Reykvíkingur ársins Mikael Marinó opnaði Elliðaárnar í morgun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júní 2023 09:10 Mikael Marínó var kátur í morgun við opnun Elliðaánna. Vísir/Sigurjón Mikael Marinó Rivera, grunnskólakennari í Rimaskóla í Grafarvogi er Reykvíkingur ársins 2023. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti valið í morgun við opnun Elliðaánna en þetta er í þrettánda sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að Mikael fari aðrar leiðir í að virkja nemendur sem finna ekki sitt áhugasvið í hefðbundnum námsgreinum í skólanum. Þar kemur fram að hann hafi meðal annars boðið upp á valáfanga í fluguveiði í Rimaskóla og kynnt fluguveiði fyrir unglingum af eigin frumkvæði þar sem hann blandar saman kennslu í náttúru- og líffræði við kynningu á fluguveiði sem íþrótt og góðu útivistartækifæri. Nemendur fá fræðslu um stangveiði, fara í flugukastkennslu, fá kennslu á veiðibúnað, læra um og prófa fluguhnýtingar, fá fræðslu um lífríki í ám og vötnum og fara í veiðiferðir. Markmiðið með veiðiáfanganum er að blanda saman áhuga á stangveiði og kennslu í náttúru- og líffræði, íþróttum og listum. Mikael hefur gert þetta af eigin frumkvæði og er það liður í að kynna fyrir ungu fólki í hverju fluguveiði felst og kenna þeim að njóta í leiðinni náttúrunnar við Elliðaárnar. Þessa viku er Mikael einmitt með hóp af unglingum úr Rimaskóla í veiðiferð í Elliðaánum og voru þau mætt í morgun til að fagna með kennara sínum. Auk stangveiði hefur hann boðið upp á óvenjulegar valgreinar en þeirra á meðal eru: Ökuskóli Mikaels, sem er undirbúningur fyrir hefðbundið ökunám, Lord of the Rings, þar sem kafað er dýpra í hugarheim Tolkiens og hlaðvarp þar sem nemendur læra að gera hlaðvörp, allt frá handritagerð til birtingar á efni. Þá hefur Mikael einnig boðið upp á valáfanga um Evrópuknattspyrnuna þar sem farið er yfir leiki vikunnar í stærstu deildum Evrópu, farið í gamla tölvuleiki og borðspil. Mikael var á heimavelli í Elliðaánum. Vísir/Sigurjón Hikar ekki við að koma með gleðina inn í skólastarfið Skólastjóri Rimaskóla Þóranna Rósa Ólafsdóttir segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar að Mikael efli góðan starfsanda, hann sé úrræðagóður og hiki ekki við að koma með gleðina inn í skólastarfið. “Hann hefur unnið þrekvirki við að efla áhugasvið nemenda sem eru komnir með skólaleiða. Mikael nálgast nemendur á fjölbreyttan hátt.” Reykvíkingur ársins var að vonum ánægður með titilinn. „Útnefningin kom mér mjög á óvart, en þetta er virkilega ánægjulegt. Það er gaman að fá viðurkenningu fyrir kennsluna, og ég hlakka til að halda áfram að vinna með nemendum Rimaskóla“. Reykvíkingur ársins opnaði svo Elliðaárnar í boði borgarstjórans í Reykjavík og Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem hefur haft umsjón með ánum í 83 ár. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ræddi við Mikael um kennarastarfið og valgreinarnar sem hann hefur boðið upp á. Því næst var boðið upp á hressingu í veiðihúsinu við ána en að því loknu héldu Mikael og ungmennin í veiði í Elliðaánum. Reykjavík Stangveiði Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að Mikael fari aðrar leiðir í að virkja nemendur sem finna ekki sitt áhugasvið í hefðbundnum námsgreinum í skólanum. Þar kemur fram að hann hafi meðal annars boðið upp á valáfanga í fluguveiði í Rimaskóla og kynnt fluguveiði fyrir unglingum af eigin frumkvæði þar sem hann blandar saman kennslu í náttúru- og líffræði við kynningu á fluguveiði sem íþrótt og góðu útivistartækifæri. Nemendur fá fræðslu um stangveiði, fara í flugukastkennslu, fá kennslu á veiðibúnað, læra um og prófa fluguhnýtingar, fá fræðslu um lífríki í ám og vötnum og fara í veiðiferðir. Markmiðið með veiðiáfanganum er að blanda saman áhuga á stangveiði og kennslu í náttúru- og líffræði, íþróttum og listum. Mikael hefur gert þetta af eigin frumkvæði og er það liður í að kynna fyrir ungu fólki í hverju fluguveiði felst og kenna þeim að njóta í leiðinni náttúrunnar við Elliðaárnar. Þessa viku er Mikael einmitt með hóp af unglingum úr Rimaskóla í veiðiferð í Elliðaánum og voru þau mætt í morgun til að fagna með kennara sínum. Auk stangveiði hefur hann boðið upp á óvenjulegar valgreinar en þeirra á meðal eru: Ökuskóli Mikaels, sem er undirbúningur fyrir hefðbundið ökunám, Lord of the Rings, þar sem kafað er dýpra í hugarheim Tolkiens og hlaðvarp þar sem nemendur læra að gera hlaðvörp, allt frá handritagerð til birtingar á efni. Þá hefur Mikael einnig boðið upp á valáfanga um Evrópuknattspyrnuna þar sem farið er yfir leiki vikunnar í stærstu deildum Evrópu, farið í gamla tölvuleiki og borðspil. Mikael var á heimavelli í Elliðaánum. Vísir/Sigurjón Hikar ekki við að koma með gleðina inn í skólastarfið Skólastjóri Rimaskóla Þóranna Rósa Ólafsdóttir segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar að Mikael efli góðan starfsanda, hann sé úrræðagóður og hiki ekki við að koma með gleðina inn í skólastarfið. “Hann hefur unnið þrekvirki við að efla áhugasvið nemenda sem eru komnir með skólaleiða. Mikael nálgast nemendur á fjölbreyttan hátt.” Reykvíkingur ársins var að vonum ánægður með titilinn. „Útnefningin kom mér mjög á óvart, en þetta er virkilega ánægjulegt. Það er gaman að fá viðurkenningu fyrir kennsluna, og ég hlakka til að halda áfram að vinna með nemendum Rimaskóla“. Reykvíkingur ársins opnaði svo Elliðaárnar í boði borgarstjórans í Reykjavík og Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem hefur haft umsjón með ánum í 83 ár. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ræddi við Mikael um kennarastarfið og valgreinarnar sem hann hefur boðið upp á. Því næst var boðið upp á hressingu í veiðihúsinu við ána en að því loknu héldu Mikael og ungmennin í veiði í Elliðaánum.
Reykjavík Stangveiði Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira