Lífið

Stjórnandi Spoti­fy illur út í Harry og Meg­han

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hjónin gerðu risasamninga við streymisveitur líkt og Spotify og Netflix árið 2020.
Hjónin gerðu risasamninga við streymisveitur líkt og Spotify og Netflix árið 2020. James Devaney/GC Images/Getty

Bill Simmons, stjórnandi á sviði hlað­varps­mála hjá sænsku tón­listar­veitunni Spoti­fy, var þung­orður í garð her­toga­hjónanna Harry og Meg­han í eigin hlað­varps­þætti og kallaði hjónin eigin­hags­muna­seggi. Spoti­fy og hjónin komust að sam­komu­lagi fyrir helgi um upp­sögn á fram­leiðslu­samningi hjónanna við tón­listar­veituna.

Um var að ræða samning sem gerður var síðla árs 2020 og var hann á sínum tíma metinn 25 milljónir Banda­ríkja­dala eða því sem nemur 3,5 milljörðum ís­lenskra króna. Stefnt var að því að hjónin myndu fram­leiða nokkrar þátta­raðir en einungis ein fór í fram­leiðslu og var það Arche­type, þátta­röð úr smiðju Meg­han Mark­le.

Bill Simmons seldi Spoti­fy tón­listar­veitunni fyrir­tæki sitt Ringer árið 2020. Fyrir­tækið sér­hæfir sig í gerð hlað­varps­þátta og varð Simmons að stjórnanda hjá tón­listar­veitunni fyrir vikið.

„Ég vildi að ég hefði verið við­riðinn við­ræðurnar um samnings­slitin,“ sagði Bill í hlað­varps­þætti sínum sem nefndur er eftir honum sjálfum, að því er fram kemur í um­fjöllun Guar­dian. „Fjandans eigin­hags­muna­seggirnir.“ Það er hlað­varpið sem ég hefði átt að gera með þeim,“ sagði hann.

„Ég þarf að fara á fyllerí eitt kvöldið og segja frá Zoom sam­talinu sem ég átti við Harry þegar ég reyndi að hjálpa honum að finna upp á hlað­varps­þætti. Þetta er ein af mínum bestu sögum. Fari þau fjandans til. Eigin­hags­muna­seggirnir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.