hareide og Jóhannes Karl Guðjónsson aðstoðarþjálfari átt að velja fleiri miðjumenn í hópinn þar sem bæði Birkir Bjarnason og Aron Einar Gunnarsson voru ekki leikfærir fyrir síðari leikinn. Arnór Ingvi var allstaðar.Vísir/Hulda Margrét Slíkar áhyggjur voru hins vegar óþarfi þar sem Arnór Ingvi var hreint út sagt magnaður í gær. Gaf hann leikmönnum Portúgals ekki eina sekúndu til að anda og virtist um tíma sem það væri á fleiri en einum stað í einu. Einnig mætti hér nefna Valgeir Lunddal Friðriksson sem setti Rafael Leão og João Cancelo í sitthvorn rassvasann, Willum Þór Willumsson sem var frábær áður en hann fékk [óverðskuldað] seinna gula, Jón Dag Þorsteinsson sem elskar að spila með íslenska landsliðinu, Albert Guðmundsson, Hörð Björgvin Magnússon og raun nærri alla leikmenn liðsins sem og þjálfarateymið. Daniel Siebert dómari fær ekki jólakort frá Willum og fjölskyldu.Vísir/Vilhelm Það er þó einn leikmaður sem bar af og það verður einfaldlega að minnast á Guðlaug Victor Pálsson. Hann var maður leiksins að mati Íþróttadeildar Vísis í báðum leikjum þrátt fyrir að spila á miðri miðjunni gegn Slóvakíu og svo miðverði gegn Portúgal. Frammistöðurnar sem hann sýndi eftir að missa stjúpfaðir sinn skömmu áður en leikirnir fóru fram er eitthvað sem erfitt er að lýsa með orðum. Það er í raun ekki hægt. Hann fær einnig hrós fyrir að mæta og ræða við fjölmiðla eftir leik þegar það var deginum ljósara að honum langaði heim í faðm fjölskyldunnar. Þrátt fyrir gríðarlega svekkjandi úrslit, algjör grísamörk andstæðingsins og súran endi á báðum leikjum er að mati undirritaðs full ástæða til bjartsýni. Eins og Guðlaugur Victor sagði, þetta snýst um smáatriði og ef íslenska liðið lagfærir 1-2 slík þá mun það vinna fótboltaleiki, og nóg af þeim. Áfram Ísland! Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Utan vallar Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Portúgal 0-1 | Ronaldo afgreiddi Ísland eftir rauða spjaldið Ísland varð að sætta sig við afar grátlegt tap gegn Portúgal á Laugardalsvelli í kvöld, 1-0, þar sem Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið í lok leiks. 20. júní 2023 22:38 Kennir Willum og Herði ekki um: „Portúgalinn oflék þetta“ Åge Hareide segir það ekki hafa verið Herði Björgvini Magnússyni að kenna að Portúgalar skyldu sleppa við rangstöðu í markinu gegn Íslandi í kvöld, og að Willum Þór Willumsson hafi ekki verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk. 20. júní 2023 22:03 Framtíð Íslands mjög björt og ótrúlegt að sjá hvað þjálfarinn hefur gert Roberto Martínez, þjálfari Portúgals, var afar hrifinn af frammistöðu Íslands í kvöld og segist lengi hafa notið þess að fylgjast með íslenska liðinu spila. Það hvarflaði aldrei að honum að taka Cristiano Ronaldo af velli, áður en hann skoraði eina mark leiksins á 90. mínútu. 20. júní 2023 22:23 Myndasyrpa: Strákarnir okkar tóku á móti Ronaldo og félögum Það gekk mikið á þegar Ísland tók á móti Portúgal á Laugardalsvelli í gær. Portúgal fór með sigur af hólmi eftir mark Cristiano Ronaldo í uppbótartíma. 21. júní 2023 07:01 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Það þarf ekkert að skafa ofan af því: Ísland fékk ekki stig út úr leikjunum tveimur og möguleikarnir á að komast á Evrópumótið í Þýskalandi næsta sumar eru orðnir heldur litlir þó vissulega sé enn von. Þrátt fyrir það voru mikil batamerki á liðinu og frammistaðan allt önnur en undanfarin misseri. Í nóvember 2021 skrifaði undirritaður pistil sem þennan sem hét „Ljós við enda ganganna.“ Var þar farið yfir stöðu mála hjá íslenska karlalandsliðinu og því lýst yfir að bjartari tímar væru framundan eftir mikinn öldudal. Við skulum vona að þessi pistill hér í dag eldist betur. Aftur, það þýðir ekkert að fara eins og köttur í kringum heitan graut. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan sá pistill var skrifaður og í raun síðan Ísland hóf leik í undankeppni EM 2024 fyrr á þessu ári. Arnar Þór Viðarsson var látinn taka poka sinn og inn kom norski reynsluboltinn Åge Hareide. Ólíkt forvera sínum hefur Hareide varla stigið feilspor á blaðamannafundum eða þegar kemur að því að tjá sig um landsliðið. Vissulega hefur hann ekki þurft að glíma við sama storm og þegar Arnar Þór var nýtekinn við en hér er verða aðeins hlutir innan knattspyrnuvallarins til umræðu. Hareide tók Albert Guðmundsson strax inn í hlýjan faðm sinn. Þó Albert hefði mátt skora gegn Slóvakíu sást vel hversu öflugur leikmaður hann er og hversu gott vopn hann er fyrir landsliðið. Mynd segir meira en 1000 orð.Vísir/Hulda Margrét Þá var leikkerfinu breytt, farið var aftur í „gömlu góðu gildin“ sem einkenndu liðið á gullaldarárum sínum. Eins og landsliðsmönnum var tíðrætt eftir leikinn gegn Portúgal, þá vantaði bara smá heppni. Hefðu hlutirnir „fallið“ með íslenska liðinu hefði það náð í að lágmarki tvö stig úr leikjunum tveimur en þó líklegast fjögur, sem frammistaðan í leikjunum tveimur verðskuldaði. Mögulega spyrjið þið ykkur, hver er þá ástæðan fyrir þessari miklu bjartsýni? Það er liðsheildin, samheldnin og „íslenska geðveikin.“ Það var ekki að sjá að menn væru með stjörnur í augunum þegar leikmenn Portúgals trítluðu út á Laugardalsvöll í gær. Þar var valinn maður í hverju rúmi, lúxus sem íslenska liðið býr ekki við. En það er nefnilega málið, það skipti engu máli. Eins og leikmenn sögðu sjálfir, þeir fylgdu leikplani … og það svínvirkaði, svona að mestu. Rúnar Alex fer inn í þvögu af leikmönnum til að handsama knöttinn.Vísir/Hulda Margrét Svo má taka einstaklings frammistöðu. Rúnar Alex Rúnarsson var í fantaformi í leikjunum tveimur og verður seint hægt að kenna honum um mörkin sem Ísland fékk á sig þó einhver hafi reynt. Mögnuð varsla frá Cristiano Ronaldo stendur upp úr þó svo að Portúgalinn hafi verið flaggaður rangstæður. Einnig átti hann magnaða vörslu gegn Slóvakíu og svo er hrein unun að sjá hversu rólegur hann er á boltann. Varnarlínan stóð sig með prýði ef frá eru talin einstaklingsmistök eins og þau þegar fyrra mark Slóvakíu kemur. Þar spilar reynsla stóran þátt og vonandi að slík mistök heyri nú sögunni til. Miðsvæði Íslands var reglulegt umræðuefni þegar Arnar Þór var með liðið virkaði oft á tíðum alltof opið og andstæðingar Íslands áttu auðvelt með að þræða boltann í gegnum miðju íslenska liðsins. Það rann því kaldur sviti niður bak fólks þegar það sá Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingva Traustason saman á miðri miðjunni gegn Portúgal. Arnór Ingvi djúpur á miðju í afhroðinu gegn Bosníu-Hersegóvínu. Þar átti hann ekki góðan leik og fékk 3 í einkunn hjá Íþróttadeild Vísis. Um frammistöðu Arnórs Ingva í Bosníu sagði: „Margir hafa eflaust verið furðu lostnir að sjá Arnór Ingva sem aftasta miðjumann og skilja sjálfsagt enn minna í því eftir leikinn. Verður aldrei sakaður um að leggja sig ekki allan fram, hlaupa og berjast, en gerði lítið til að verja vörnina og bjó ekki til tenginguna sem þurfti milli varnar og miðju. Tekinn út af á 82. mínútu.“ Það var því eðlilegt að fólk hafi hugsað með sér að mögulega hefðu Hareide og Jóhannes Karl Guðjónsson aðstoðarþjálfari átt að velja fleiri miðjumenn í hópinn þar sem bæði Birkir Bjarnason og Aron Einar Gunnarsson voru ekki leikfærir fyrir síðari leikinn. Arnór Ingvi var allstaðar.Vísir/Hulda Margrét Slíkar áhyggjur voru hins vegar óþarfi þar sem Arnór Ingvi var hreint út sagt magnaður í gær. Gaf hann leikmönnum Portúgals ekki eina sekúndu til að anda og virtist um tíma sem það væri á fleiri en einum stað í einu. Einnig mætti hér nefna Valgeir Lunddal Friðriksson sem setti Rafael Leão og João Cancelo í sitthvorn rassvasann, Willum Þór Willumsson sem var frábær áður en hann fékk [óverðskuldað] seinna gula, Jón Dag Þorsteinsson sem elskar að spila með íslenska landsliðinu, Albert Guðmundsson, Hörð Björgvin Magnússon og raun nærri alla leikmenn liðsins sem og þjálfarateymið. Daniel Siebert dómari fær ekki jólakort frá Willum og fjölskyldu.Vísir/Vilhelm Það er þó einn leikmaður sem bar af og það verður einfaldlega að minnast á Guðlaug Victor Pálsson. Hann var maður leiksins að mati Íþróttadeildar Vísis í báðum leikjum þrátt fyrir að spila á miðri miðjunni gegn Slóvakíu og svo miðverði gegn Portúgal. Frammistöðurnar sem hann sýndi eftir að missa stjúpfaðir sinn skömmu áður en leikirnir fóru fram er eitthvað sem erfitt er að lýsa með orðum. Það er í raun ekki hægt. Hann fær einnig hrós fyrir að mæta og ræða við fjölmiðla eftir leik þegar það var deginum ljósara að honum langaði heim í faðm fjölskyldunnar. Þrátt fyrir gríðarlega svekkjandi úrslit, algjör grísamörk andstæðingsins og súran endi á báðum leikjum er að mati undirritaðs full ástæða til bjartsýni. Eins og Guðlaugur Victor sagði, þetta snýst um smáatriði og ef íslenska liðið lagfærir 1-2 slík þá mun það vinna fótboltaleiki, og nóg af þeim. Áfram Ísland!
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Utan vallar Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Portúgal 0-1 | Ronaldo afgreiddi Ísland eftir rauða spjaldið Ísland varð að sætta sig við afar grátlegt tap gegn Portúgal á Laugardalsvelli í kvöld, 1-0, þar sem Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið í lok leiks. 20. júní 2023 22:38 Kennir Willum og Herði ekki um: „Portúgalinn oflék þetta“ Åge Hareide segir það ekki hafa verið Herði Björgvini Magnússyni að kenna að Portúgalar skyldu sleppa við rangstöðu í markinu gegn Íslandi í kvöld, og að Willum Þór Willumsson hafi ekki verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk. 20. júní 2023 22:03 Framtíð Íslands mjög björt og ótrúlegt að sjá hvað þjálfarinn hefur gert Roberto Martínez, þjálfari Portúgals, var afar hrifinn af frammistöðu Íslands í kvöld og segist lengi hafa notið þess að fylgjast með íslenska liðinu spila. Það hvarflaði aldrei að honum að taka Cristiano Ronaldo af velli, áður en hann skoraði eina mark leiksins á 90. mínútu. 20. júní 2023 22:23 Myndasyrpa: Strákarnir okkar tóku á móti Ronaldo og félögum Það gekk mikið á þegar Ísland tók á móti Portúgal á Laugardalsvelli í gær. Portúgal fór með sigur af hólmi eftir mark Cristiano Ronaldo í uppbótartíma. 21. júní 2023 07:01 Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Portúgal 0-1 | Ronaldo afgreiddi Ísland eftir rauða spjaldið Ísland varð að sætta sig við afar grátlegt tap gegn Portúgal á Laugardalsvelli í kvöld, 1-0, þar sem Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið í lok leiks. 20. júní 2023 22:38
Kennir Willum og Herði ekki um: „Portúgalinn oflék þetta“ Åge Hareide segir það ekki hafa verið Herði Björgvini Magnússyni að kenna að Portúgalar skyldu sleppa við rangstöðu í markinu gegn Íslandi í kvöld, og að Willum Þór Willumsson hafi ekki verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk. 20. júní 2023 22:03
Framtíð Íslands mjög björt og ótrúlegt að sjá hvað þjálfarinn hefur gert Roberto Martínez, þjálfari Portúgals, var afar hrifinn af frammistöðu Íslands í kvöld og segist lengi hafa notið þess að fylgjast með íslenska liðinu spila. Það hvarflaði aldrei að honum að taka Cristiano Ronaldo af velli, áður en hann skoraði eina mark leiksins á 90. mínútu. 20. júní 2023 22:23
Myndasyrpa: Strákarnir okkar tóku á móti Ronaldo og félögum Það gekk mikið á þegar Ísland tók á móti Portúgal á Laugardalsvelli í gær. Portúgal fór með sigur af hólmi eftir mark Cristiano Ronaldo í uppbótartíma. 21. júní 2023 07:01
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti