Zak er í flugi til Spánar: „Við vitum ekkert hvað bíður hans“ Árni Sæberg skrifar 20. júní 2023 10:24 Zak, til vinstri á myndinni, vill ekki koma fram undir fullu nafni eða að birt sé mynd af honum í íslenskum fjölmiðlum, af ótta við rússnesk stjórnvöld. Systir hans Daria, í miðju, býr hér á landi með kærasta hennar Goða, til hægri. aðsend Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, var settur um borð í flugvél Icelandair til Barselóna nú í morgunsárið. Aðstandandi hans hér heima segir algjöra óvissu vera uppi um það hvað bíður hans á Spáni. Fréttastofa hefur undafarið fjallað um mál hælisleitandans Zaks, hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa. Hildur Blöndal Sveinsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, hefur staðið í ströngu með Zak undanfarnar vikur. Zak er bróðir tengdadóttur hennar. Hildur lýsir því í samtali við fréttastofu að Zak hafi verið staddur í Hollandi þegar byrjað var að kveðja unga menn í herinn til að berjast í innrásarstríði Rússa í Úkraínu. Í samtali við Vísi fyrir skömmu staðfesti hún að Zak hefði verið sendur úr landi í morgun. „Við vitum ekkert hvað bíður hans þegar hann lendir. En við erum í sambandi við lögfræðing, sem vonandi hittir hann þegar hann lendir og verður með honum. Hann fer væntanlega í einhverja yfirheyrslu eða eitthvað slíkt,“ segir Hildur. Hún segir að aðstandendur Zaks vonist eftir kraftaverki, að hann fái að halda áfram til Georgíu í gegnum Istanbúl á morgun. „En ég verð að segja að við erum mjög svartsýn á að svo verði. En við ætlum samt að halda í vonina enn um sinn og sjá hvernig stjórnvöld bregðast við.“ Viðbrögðin gleðja Þrátt fyrir að niðurstaðan sé vonbrigði segir Hildur að viðbrögð við fréttaflutningi af máli Zaks gleðji. „Að sjá að það er enn þá einhver mannúð í samfélaginu. Þó að það sé eitt og eitt nettröll sem maður vildi helst hafa annars staðar.“ Þá segir hún að stjórnvöld hafi einnig brugðist við fréttaflutningi. Innan við klukkustund frá því að fyrsta frétt Vísis af málinu var birt hafi Útlendingastofnun haft samband við Zak og boðið honum að koma og sækja fæðingarvottorð sitt. Hann hafði lengi staðið í stappi við kerfið um að fá mikilvæg skjöl afhent. Rætt var við Hildi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem hún fór yfir stöðuna eins og hún var í gær: Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Fréttastofa hefur undafarið fjallað um mál hælisleitandans Zaks, hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa. Hildur Blöndal Sveinsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, hefur staðið í ströngu með Zak undanfarnar vikur. Zak er bróðir tengdadóttur hennar. Hildur lýsir því í samtali við fréttastofu að Zak hafi verið staddur í Hollandi þegar byrjað var að kveðja unga menn í herinn til að berjast í innrásarstríði Rússa í Úkraínu. Í samtali við Vísi fyrir skömmu staðfesti hún að Zak hefði verið sendur úr landi í morgun. „Við vitum ekkert hvað bíður hans þegar hann lendir. En við erum í sambandi við lögfræðing, sem vonandi hittir hann þegar hann lendir og verður með honum. Hann fer væntanlega í einhverja yfirheyrslu eða eitthvað slíkt,“ segir Hildur. Hún segir að aðstandendur Zaks vonist eftir kraftaverki, að hann fái að halda áfram til Georgíu í gegnum Istanbúl á morgun. „En ég verð að segja að við erum mjög svartsýn á að svo verði. En við ætlum samt að halda í vonina enn um sinn og sjá hvernig stjórnvöld bregðast við.“ Viðbrögðin gleðja Þrátt fyrir að niðurstaðan sé vonbrigði segir Hildur að viðbrögð við fréttaflutningi af máli Zaks gleðji. „Að sjá að það er enn þá einhver mannúð í samfélaginu. Þó að það sé eitt og eitt nettröll sem maður vildi helst hafa annars staðar.“ Þá segir hún að stjórnvöld hafi einnig brugðist við fréttaflutningi. Innan við klukkustund frá því að fyrsta frétt Vísis af málinu var birt hafi Útlendingastofnun haft samband við Zak og boðið honum að koma og sækja fæðingarvottorð sitt. Hann hafði lengi staðið í stappi við kerfið um að fá mikilvæg skjöl afhent. Rætt var við Hildi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem hún fór yfir stöðuna eins og hún var í gær:
Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira