„Við verðum að ná í úrslit og förum auðvitað í leikinn til að vinna hann“ Siggeir Ævarsson skrifar 17. júní 2023 11:01 Alfreð Finnbogason vill búa til fleiri góðar sumarminningar á Íslandi Getty/Laszlo Szirtesi Framherjinn Alfreð Finnbogason, leikmaður Lyngby og íslenska landsliðsins, er vel stemmdur fyrir komandi landsliðsverkefni í undankeppni EM. Hann segir alltaf gaman að koma heim til Íslands á sumrin og segir að liðið stefni á sigur í dag. „Þetta er spennandi gluggi, alltaf gaman að koma heim á sumrin. Það er gott veður og við eigum mjög góða reynslu af þessum júníleikjum og góðar minningar. Það er stefnan klárlega að búa til nýjar flottar minningar af sumarleikjum á Laugardalsvelli.“ Það er þegar orðið uppselt á seinni leik Íslands í þessum glugga, gegn Portúgal 20. júní, en enn eru um 2000 óseldir miðar á leikinn gegn Slóvakíu í dag. Alfreð tók undir að stuðningurinn úr stúkunni væri mikilvægur en það væri undir liðinu komið að trekkja fólk á völlinn „Ekki spurning. Við viljum náttúrulega búa til þannig stemmingu í kringum liðið að það fari að verða aftur uppselt á hvern einasta leik. Það er líka bara undir okkur komið að fara að vinna leiki og sýna að við séum lið sem fólk vill horfa á.“ Klippa: Alfreð um komandi landsleiki „Við getum ekkert kvartað yfir því að það sé ekki orðið uppselt en vonandi verður uppselt því við þurfum á stuðningnum að halda. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur á móti Slóvakíu þar sem línur geta skýrst aðeins í riðlinum. Við vitum að við þurfum að vinna heimaleikina okkar, allavega fjóra af fimm í þessari undankeppni ef við ætlum að eiga séns að fara áfram.“ Ísland er með þrjú stig í J-riðli eftir fyrstu tvo leikina, og þarf að bæta sigrum í sarpinn ef liðið ætlar ekki að missa af lestinni. Alfreð sagði að liðið ætli að sækja til sigurs í dag. „Við verðum að ná í úrslit og förum auðvitað í leikinn til að vinna hann. Jafntefli, þá erum við alveg ennþá á lífi, en þá er þetta ekki komið í okkar hendur. En ef við vinnum þá erum við bara komnir á par við hin liðin og stýrum okkar eigin leið í þessum riðli og það er það sem við viljum gera.“ EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Sjá meira
„Þetta er spennandi gluggi, alltaf gaman að koma heim á sumrin. Það er gott veður og við eigum mjög góða reynslu af þessum júníleikjum og góðar minningar. Það er stefnan klárlega að búa til nýjar flottar minningar af sumarleikjum á Laugardalsvelli.“ Það er þegar orðið uppselt á seinni leik Íslands í þessum glugga, gegn Portúgal 20. júní, en enn eru um 2000 óseldir miðar á leikinn gegn Slóvakíu í dag. Alfreð tók undir að stuðningurinn úr stúkunni væri mikilvægur en það væri undir liðinu komið að trekkja fólk á völlinn „Ekki spurning. Við viljum náttúrulega búa til þannig stemmingu í kringum liðið að það fari að verða aftur uppselt á hvern einasta leik. Það er líka bara undir okkur komið að fara að vinna leiki og sýna að við séum lið sem fólk vill horfa á.“ Klippa: Alfreð um komandi landsleiki „Við getum ekkert kvartað yfir því að það sé ekki orðið uppselt en vonandi verður uppselt því við þurfum á stuðningnum að halda. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur á móti Slóvakíu þar sem línur geta skýrst aðeins í riðlinum. Við vitum að við þurfum að vinna heimaleikina okkar, allavega fjóra af fimm í þessari undankeppni ef við ætlum að eiga séns að fara áfram.“ Ísland er með þrjú stig í J-riðli eftir fyrstu tvo leikina, og þarf að bæta sigrum í sarpinn ef liðið ætlar ekki að missa af lestinni. Alfreð sagði að liðið ætli að sækja til sigurs í dag. „Við verðum að ná í úrslit og förum auðvitað í leikinn til að vinna hann. Jafntefli, þá erum við alveg ennþá á lífi, en þá er þetta ekki komið í okkar hendur. En ef við vinnum þá erum við bara komnir á par við hin liðin og stýrum okkar eigin leið í þessum riðli og það er það sem við viljum gera.“
EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Sjá meira