Verður sendur úr landi á morgun og óttast að verða fallbyssufóður Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. júní 2023 07:00 Zak, til vinstri á myndinni, vill ekki koma fram undir fullu nafni eða að birt sé mynd af honum í íslenskum fjölmiðlum, af ótta við rússnesk stjórnvöld. Systir hans Daria, í miðju, býr hér á landi með kærasta hennar Goða, til hægri. aðsend Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa þar sem hann verður að óbreyttu sendur úr landi með lögreglufylgd á morgun. Hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en fær vegabréf sitt ekki afhent frá Útlendingastofnun og eru örlög hans því í höndum spænskra yfirvalda, þar sem hann hafði fengið spænska vegabréfsáritun inn á Schengensvæðið. Hildur Blöndal Sveinsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur hefur staðið í ströngu með hælisleitandanum Zak undanfarnar vikur. Zak er bróðir tengdadóttur hennar. Hildur lýsir því í samtali við fréttastofu að Zak hafi verið staddur í Hollandi þegar byrjað var að kveðja unga menn í herinn til að berjast í innrásarstríði Rússa í Úkraínu. „Margir af vinum hans voru á flótta og varð hann því að taka ákvörðun hratt. Niðurstaðan var að fara til Íslands með Goða, syni mínum og Dariu, systur hans, og freista þess að fá vernd á Íslandi,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Hún segir Zak ekki vilja sjálfan koma fram undir fullu nafni eða birtast á mynd í fjölmiðlum af ótta við rússnesk stjórnvöld, sem sendi minnihlutahópa innan Rússlands, líkt og Burjata sem Zak tilheyrir, fyrst á vígstöðvarnar í stríðinu. Hildur Blöndal Sveinsdóttir.aðsend Ekki treyst til að fara sjálfur Zak hafði ekki erindi sem erfiði og var umsókn hans um alþjóðlega vernd hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og aftur eftir efnislega meðferð. Þegar sá úrskurður lá fyrir tók hann ákvörðun um að flytja til Georgíu og hitta þar kærustu sína sem flutti þangað frá Moskvu, höfuðborgar Rússlands, til að hefja nýtt líf. „Útlendingastofnun hefur ekki svarað neinum beiðnum um að fá afhent gögn hans, líkt og fæðingarvottorð og vegabréf, þannig honum er meinað að yfirgefa Schengen á eigin vegum. Honum er ekki treyst til að koma sér úr landi og fer í lögreglufylgd á morgun. Örlög hans eru því í höndum spænskra yfirvalda núna og við óttumst það versta,“ segir Hildur. Fá engin svör „Þetta er maður sem hefur aldrei brotið af sér og er ekki byrði á íslensku samfélagi þar sem hann býr hér hjá systur sinni. Maður sem situr við skrifborðið sitt við nám í klínískri sálfræði. Hann er meðhöndlaður hér eins og glæpamaður, Útlendingastofnun gefur engin svör en hefur ítrekað hringt til þess að spyrja til hvaða rússnesku borgar hann vilji helst halda.“ Þau hafi þegar fundið leið fyrir Zak til að koma sér sjálfur til Georgíu en málið strandi á viðleitni Útlendingastofnunar, sem virðist ætla að halda fast í að koma Zak úr landi í lögreglufylgd til Spánar. „Zak hefur pantað sér flug til Georgíu með stoppi í Tyrklandi, vonandi kemst hann þangað. En við vitum ekkert hvað verður, við fáum engin svör. Við vitum ekkert hvort lögreglan afhendi spænskum yfirvöldum vegabréfið hans. Okkur finnst við ekki vera að biðja um mikið. Maður spyr sig, þarf þetta að vera svona? Hvar er mannúðin?“ Innrás Rússa í Úkraínu Hælisleitendur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Hildur Blöndal Sveinsdóttir uppeldis- og menntunarfræðingur hefur staðið í ströngu með hælisleitandanum Zak undanfarnar vikur. Zak er bróðir tengdadóttur hennar. Hildur lýsir því í samtali við fréttastofu að Zak hafi verið staddur í Hollandi þegar byrjað var að kveðja unga menn í herinn til að berjast í innrásarstríði Rússa í Úkraínu. „Margir af vinum hans voru á flótta og varð hann því að taka ákvörðun hratt. Niðurstaðan var að fara til Íslands með Goða, syni mínum og Dariu, systur hans, og freista þess að fá vernd á Íslandi,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Hún segir Zak ekki vilja sjálfan koma fram undir fullu nafni eða birtast á mynd í fjölmiðlum af ótta við rússnesk stjórnvöld, sem sendi minnihlutahópa innan Rússlands, líkt og Burjata sem Zak tilheyrir, fyrst á vígstöðvarnar í stríðinu. Hildur Blöndal Sveinsdóttir.aðsend Ekki treyst til að fara sjálfur Zak hafði ekki erindi sem erfiði og var umsókn hans um alþjóðlega vernd hafnað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og aftur eftir efnislega meðferð. Þegar sá úrskurður lá fyrir tók hann ákvörðun um að flytja til Georgíu og hitta þar kærustu sína sem flutti þangað frá Moskvu, höfuðborgar Rússlands, til að hefja nýtt líf. „Útlendingastofnun hefur ekki svarað neinum beiðnum um að fá afhent gögn hans, líkt og fæðingarvottorð og vegabréf, þannig honum er meinað að yfirgefa Schengen á eigin vegum. Honum er ekki treyst til að koma sér úr landi og fer í lögreglufylgd á morgun. Örlög hans eru því í höndum spænskra yfirvalda núna og við óttumst það versta,“ segir Hildur. Fá engin svör „Þetta er maður sem hefur aldrei brotið af sér og er ekki byrði á íslensku samfélagi þar sem hann býr hér hjá systur sinni. Maður sem situr við skrifborðið sitt við nám í klínískri sálfræði. Hann er meðhöndlaður hér eins og glæpamaður, Útlendingastofnun gefur engin svör en hefur ítrekað hringt til þess að spyrja til hvaða rússnesku borgar hann vilji helst halda.“ Þau hafi þegar fundið leið fyrir Zak til að koma sér sjálfur til Georgíu en málið strandi á viðleitni Útlendingastofnunar, sem virðist ætla að halda fast í að koma Zak úr landi í lögreglufylgd til Spánar. „Zak hefur pantað sér flug til Georgíu með stoppi í Tyrklandi, vonandi kemst hann þangað. En við vitum ekkert hvað verður, við fáum engin svör. Við vitum ekkert hvort lögreglan afhendi spænskum yfirvöldum vegabréfið hans. Okkur finnst við ekki vera að biðja um mikið. Maður spyr sig, þarf þetta að vera svona? Hvar er mannúðin?“
Innrás Rússa í Úkraínu Hælisleitendur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira