Reykvíkingur ársins er „fullkominn kennari“ sem hugsar út fyrir skólastofuna Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 20. júní 2023 11:28 Reykvíkingur ársins, Mikael Marinó Rivera segist óhræddur við að fara óhefðbundnar leiðir í kennslu. Nemendur hans lýsa honum sem fullkomnum kennara. Vísir/Sigurjón Nemendur manns sem var í dag útnefndur Reykvíkingur ársins segja hann fullkominn kennara sem geri allt fyrir nemendur sína. Sjálfur segir hann mikilvægast að hugsa út fyrir skólastofuna og að vera hress og sanngjarn. Mikael Marinó Rivera, grunnskólakennari í Rimaskóla í Grafarvogi er Reykvíkingur ársins 2023. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti valið í morgun við opnun Elliðaánna líkt og hefð er fyrir. Óskað er eftir tilnefningum frá borgarbúum og segir Dagur að Mikael hafi fengið tilnefningar fyrir að vera frábær grunnskólakennari sem fari aðrar leiðir í að virkja nemendur sem finna ekki sitt áhugasvið í hefðbundnum námsgreinum. Hann bætir við að valáfangar Mikaels hafi verið sérstaklega nefndir. „Einn þeirra fjallar um veiði, fluguveiði og að kenna krökkum að umgangast árnar og lífríkið, en líka að hnýta flugur og framvegis. Hann er líka þekktur fyrir valáfanga um Hringadróttinssögu og evrópuknattspyrnu og allskonar. Það greinilega geislaði gleði af þessum ábendingum þannig að hann er greinilega mjög vel af þessu kominn.“ Dagur B. Eggertsson tilkynnti um val á Reykvíkingi ársins við veiðihús Elliðaár í morgun. Á myndinni sést grunnskólakennarinn Mikael Marinó Rivera, sem hlaut nafnbótina í ár, ásamt nemendum sínum. Vísir/Margrét Björk Dagur segir að margar tilnefningar hafi borist líkt og undanfarin ár enda sé mikið um fólk að gera góða hluti. „Við reynum að verðlauna sérstaklega fyrir óeigingirni. Stundum er það fólk sem er frægt í hverfinu sínu fyrir að halda öllu snyrtilegu og biðja ekki um neitt í staðinn. Reykvíkingur ársins er borgarbúi sem er nokkurskonar alþýðuhetja í augum samborgara sinna.“ Kennsla þurfi ekki að fara fram innan veggja skólans Sjálfur segir Mikael að mikilvægast sé að hugsa út fyrir skólastofuna. Hann leggur mest upp úr því að vera sanngjarn, hress og að prófa eitthvað nýtt. „Þetta er bara fólk eins og við, það þarf ekkert að bregðast öðruvísi við þeim en öðri fólki. Það að vera jákvæður og duglegur að tileinka mér nýja hluti hefur fleytt mér langt í þessu í starfi.“ „Trúin flytur fjöll og dáið er allt án drauma svo það er um að gera að elta drauminn sinn,“ segir Reykvíkingur ársins, Mikael Marinó Rivera.Vísir/Sigurjón Mikael segir gríðarlega mikilvægt að hugsa út fyrir boxið í kennslu. „Þetta er kennslan,“ segir hann og bendir á nemendur sína sem standa úti í á. „Kennsla þarf ekki endilega að vera innan veggja skólans. Það er frábært hvað það er orðið mikið um að fólk sé farið að hugsa út fyrir skólastofuna. Það er allt hægt.“ Aðspurður um heilræði sem hann myndi gefa ungu fólki segir Mikael: „Að vera þú sjálfur og hafa trú á því sem þú ert að gera. Trúin flytur fjöll og dáið er allt án drauma svo það er um að gera að elta drauminn sinn.“ Aflinn ekki aðalatriðið Veiðin í morgun fór fyrir ofan garð og neðan en þrátt fyrir mikla eftirvæntingu varð bið á því að fyrsti lax ársins veiddist. Mikael náði einum sem slapp. Hann var þó ekki að mikla það fyrir sér. „Það er bara hluti af þessu sporti, þessari dásamlegu íþrótt. Ef það væri á í hverju kasti og tuttugu laxar á dag væru allir löngu hættir held ég. En það er allur dagurinn eftir, vonandi skilar hann sér á endanum.“ Mikael fékk lax í morgun sem slapp frá honum. Vísir/Margrét Björk Nemendur Mikaels í valáfanga í fluguveiði voru með honum í morgun en þetta er í annað skipti sem Mikael bauð upp á þann áfanga. „Þetta snýst ekki bara að hnýta flugurnar og æfa köstin heldur var þetta mjög fjölbreytt. Það er komið inn á náttúruverndina, inn á líffræðina og það er mikil landafræði í þessu. Svo fórum við náttúrulega í veiði, fórum tvisvar hingað í Elliðaárnar, fórum í Korpu og Grímsá í Skugga. Þannig að þeir fengu vítt samhengi í þessu öllu saman.“ „Fullkominn kennari“ Það er augljóst að Mikael Marinó hefur greinilega mikla ástríðu fyrir starfinu. „Já, þetta er besta starf í heimi og ég er ekki að fara hætta því. Ætli þetta hafi ekki verið fjórtándi veturinn minn og það eru mörg ár eftir.“ Bjarki Freyr Haraldsson og Marel Máni Fannarsson eru nemendur Mikaels. Þeir voru bjartsýnir á að fá marga fiska í dag. Vísir/Sigurjón Og nemendurnir voru á einu máli um mannkosti Mikaels. „Hann er fullkominn kennari. Besti kennari á landinu, langbesti,“ segja þeir Bjarki Freyr Haraldsson og Marel Máni Fannarsson. „Við höfum lært svo mikið af honum og svo mikill stuðningur sem maður fær frá honum. Hann gerir allt fyrir okkur og til að láta okkur líða vel.“ Hann er geggjaður. Reykjavík Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Sjá meira
Mikael Marinó Rivera, grunnskólakennari í Rimaskóla í Grafarvogi er Reykvíkingur ársins 2023. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti valið í morgun við opnun Elliðaánna líkt og hefð er fyrir. Óskað er eftir tilnefningum frá borgarbúum og segir Dagur að Mikael hafi fengið tilnefningar fyrir að vera frábær grunnskólakennari sem fari aðrar leiðir í að virkja nemendur sem finna ekki sitt áhugasvið í hefðbundnum námsgreinum. Hann bætir við að valáfangar Mikaels hafi verið sérstaklega nefndir. „Einn þeirra fjallar um veiði, fluguveiði og að kenna krökkum að umgangast árnar og lífríkið, en líka að hnýta flugur og framvegis. Hann er líka þekktur fyrir valáfanga um Hringadróttinssögu og evrópuknattspyrnu og allskonar. Það greinilega geislaði gleði af þessum ábendingum þannig að hann er greinilega mjög vel af þessu kominn.“ Dagur B. Eggertsson tilkynnti um val á Reykvíkingi ársins við veiðihús Elliðaár í morgun. Á myndinni sést grunnskólakennarinn Mikael Marinó Rivera, sem hlaut nafnbótina í ár, ásamt nemendum sínum. Vísir/Margrét Björk Dagur segir að margar tilnefningar hafi borist líkt og undanfarin ár enda sé mikið um fólk að gera góða hluti. „Við reynum að verðlauna sérstaklega fyrir óeigingirni. Stundum er það fólk sem er frægt í hverfinu sínu fyrir að halda öllu snyrtilegu og biðja ekki um neitt í staðinn. Reykvíkingur ársins er borgarbúi sem er nokkurskonar alþýðuhetja í augum samborgara sinna.“ Kennsla þurfi ekki að fara fram innan veggja skólans Sjálfur segir Mikael að mikilvægast sé að hugsa út fyrir skólastofuna. Hann leggur mest upp úr því að vera sanngjarn, hress og að prófa eitthvað nýtt. „Þetta er bara fólk eins og við, það þarf ekkert að bregðast öðruvísi við þeim en öðri fólki. Það að vera jákvæður og duglegur að tileinka mér nýja hluti hefur fleytt mér langt í þessu í starfi.“ „Trúin flytur fjöll og dáið er allt án drauma svo það er um að gera að elta drauminn sinn,“ segir Reykvíkingur ársins, Mikael Marinó Rivera.Vísir/Sigurjón Mikael segir gríðarlega mikilvægt að hugsa út fyrir boxið í kennslu. „Þetta er kennslan,“ segir hann og bendir á nemendur sína sem standa úti í á. „Kennsla þarf ekki endilega að vera innan veggja skólans. Það er frábært hvað það er orðið mikið um að fólk sé farið að hugsa út fyrir skólastofuna. Það er allt hægt.“ Aðspurður um heilræði sem hann myndi gefa ungu fólki segir Mikael: „Að vera þú sjálfur og hafa trú á því sem þú ert að gera. Trúin flytur fjöll og dáið er allt án drauma svo það er um að gera að elta drauminn sinn.“ Aflinn ekki aðalatriðið Veiðin í morgun fór fyrir ofan garð og neðan en þrátt fyrir mikla eftirvæntingu varð bið á því að fyrsti lax ársins veiddist. Mikael náði einum sem slapp. Hann var þó ekki að mikla það fyrir sér. „Það er bara hluti af þessu sporti, þessari dásamlegu íþrótt. Ef það væri á í hverju kasti og tuttugu laxar á dag væru allir löngu hættir held ég. En það er allur dagurinn eftir, vonandi skilar hann sér á endanum.“ Mikael fékk lax í morgun sem slapp frá honum. Vísir/Margrét Björk Nemendur Mikaels í valáfanga í fluguveiði voru með honum í morgun en þetta er í annað skipti sem Mikael bauð upp á þann áfanga. „Þetta snýst ekki bara að hnýta flugurnar og æfa köstin heldur var þetta mjög fjölbreytt. Það er komið inn á náttúruverndina, inn á líffræðina og það er mikil landafræði í þessu. Svo fórum við náttúrulega í veiði, fórum tvisvar hingað í Elliðaárnar, fórum í Korpu og Grímsá í Skugga. Þannig að þeir fengu vítt samhengi í þessu öllu saman.“ „Fullkominn kennari“ Það er augljóst að Mikael Marinó hefur greinilega mikla ástríðu fyrir starfinu. „Já, þetta er besta starf í heimi og ég er ekki að fara hætta því. Ætli þetta hafi ekki verið fjórtándi veturinn minn og það eru mörg ár eftir.“ Bjarki Freyr Haraldsson og Marel Máni Fannarsson eru nemendur Mikaels. Þeir voru bjartsýnir á að fá marga fiska í dag. Vísir/Sigurjón Og nemendurnir voru á einu máli um mannkosti Mikaels. „Hann er fullkominn kennari. Besti kennari á landinu, langbesti,“ segja þeir Bjarki Freyr Haraldsson og Marel Máni Fannarsson. „Við höfum lært svo mikið af honum og svo mikill stuðningur sem maður fær frá honum. Hann gerir allt fyrir okkur og til að láta okkur líða vel.“ Hann er geggjaður.
Reykjavík Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Sjá meira