Ætlar að skoða umdeild samskipti starfsmanna borgarinnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júní 2023 13:50 Starfsmenn borgarinnar hrósuðu happi yfir því að hafa komið sér undan að svara spurningum um dagvistunarvanda leikskólabarna í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar hyggst funda með formanni íbúaráðs Laugardalsins vegna samskipta undirmanna hennar á Facebook Messenger á meðan fundi með íbúðaráði stóð þann 12. júní síðastliðinn. Aðstoðarmaður ráðherra spyr hvort samráðsvettvangar borgarinnar sé einfaldlega upp á punt. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segir í skriflegu svari til Vísis að hún fari nú yfir málið og muni svo í kjölfarið funda með Rannveigu Ernudóttur, formanni íbúaráðs Laugardals. Anna hefur ekki svarað fyrirspurn Vísis um það hvað felst í þeirri yfirferð. DV gerði málinu skil og voru þar birt Facebook Messenger samskipti tveggja starfsmanna Reykjavíkurborgar, Guðnýjar Báru Jónsdóttur, verkefnastjóra hjá lýðræðis-og mannréttindastofu Reykjavíkurborgar og Eiríks Búa Halldórssonar, verkefnastjóra verkefnisins Hverfið mitt, þar sem þau hrósa happi yfir því að hafa komið sér undan spurningum um dagvistunarvanda á leikskólum. Fundurinn blörraður Eiríkur Búi varpaði samskiptunum óvart upp á skjá á meðan fundi stóð en fundurinn var sýndur í beinni á Youtube. Síðan þá virðist fundurinn hafa verið tekinn út og síðan birtur aftur þar sem hluti hans hefur nú verið blörraður. Ekki náðist í Guðnýju vegna málsins og þá benti Eiríkur Búi á yfirmann sinn, Önnu Kristínu vegna málsins. „Alltaf gott að þegja og gera ekki neitt. Láttu eins og þetta komi þér ekki við,“ segir Guðný við kollega sinn þegar þau ræða hvernig þau eigi að takast á við spurningar um dagvistunarmál. Samskiptin hafa vakið mikla athygli meðal foreldra leikskólabarna í Laugardal sem finnst lítið úr sér og vandanum gert. „Leyfi þeim að ræða þetta fram og til baka - reddast vonandi. Geta í mesta lagi bókað,“ sagði Eiríkur í spjallinu. Þá sagði Guðný honum að vera harður við íbúana. „Það er alltaf þannig að svar við fyrirspurn er bara lagt fram og ekkert framhald af því.“ Í framhaldinu svaraði Þorleifur Örn Gunnarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar á fundinum íbúðaráðinu vegna málsins. „Kæfði þetta,“ svaraði Eiríkur Búi. Spyr hvort lýðræðisstefna borgarinnar sé upp á punt Steinar Ingi Kolbeins, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, gerir samskipti starfsmanna Reykjavíkurborgar að umtalsefni í aðsendri grein á Vísi. Þar segir hann „Hverfið mitt“ vera gott dæmi um pólitíska snilli ráðandi afla í borginni og segir það um árabil hafa verið smjörklípuverkefni sem að margra mati hafi tekist að dreifa athygli borgarbúa frá grunnþjónustu borgarinnar sem Steinar fullyrðir að sé víðast hvar í molum. „Það er að mínu mati óþarfi að taka þessa tilteknu embættismenn fyrir og ég vil ekki gera þeim upp vondan hug. Þessi mannlegu mistök embættismannsins vekja mann engu að síður til umhugsunar. Getur verið að þetta sé allt samráðið?“ Steinar Ingi spyr hvort hugsast geti að ítarleg lýðræðisstefna borgarinnar og ýmsu samráðsvettvangar hennar séu einfaldlega upp á punt. „Kann það að vera að launaðir embættismenn borgarinnar mæti á fundi, jafnvel með beina línu til yfirmanna sinna, og þeim sé ætlað að knýja fram ákveðna niðurstöðu í málum, jafnvel að „kæfa“ þau?“ Leikskólar Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segir í skriflegu svari til Vísis að hún fari nú yfir málið og muni svo í kjölfarið funda með Rannveigu Ernudóttur, formanni íbúaráðs Laugardals. Anna hefur ekki svarað fyrirspurn Vísis um það hvað felst í þeirri yfirferð. DV gerði málinu skil og voru þar birt Facebook Messenger samskipti tveggja starfsmanna Reykjavíkurborgar, Guðnýjar Báru Jónsdóttur, verkefnastjóra hjá lýðræðis-og mannréttindastofu Reykjavíkurborgar og Eiríks Búa Halldórssonar, verkefnastjóra verkefnisins Hverfið mitt, þar sem þau hrósa happi yfir því að hafa komið sér undan spurningum um dagvistunarvanda á leikskólum. Fundurinn blörraður Eiríkur Búi varpaði samskiptunum óvart upp á skjá á meðan fundi stóð en fundurinn var sýndur í beinni á Youtube. Síðan þá virðist fundurinn hafa verið tekinn út og síðan birtur aftur þar sem hluti hans hefur nú verið blörraður. Ekki náðist í Guðnýju vegna málsins og þá benti Eiríkur Búi á yfirmann sinn, Önnu Kristínu vegna málsins. „Alltaf gott að þegja og gera ekki neitt. Láttu eins og þetta komi þér ekki við,“ segir Guðný við kollega sinn þegar þau ræða hvernig þau eigi að takast á við spurningar um dagvistunarmál. Samskiptin hafa vakið mikla athygli meðal foreldra leikskólabarna í Laugardal sem finnst lítið úr sér og vandanum gert. „Leyfi þeim að ræða þetta fram og til baka - reddast vonandi. Geta í mesta lagi bókað,“ sagði Eiríkur í spjallinu. Þá sagði Guðný honum að vera harður við íbúana. „Það er alltaf þannig að svar við fyrirspurn er bara lagt fram og ekkert framhald af því.“ Í framhaldinu svaraði Þorleifur Örn Gunnarsson, fulltrúi Samfylkingarinnar á fundinum íbúðaráðinu vegna málsins. „Kæfði þetta,“ svaraði Eiríkur Búi. Spyr hvort lýðræðisstefna borgarinnar sé upp á punt Steinar Ingi Kolbeins, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra, gerir samskipti starfsmanna Reykjavíkurborgar að umtalsefni í aðsendri grein á Vísi. Þar segir hann „Hverfið mitt“ vera gott dæmi um pólitíska snilli ráðandi afla í borginni og segir það um árabil hafa verið smjörklípuverkefni sem að margra mati hafi tekist að dreifa athygli borgarbúa frá grunnþjónustu borgarinnar sem Steinar fullyrðir að sé víðast hvar í molum. „Það er að mínu mati óþarfi að taka þessa tilteknu embættismenn fyrir og ég vil ekki gera þeim upp vondan hug. Þessi mannlegu mistök embættismannsins vekja mann engu að síður til umhugsunar. Getur verið að þetta sé allt samráðið?“ Steinar Ingi spyr hvort hugsast geti að ítarleg lýðræðisstefna borgarinnar og ýmsu samráðsvettvangar hennar séu einfaldlega upp á punt. „Kann það að vera að launaðir embættismenn borgarinnar mæti á fundi, jafnvel með beina línu til yfirmanna sinna, og þeim sé ætlað að knýja fram ákveðna niðurstöðu í málum, jafnvel að „kæfa“ þau?“
Leikskólar Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira