Innlent

Reyk­víkingur ársins Mikael Marinó opnaði Elliða­árnar í morgun

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Mikael Marínó var kátur í morgun við opnun Elliðaánna.
Mikael Marínó var kátur í morgun við opnun Elliðaánna. Vísir/Sigurjón

Mikael Marinó Rivera, grunn­skóla­kennari í Rima­skóla í Grafar­vogi er Reyk­víkingur ársins 2023. Dagur B. Eggerts­son borgar­stjóri til­kynnti valið í morgun við opnun Elliða­ánna en þetta er í þrettánda sinn sem Reyk­víkingur ársins er valinn.

Í til­kynningu frá Reykja­víkur­borg kemur fram að Mikael fari aðrar leiðir í að virkja nem­endur sem finna ekki sitt á­huga­svið í hefð­bundnum náms­greinum í skólanum. Þar kemur fram að hann hafi meðal annars boðið upp á val­á­fanga í flugu­veiði í Rima­skóla og kynnt flugu­veiði fyrir ung­lingum af eigin frum­kvæði þar sem hann blandar saman kennslu í náttúru- og líf­fræði við kynningu á flugu­veiði sem í­þrótt og góðu úti­vistar­tæki­færi.

Nem­endur fá fræðslu um stang­veiði, fara í flugu­kast­kennslu, fá kennslu á veiði­búnað, læra um og prófa flugu­hnýtingar, fá fræðslu um líf­ríki í ám og vötnum og fara í veiði­ferðir. Mark­miðið með veiði­á­fanganum er að blanda saman á­huga á stang­veiði og kennslu í náttúru- og líf­fræði, í­þróttum og listum.

Mikael hefur gert þetta af eigin frum­kvæði og er það liður í að kynna fyrir ungu fólki í hverju flugu­veiði felst og kenna þeim að njóta í leiðinni náttúrunnar við Elliða­árnar. Þessa viku er Mikael ein­mitt með hóp af ung­lingum úr Rima­skóla í veiði­ferð í Elliða­ánum og voru þau mætt í morgun til að fagna með kennara sínum.

Auk stang­veiði hefur hann boðið upp á ó­venju­legar val­greinar en þeirra á meðal eru: Öku­skóli Mikaels, sem er undir­búningur fyrir hefð­bundið öku­nám, Lord of the Rings, þar sem kafað er dýpra í hugar­heim Tolki­ens og hlað­varp þar sem nem­endur læra að gera hlað­vörp, allt frá hand­rita­gerð til birtingar á efni. Þá hefur Mikael einnig boðið upp á val­á­fanga um Evrópuknatt­spyrnuna þar sem farið er yfir leiki vikunnar í stærstu deildum Evrópu, farið í gamla tölvu­leiki og borð­spil.

Mikael var á heimavelli í Elliðaánum. Vísir/Sigurjón

Hikar ekki við að koma með gleðina inn í skóla­starfið

Skóla­stjóri Rima­skóla Þóranna Rósa Ólafs­dóttir segir í til­kynningu Reykja­víkur­borgar að Mikael efli góðan starfs­anda, hann sé úr­ræða­góður og hiki ekki við að koma með gleðina inn í skóla­starfið. “Hann hefur unnið þrek­virki við að efla á­huga­svið nem­enda sem eru komnir með skóla­leiða. Mikael nálgast nem­endur á fjöl­breyttan hátt.”

Reyk­víkingur ársins var að vonum á­nægður með titilinn. „Út­nefningin kom mér mjög á ó­vart, en þetta er virki­lega á­nægju­legt. Það er gaman að fá viður­kenningu fyrir kennsluna, og ég hlakka til að halda á­fram að vinna með nem­endum Rima­skóla“.

Reyk­víkingur ársins opnaði svo Elliða­árnar í boði borgar­stjórans í Reykja­vík og Stanga­veiði­fé­lags Reykja­víkur sem hefur haft um­sjón með ánum í 83 ár. Dagur B. Eggerts­son borgar­stjóri ræddi við Mikael um kennara­starfið og val­greinarnar sem hann hefur boðið upp á. Því næst var boðið upp á hressingu í veiði­húsinu við ána en að því loknu héldu Mikael og ung­mennin í veiði í Elliða­ánum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×