Segja má að ferill Joselu hafi farið á flug með B-liði Real Madríd á árunum 2009 til 2012. Þá lék hann einn deildarleik, og skoraði eitt mark, fyrir aðallið Real tímabilið 2011 til 2012.
¿Debutar marcando? ¡Déjamelo a mí!
— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 19, 2023
21/05/2011#JoseluIsBack | @JoseluMato9 pic.twitter.com/3YjUCZlP5x
Síðan þá hefur hann spilað með Hoffenheim, Eintracht Frankfurt og Hoffenheim í Þýskalandi, Stoke og Newcastle í Englandi ásamt Deportivo, Alavés og Espanyol á Spáni. Síðastnefnda liðið féll úr La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, á síðustu leiktíð og því fékk Joselu leyfi til að fara á láni.
Real var í leit að framherja eftir að Karim Benzema hélt á vit ævintýranna, og peninganna, í Sádi-Arabíu. Hinn 33 ára gamli Joselu er ef til vill ekki sá framherji sem fjölmiðlar giskuðu á að myndi fylla skarð Benzema en hann er mættur til Madrídar og mun eins og staðan er í dag leiða framlínu félagsins á næstu leiktíð.
Rivales
— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 19, 2023
Compañeros #JoseluIsBack pic.twitter.com/tT6MX1Pxtj
Joselu á að baki 4 A-landsleiki fyrir Spán og hefur skorað 3 mörk. Tveir af þessum leikjum komu nú á síðustu dögum þegar Spánn sigraði Þjóðadeild UEFA. Sama er að segja um eitt af mörkunum en Joselu skoraði sigurmarkið gegn Ítalíu í undanúrslitum.
Lánssamningur Joselu gildir út næstu leiktíð og Real er ekki skuldbundið til að kaupa leikmanninn að honum loknum.