Segir samstarfsmenn sína í ríkisstjórn velta sér upp úr rasískum drullupolli Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2023 12:46 Ný ríkisstjórn var kynnt til sögunnar á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af Jón Gunnarssyni en ekki er víst að ráðherratíð hennar verði löng, nú hriktir í samstarfinu sem aldrei fyrr. vísir/vilhelm Samkvæmt heimildum Vísis hriktir nú í stjórnarsamstarfinu sem aldrei fyrr. Jódís Skúladóttir þingmaður Vg fer háðulegum orðum um samstarfsmenn sína í ríkisstjórn og segir hljómsveitarstjórann Bjarna Benediktsson ekki ráða við svo flókið tónverk sem tangó Jóns og Gunnu sé. Veruleg óánægja, svo vægt sé til orða tekið, er innan Sjálfstæðisflokksins með skyndilega ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva fyrirhugaðar hvalveiðar. Svandís greindi frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að ákvörðun hennar hafi verið kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun en þá ekki til atkvæðagreiðslu; þetta væri alfarið hennar ákvörðun. Átakanleg innanmein í Sjálfstæðisflokknum Og eins og til að strá salti í sárin birtir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, pistil á Facebook-síðu sinni þar sem hún fer háðulegum orðum um innanmein Sjálfstæðisflokksins. „Innanmein Sjálfstæðisflokksins eru átakanleg á að horfa. Hádramatískur tangó Jóns og Gunnu hefur verið frekar taktlaus og feilsporin stigin á sárar tærnar aftur og aftur enda virðist hljómsveitarstjórinn Bjarni Ben ekki alveg ráða við svona flókið tónverk,“ skrifar Jódís. Guðrún Hafsteinsdóttir tók við stjórnartaumum í dómsmálaráðuneytinu í gær og lét Jón Gunnarsson af störfum við það sama tækifæri. Jódís Skúladóttir segir þeirra tangódans hafa verið taktlaus og þar hafi verið stigið á sárar tærnar aftur og aftur.Vísir/Vilhelm Viðmælendur Vísis úr ranni Sjálfstæðismanna segja að stjórnarsamstarfið sé komið að fótum fram og sé nánast sama hvert litið sé. Ágreiningur í efnahagsmálum varðandi aðhaldsaðgerðir, ágreiningur um orkumálin, í lögreglumálum … eiginlega sama hvert litið er og nú blasi við fyrirvaralaus ákvörðun Svandísar varðandi hvalveiðina sem mun reynast kostnaðarsöm. Hvalfangarar Hvals hf. ætluðu sér að sigla á morgun og er búið að verja hundruðum milljóna við undirbúning veiðanna. Og þeir benda á pistil Jódísar sem dæmi um að þetta samstarf sé ekki til fagnaðar. Þeim er ekki skemmt. Velta sér upp úr rasíska drullupollinum Svo áfram sé vitnað í Jódísi sem gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn og telur samstarfið óþolandi, einkum í öllu því sem snýr að verkum Jóns Gunnarssonar fráfarandi dómsmálaráðherra: „Til að víkja athygli þjóðarinnar frá þessum darraðadansi og til að bregðst við fylgistapi, sameinast þau nú öll í að velta sér upp úr rasíska drullupollinum í von um að geta kroppað inn einhver prósent frá systurflokkum sínum í útlendingamálum, Miðflokki og Flokki fólksins.“ Jódís vandar ekki samstarfsmönnum sínum í Sjálfstæðisflokknum ekki kveðjurnar í háðulegum pistli.vísir/vilhelm Jódís segir þó merkilegast við allt þetta það að allt sem miður hefur farið í lífi Sjálfstæðisflokksins virðist vera VG að kenna, að sögn fráfarandi dómsmálaráðherra: „Hann opnar ekki á sér þverrifuna nema koma því að hvernig Vinstri græn stoppa góðu málin hans. Þetta er sérlega áhugavert í því ljósi að ítrekað fæ ég að heyra hvernig VG lætur íhaldið teyma sig yfir öll mörk og við séum viljalaus verkfæri Sjálfstæðisflokksins.“ Jódís segir að sér renni blóðið til skyldunnar og tekur þá til við að lesa Jóni og Sjálfstæðismönnum pistilinn; vill kenna þeim sitthvað um lagasetningar og mikilvægi þess að þær séu „vel ígrundaðar og að mannréttindi fólks séu höfð í forgrunni.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Alþingi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Fleiri fréttir Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira
Veruleg óánægja, svo vægt sé til orða tekið, er innan Sjálfstæðisflokksins með skyndilega ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva fyrirhugaðar hvalveiðar. Svandís greindi frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að ákvörðun hennar hafi verið kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun en þá ekki til atkvæðagreiðslu; þetta væri alfarið hennar ákvörðun. Átakanleg innanmein í Sjálfstæðisflokknum Og eins og til að strá salti í sárin birtir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, pistil á Facebook-síðu sinni þar sem hún fer háðulegum orðum um innanmein Sjálfstæðisflokksins. „Innanmein Sjálfstæðisflokksins eru átakanleg á að horfa. Hádramatískur tangó Jóns og Gunnu hefur verið frekar taktlaus og feilsporin stigin á sárar tærnar aftur og aftur enda virðist hljómsveitarstjórinn Bjarni Ben ekki alveg ráða við svona flókið tónverk,“ skrifar Jódís. Guðrún Hafsteinsdóttir tók við stjórnartaumum í dómsmálaráðuneytinu í gær og lét Jón Gunnarsson af störfum við það sama tækifæri. Jódís Skúladóttir segir þeirra tangódans hafa verið taktlaus og þar hafi verið stigið á sárar tærnar aftur og aftur.Vísir/Vilhelm Viðmælendur Vísis úr ranni Sjálfstæðismanna segja að stjórnarsamstarfið sé komið að fótum fram og sé nánast sama hvert litið sé. Ágreiningur í efnahagsmálum varðandi aðhaldsaðgerðir, ágreiningur um orkumálin, í lögreglumálum … eiginlega sama hvert litið er og nú blasi við fyrirvaralaus ákvörðun Svandísar varðandi hvalveiðina sem mun reynast kostnaðarsöm. Hvalfangarar Hvals hf. ætluðu sér að sigla á morgun og er búið að verja hundruðum milljóna við undirbúning veiðanna. Og þeir benda á pistil Jódísar sem dæmi um að þetta samstarf sé ekki til fagnaðar. Þeim er ekki skemmt. Velta sér upp úr rasíska drullupollinum Svo áfram sé vitnað í Jódísi sem gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn og telur samstarfið óþolandi, einkum í öllu því sem snýr að verkum Jóns Gunnarssonar fráfarandi dómsmálaráðherra: „Til að víkja athygli þjóðarinnar frá þessum darraðadansi og til að bregðst við fylgistapi, sameinast þau nú öll í að velta sér upp úr rasíska drullupollinum í von um að geta kroppað inn einhver prósent frá systurflokkum sínum í útlendingamálum, Miðflokki og Flokki fólksins.“ Jódís vandar ekki samstarfsmönnum sínum í Sjálfstæðisflokknum ekki kveðjurnar í háðulegum pistli.vísir/vilhelm Jódís segir þó merkilegast við allt þetta það að allt sem miður hefur farið í lífi Sjálfstæðisflokksins virðist vera VG að kenna, að sögn fráfarandi dómsmálaráðherra: „Hann opnar ekki á sér þverrifuna nema koma því að hvernig Vinstri græn stoppa góðu málin hans. Þetta er sérlega áhugavert í því ljósi að ítrekað fæ ég að heyra hvernig VG lætur íhaldið teyma sig yfir öll mörk og við séum viljalaus verkfæri Sjálfstæðisflokksins.“ Jódís segir að sér renni blóðið til skyldunnar og tekur þá til við að lesa Jóni og Sjálfstæðismönnum pistilinn; vill kenna þeim sitthvað um lagasetningar og mikilvægi þess að þær séu „vel ígrundaðar og að mannréttindi fólks séu höfð í forgrunni.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Alþingi Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Fleiri fréttir Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira