Um var að ræða samning sem gerður var síðla árs 2020 og var hann á sínum tíma metinn 25 milljónir Bandaríkjadala eða því sem nemur 3,5 milljörðum íslenskra króna. Stefnt var að því að hjónin myndu framleiða nokkrar þáttaraðir en einungis ein fór í framleiðslu og var það Archetype, þáttaröð úr smiðju Meghan Markle.
Bill Simmons seldi Spotify tónlistarveitunni fyrirtæki sitt Ringer árið 2020. Fyrirtækið sérhæfir sig í gerð hlaðvarpsþátta og varð Simmons að stjórnanda hjá tónlistarveitunni fyrir vikið.
„Ég vildi að ég hefði verið viðriðinn viðræðurnar um samningsslitin,“ sagði Bill í hlaðvarpsþætti sínum sem nefndur er eftir honum sjálfum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. „Fjandans eiginhagsmunaseggirnir.“ Það er hlaðvarpið sem ég hefði átt að gera með þeim,“ sagði hann.
„Ég þarf að fara á fyllerí eitt kvöldið og segja frá Zoom samtalinu sem ég átti við Harry þegar ég reyndi að hjálpa honum að finna upp á hlaðvarpsþætti. Þetta er ein af mínum bestu sögum. Fari þau fjandans til. Eiginhagsmunaseggirnir.“