Keahótel taka við Hótel Grímsborgum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júní 2023 14:31 Páll L. Sigurjónsson og Helga Guðný Margrétardóttir við Hótel Grímsborgir. Kea hótel Keahótel hafa tekið við rekstri Hótel Grímsborga í Grímsnesi, með undirritun samnings þess efnis í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kea Hótelum. Þar kemur fram að samningurinn sé til tuttugu ára og nær hann yfir alla starfsemi hótelsins, þar með talið veitingastað, funda- og ráðstefnusali og veisluþjónustu. Grímsborgir eru tíunda hótelið undir hatti Keahótela, sem rekur fyrir hótel í Reykjavík, Akureyri, Vík og á Siglufirði. Ólafur Laufdal, veitingamaður, hefur rekið Hótel Grímsborgir um árabil þar til nú. Í tilkynningunni segir að Grímsborgir verði í meginatriðum reknar í óbreyttri mynd, þar sem áhersla verðurlögð á fjölbreytta þjónustu við ferðamenn og fyrirtæki. Segir að auk glæsilegrar gistiaðstöðu fyrir 240 gesti býður Hótel Grímsborgir upp á mjög góða aðstöðu og þjónustu fyrir hvers kyns fundi og veislur, kynningar, ráðstefnur, hópefli og aðra viðburði. Haft er eftir Páli L. Sigurjónssyni, forstjóra Keahótela, að Hótel Grímsborgir smellpassi inn í rekstur Keahótela og er hann bjartsýnn á framhaldið. „Við tökum við góðu búi og hlökkum til að vinna með frábæru starfsfólki Hótel Grímsborga, sem hefur náð einstökum árangri á undanförnum árum með góðri þjónustu og aðbúnaði. Það er sérstaklega áhugavert hversu mikil eftirspurn er eftir funda- og vinnuferðaþjónustu frá innlendum og erlendum fyrirtækjum. Við munum leggja aukna áherslu á slíkt, enda eru Grímsborgir stutt frá Reykjavík og henta því vel í vinnutengda þjónustu,” segir Páll. Helga Guðný Margrétar, hótelstjóri á Hótel Grímsborgum, tekur í sama streng í tilkynningunni og segir hún mikil tækifæri fólgin í breytingunni. „Það er mikil eftirvænting í okkar hópi og það er gaman verða hluti af einni stærstu hótelkeðju landsins. Við munum bæði læra af öðrum hótelum innan keðjunnar og deila okkar reynslu og þekkingu, til að hámarka ánægju okkar gesta – hvort sem þeir halda hér upp á brúðkaupsafmælið sitt, mæta á vinnufundi eða eru á ferð um Gullna hringinn. Það eru spennandi tímar framundan,” segir Helga Guðný. Grímsnes- og Grafningshreppur Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Þar kemur fram að samningurinn sé til tuttugu ára og nær hann yfir alla starfsemi hótelsins, þar með talið veitingastað, funda- og ráðstefnusali og veisluþjónustu. Grímsborgir eru tíunda hótelið undir hatti Keahótela, sem rekur fyrir hótel í Reykjavík, Akureyri, Vík og á Siglufirði. Ólafur Laufdal, veitingamaður, hefur rekið Hótel Grímsborgir um árabil þar til nú. Í tilkynningunni segir að Grímsborgir verði í meginatriðum reknar í óbreyttri mynd, þar sem áhersla verðurlögð á fjölbreytta þjónustu við ferðamenn og fyrirtæki. Segir að auk glæsilegrar gistiaðstöðu fyrir 240 gesti býður Hótel Grímsborgir upp á mjög góða aðstöðu og þjónustu fyrir hvers kyns fundi og veislur, kynningar, ráðstefnur, hópefli og aðra viðburði. Haft er eftir Páli L. Sigurjónssyni, forstjóra Keahótela, að Hótel Grímsborgir smellpassi inn í rekstur Keahótela og er hann bjartsýnn á framhaldið. „Við tökum við góðu búi og hlökkum til að vinna með frábæru starfsfólki Hótel Grímsborga, sem hefur náð einstökum árangri á undanförnum árum með góðri þjónustu og aðbúnaði. Það er sérstaklega áhugavert hversu mikil eftirspurn er eftir funda- og vinnuferðaþjónustu frá innlendum og erlendum fyrirtækjum. Við munum leggja aukna áherslu á slíkt, enda eru Grímsborgir stutt frá Reykjavík og henta því vel í vinnutengda þjónustu,” segir Páll. Helga Guðný Margrétar, hótelstjóri á Hótel Grímsborgum, tekur í sama streng í tilkynningunni og segir hún mikil tækifæri fólgin í breytingunni. „Það er mikil eftirvænting í okkar hópi og það er gaman verða hluti af einni stærstu hótelkeðju landsins. Við munum bæði læra af öðrum hótelum innan keðjunnar og deila okkar reynslu og þekkingu, til að hámarka ánægju okkar gesta – hvort sem þeir halda hér upp á brúðkaupsafmælið sitt, mæta á vinnufundi eða eru á ferð um Gullna hringinn. Það eru spennandi tímar framundan,” segir Helga Guðný.
Grímsnes- og Grafningshreppur Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira