Rétt yfir tvö þúsund miðar eftir á stórleik kvöldsins Aron Guðmundsson skrifar 17. júní 2023 12:45 Tólfan verður öflug í stúkunni í kvöld Vísir/Vilhelm Gunnarsson Búast má við mikilli stemningu á Laugardalsvelli í kvöld þegar að íslenska karlalandsliðið í fótbolta etur kappi við Slóvakíu í afar mikilvægum leik í undankeppni EM 2024. Enn eru til miðar á leik kvöldsins en Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, vonast til þess að tala óseldra miða fari hratt lækkandi í dag. „Það eru farnir út úr kerfinu rétt tæplega 7500 miðar, þannig að það eru 2300 miðar eftir,“ segir Ómar í samtali við Vísi. „Vonandi tikkar það út eitthvað yfir daginn, það er gott veður úti og svona. Eigum við ekki að vona að það bættist því við tölu seldra miða.“ Gera má ráð fyrir því að fjölskyldufólk verði út um hvippinn og hvappinn í borginni í dag á sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga og gætu margir kannski hugsað sér gott til glóðarinnar og keypt miða á völlinn. Eru þið hjá KSÍ kannski að binda smá vonir við það? „Já auðvitað. Vonandi ákveður fólk bara að enda frábæran þjóðhátíðardag á þjóðarleikvanginum sjálfum og styðja strákana okkar í leiknum í kvöld.“ Það verður allavegana hægt að finna eitthvað við hæfi allra í Laugardalnum í dag. KSÍ hefur skipulagt stuðningsmannasvæði við Laugardalsvöllinn þar sem verður að finna matarvagna, hoppukastala, andlitsmálun og kandífloss. Þá verður einnig boðið upp á knattþrautir en svæðið verður opið frá klukkan 15:00 til 18:15. „Við hvetjum öll til þess að mæta þangað, kjörið að senda krakkana í andlitsmálun, knattþrautir og fá sér eitthvað gott að borða og drekka.“ Miðasala fer fram á Tix.is og verður þar hægt að kaupa miða alveg fram að leik og jafnvel gott betur. „Það er langbest að verða sér út um miða þar. Miðaþjónusta KSÍ verður síðan opnuð á Laugardalsvelli nokkrum klukkustundum fyrir leik. Hún er meira hugsuð sem þjónusta fyrir þá stuðningsmenn sem lenda í vandræðum, ná kannski ekki að prenta út sína miða. Þar geta líka mótsmiðahafar, sem hafa ekki sótt kortin sín, nálgast þau.“ Hægt er að kaupa miða á stórleik Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í fótbolta hér. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Enn eru til miðar á leik kvöldsins en Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, vonast til þess að tala óseldra miða fari hratt lækkandi í dag. „Það eru farnir út úr kerfinu rétt tæplega 7500 miðar, þannig að það eru 2300 miðar eftir,“ segir Ómar í samtali við Vísi. „Vonandi tikkar það út eitthvað yfir daginn, það er gott veður úti og svona. Eigum við ekki að vona að það bættist því við tölu seldra miða.“ Gera má ráð fyrir því að fjölskyldufólk verði út um hvippinn og hvappinn í borginni í dag á sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga og gætu margir kannski hugsað sér gott til glóðarinnar og keypt miða á völlinn. Eru þið hjá KSÍ kannski að binda smá vonir við það? „Já auðvitað. Vonandi ákveður fólk bara að enda frábæran þjóðhátíðardag á þjóðarleikvanginum sjálfum og styðja strákana okkar í leiknum í kvöld.“ Það verður allavegana hægt að finna eitthvað við hæfi allra í Laugardalnum í dag. KSÍ hefur skipulagt stuðningsmannasvæði við Laugardalsvöllinn þar sem verður að finna matarvagna, hoppukastala, andlitsmálun og kandífloss. Þá verður einnig boðið upp á knattþrautir en svæðið verður opið frá klukkan 15:00 til 18:15. „Við hvetjum öll til þess að mæta þangað, kjörið að senda krakkana í andlitsmálun, knattþrautir og fá sér eitthvað gott að borða og drekka.“ Miðasala fer fram á Tix.is og verður þar hægt að kaupa miða alveg fram að leik og jafnvel gott betur. „Það er langbest að verða sér út um miða þar. Miðaþjónusta KSÍ verður síðan opnuð á Laugardalsvelli nokkrum klukkustundum fyrir leik. Hún er meira hugsuð sem þjónusta fyrir þá stuðningsmenn sem lenda í vandræðum, ná kannski ekki að prenta út sína miða. Þar geta líka mótsmiðahafar, sem hafa ekki sótt kortin sín, nálgast þau.“ Hægt er að kaupa miða á stórleik Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í fótbolta hér.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu