Rétt yfir tvö þúsund miðar eftir á stórleik kvöldsins Aron Guðmundsson skrifar 17. júní 2023 12:45 Tólfan verður öflug í stúkunni í kvöld Vísir/Vilhelm Gunnarsson Búast má við mikilli stemningu á Laugardalsvelli í kvöld þegar að íslenska karlalandsliðið í fótbolta etur kappi við Slóvakíu í afar mikilvægum leik í undankeppni EM 2024. Enn eru til miðar á leik kvöldsins en Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, vonast til þess að tala óseldra miða fari hratt lækkandi í dag. „Það eru farnir út úr kerfinu rétt tæplega 7500 miðar, þannig að það eru 2300 miðar eftir,“ segir Ómar í samtali við Vísi. „Vonandi tikkar það út eitthvað yfir daginn, það er gott veður úti og svona. Eigum við ekki að vona að það bættist því við tölu seldra miða.“ Gera má ráð fyrir því að fjölskyldufólk verði út um hvippinn og hvappinn í borginni í dag á sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga og gætu margir kannski hugsað sér gott til glóðarinnar og keypt miða á völlinn. Eru þið hjá KSÍ kannski að binda smá vonir við það? „Já auðvitað. Vonandi ákveður fólk bara að enda frábæran þjóðhátíðardag á þjóðarleikvanginum sjálfum og styðja strákana okkar í leiknum í kvöld.“ Það verður allavegana hægt að finna eitthvað við hæfi allra í Laugardalnum í dag. KSÍ hefur skipulagt stuðningsmannasvæði við Laugardalsvöllinn þar sem verður að finna matarvagna, hoppukastala, andlitsmálun og kandífloss. Þá verður einnig boðið upp á knattþrautir en svæðið verður opið frá klukkan 15:00 til 18:15. „Við hvetjum öll til þess að mæta þangað, kjörið að senda krakkana í andlitsmálun, knattþrautir og fá sér eitthvað gott að borða og drekka.“ Miðasala fer fram á Tix.is og verður þar hægt að kaupa miða alveg fram að leik og jafnvel gott betur. „Það er langbest að verða sér út um miða þar. Miðaþjónusta KSÍ verður síðan opnuð á Laugardalsvelli nokkrum klukkustundum fyrir leik. Hún er meira hugsuð sem þjónusta fyrir þá stuðningsmenn sem lenda í vandræðum, ná kannski ekki að prenta út sína miða. Þar geta líka mótsmiðahafar, sem hafa ekki sótt kortin sín, nálgast þau.“ Hægt er að kaupa miða á stórleik Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í fótbolta hér. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Enn eru til miðar á leik kvöldsins en Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, vonast til þess að tala óseldra miða fari hratt lækkandi í dag. „Það eru farnir út úr kerfinu rétt tæplega 7500 miðar, þannig að það eru 2300 miðar eftir,“ segir Ómar í samtali við Vísi. „Vonandi tikkar það út eitthvað yfir daginn, það er gott veður úti og svona. Eigum við ekki að vona að það bættist því við tölu seldra miða.“ Gera má ráð fyrir því að fjölskyldufólk verði út um hvippinn og hvappinn í borginni í dag á sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga og gætu margir kannski hugsað sér gott til glóðarinnar og keypt miða á völlinn. Eru þið hjá KSÍ kannski að binda smá vonir við það? „Já auðvitað. Vonandi ákveður fólk bara að enda frábæran þjóðhátíðardag á þjóðarleikvanginum sjálfum og styðja strákana okkar í leiknum í kvöld.“ Það verður allavegana hægt að finna eitthvað við hæfi allra í Laugardalnum í dag. KSÍ hefur skipulagt stuðningsmannasvæði við Laugardalsvöllinn þar sem verður að finna matarvagna, hoppukastala, andlitsmálun og kandífloss. Þá verður einnig boðið upp á knattþrautir en svæðið verður opið frá klukkan 15:00 til 18:15. „Við hvetjum öll til þess að mæta þangað, kjörið að senda krakkana í andlitsmálun, knattþrautir og fá sér eitthvað gott að borða og drekka.“ Miðasala fer fram á Tix.is og verður þar hægt að kaupa miða alveg fram að leik og jafnvel gott betur. „Það er langbest að verða sér út um miða þar. Miðaþjónusta KSÍ verður síðan opnuð á Laugardalsvelli nokkrum klukkustundum fyrir leik. Hún er meira hugsuð sem þjónusta fyrir þá stuðningsmenn sem lenda í vandræðum, ná kannski ekki að prenta út sína miða. Þar geta líka mótsmiðahafar, sem hafa ekki sótt kortin sín, nálgast þau.“ Hægt er að kaupa miða á stórleik Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í fótbolta hér.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira