Þjálfari Slóvakíu segir Ísland með sterka liðsheild og býst við líkamlega erfiðum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2023 09:01 Hinn ítalski Francesco Calzona mun stýra Slóvakíu á Laugardalsvelli þann 17. júní. SPORT.SK Francesco Calzona, þjálfari Slóvakíu, er spenntur fyrir leik Íslands og Slóvakíu þann 17. júní. Hann segir íslenska liðið spila sem eina liðsheild og býst við líkamlega erfiðum leik. Blaðamannafundur Slóvakíu var haldinn árla morguns og fór fram á slóvakísku en Calzona eins og nafnið gefur til kynna er Ítali. Það var því bæði túlkur sem þýddi fyrir hann og svo annar sem þýddi fyrir þá íslensku, og erlendu, fjölmiðla sem mættir voru. Það má því reikna með að eitthvað af svörum þjálfarans hafi skolast til í hvísluleiknum sem átti sér stað en hér að neðan má lesa það helsta sem fram fór á téðum blaðamannafundi. Slóvakía mun ekki æfa á Laugardalsvelli í aðdraganda leiksins. Calzona, sem hefur stýrt landsliði Slóvakíu síðan í ágúst á síðasta ári, segir liðið hafa undirbúið sig vel heima fyrir og sá undirbúningur hafi staðist væntingar. Hann telur því ekki nauðsynlegt að mæta snemma til Íslands og æfa hér á landi í aðdraganda leiksins. Segir sína menn tilbúna í allt Þjálfari Slóvakíu var spurður út í hvað gæti breyst hjá Íslandi með tilkomu nýs þjálfara, Åge Hareide. „Við erum tilbúnir í allt. Með nýjum þjálfara koma nýjar hugmyndir og áherslur en við höfum unnið undirbúningsvinnuna og höfum sýnt leikmönnunum hverju má búast við. Þeir eru með líkamlega sterkt lið, við þurfum að vera tilbúnir í líkamleg átök en við munum spila okkar leik.“ „Íslenska landsliðið hefur fjölda toppleikmanna sem spila erlendis. Þótt einstaklingsgæði séu til staðar þá tel ég liðsheildina gera liðið mun sterkara,“ sagði Calzona enn fremur um íslenska liðið. Slóvakía hefur ekki enn fengið á sig mark í riðlinum. Liðið gerði markalaust jafntefli við Lúxemborg en vann Bosníu- Hersegóvínu 2-0. Staðan í riðlinum eftir tvo leiki er þannig að Portúgal er efst með sex stig, Slóvakía er með fjögur, Bosnía-Hersegóvína og Ísland bæði með þrjú stig, Lúxemborg eitt og Liechtenstein er án stiga. „Með góðum úrslitum getum við komist í góða stöðu. Þeir eiga erfiðan leik gegn Portúgal eftir leikinn gegn okkur. Ég er ekki stressaður, bara fullur eftirvæntingar. Þurfum að senda jákvæð skilaboð til liðsins.“ Ekki búinn að ákveða byrjunarlið Hann gaf ekkert upp varðandi stöðuna á miðverðinum Milan Škriniar. Sá lék með Inter í 0-1 tapinu gegn Manchester City í úrslitum Meistaradeildar Evrópu nýverið. Þá er hann sagður vera að ganga í raðir París Saint-Germain þegar samningur hans í Mílanó-borg rennur út. Sömu sögu var að segja af Marek Hamšík en þessi 35 ára gamli miðjumaður mun leggja skóna á hilluna eftir landsleikjatörnina sem er nú að fara í gang. Marek Hamšík spilaði lengi vel með Napoli. Í dag er annar Slóvakí að gera það gott þar á bæ.Dino Panato/Getty Images Calzona var aðstoðarþjálfari Napoli frá 2015-18 sem og hann var í þjálfarateymi félagsins frá 2021-22. Það gladdi hann því mjög að sjá Napoli vinna Serie A, ítölsku úrvalsdeildina á dögunum. Sérstaklega þar sem Slóvakinn Stanislav Lobotka var í lykilhlutverki. Hann segir að Slóvakía muni byggja lið sitt í kringum áreiðanlega leikmenn eins og Lobotka. Samt sem áður tók hann fram að allir hefðu æft vel og það væri erfitt að ákveða hvaða 11 myndu byrja leikinn. „Ég er stuðningsmaður Napoli svo ég er mjög ánægður. Þeir spila fallegan fótbolta og voru á toppnum frá upphafi tímabils. Ég á marga vini í Napoli svo ég er glaður fyrir þeirra hönd,“ sagði Calzona að endingu. Ísland mætir Slóvakíu á morgun, en Kristján Örn Sigurðsson skoraði þetta mark þegar liðin mættust árið 2009. Rewind to this goal from Kristján Örn Sigurðsson against tomorrow's opponents Slovakia.#AfturáEM pic.twitter.com/0cCyrHjfuj— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 16, 2023 Leikur Íslands og Slóvakíu fer fram á morgun, þann 17. júní. Leikurinn hefst kl. 18.45 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira
Blaðamannafundur Slóvakíu var haldinn árla morguns og fór fram á slóvakísku en Calzona eins og nafnið gefur til kynna er Ítali. Það var því bæði túlkur sem þýddi fyrir hann og svo annar sem þýddi fyrir þá íslensku, og erlendu, fjölmiðla sem mættir voru. Það má því reikna með að eitthvað af svörum þjálfarans hafi skolast til í hvísluleiknum sem átti sér stað en hér að neðan má lesa það helsta sem fram fór á téðum blaðamannafundi. Slóvakía mun ekki æfa á Laugardalsvelli í aðdraganda leiksins. Calzona, sem hefur stýrt landsliði Slóvakíu síðan í ágúst á síðasta ári, segir liðið hafa undirbúið sig vel heima fyrir og sá undirbúningur hafi staðist væntingar. Hann telur því ekki nauðsynlegt að mæta snemma til Íslands og æfa hér á landi í aðdraganda leiksins. Segir sína menn tilbúna í allt Þjálfari Slóvakíu var spurður út í hvað gæti breyst hjá Íslandi með tilkomu nýs þjálfara, Åge Hareide. „Við erum tilbúnir í allt. Með nýjum þjálfara koma nýjar hugmyndir og áherslur en við höfum unnið undirbúningsvinnuna og höfum sýnt leikmönnunum hverju má búast við. Þeir eru með líkamlega sterkt lið, við þurfum að vera tilbúnir í líkamleg átök en við munum spila okkar leik.“ „Íslenska landsliðið hefur fjölda toppleikmanna sem spila erlendis. Þótt einstaklingsgæði séu til staðar þá tel ég liðsheildina gera liðið mun sterkara,“ sagði Calzona enn fremur um íslenska liðið. Slóvakía hefur ekki enn fengið á sig mark í riðlinum. Liðið gerði markalaust jafntefli við Lúxemborg en vann Bosníu- Hersegóvínu 2-0. Staðan í riðlinum eftir tvo leiki er þannig að Portúgal er efst með sex stig, Slóvakía er með fjögur, Bosnía-Hersegóvína og Ísland bæði með þrjú stig, Lúxemborg eitt og Liechtenstein er án stiga. „Með góðum úrslitum getum við komist í góða stöðu. Þeir eiga erfiðan leik gegn Portúgal eftir leikinn gegn okkur. Ég er ekki stressaður, bara fullur eftirvæntingar. Þurfum að senda jákvæð skilaboð til liðsins.“ Ekki búinn að ákveða byrjunarlið Hann gaf ekkert upp varðandi stöðuna á miðverðinum Milan Škriniar. Sá lék með Inter í 0-1 tapinu gegn Manchester City í úrslitum Meistaradeildar Evrópu nýverið. Þá er hann sagður vera að ganga í raðir París Saint-Germain þegar samningur hans í Mílanó-borg rennur út. Sömu sögu var að segja af Marek Hamšík en þessi 35 ára gamli miðjumaður mun leggja skóna á hilluna eftir landsleikjatörnina sem er nú að fara í gang. Marek Hamšík spilaði lengi vel með Napoli. Í dag er annar Slóvakí að gera það gott þar á bæ.Dino Panato/Getty Images Calzona var aðstoðarþjálfari Napoli frá 2015-18 sem og hann var í þjálfarateymi félagsins frá 2021-22. Það gladdi hann því mjög að sjá Napoli vinna Serie A, ítölsku úrvalsdeildina á dögunum. Sérstaklega þar sem Slóvakinn Stanislav Lobotka var í lykilhlutverki. Hann segir að Slóvakía muni byggja lið sitt í kringum áreiðanlega leikmenn eins og Lobotka. Samt sem áður tók hann fram að allir hefðu æft vel og það væri erfitt að ákveða hvaða 11 myndu byrja leikinn. „Ég er stuðningsmaður Napoli svo ég er mjög ánægður. Þeir spila fallegan fótbolta og voru á toppnum frá upphafi tímabils. Ég á marga vini í Napoli svo ég er glaður fyrir þeirra hönd,“ sagði Calzona að endingu. Ísland mætir Slóvakíu á morgun, en Kristján Örn Sigurðsson skoraði þetta mark þegar liðin mættust árið 2009. Rewind to this goal from Kristján Örn Sigurðsson against tomorrow's opponents Slovakia.#AfturáEM pic.twitter.com/0cCyrHjfuj— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 16, 2023 Leikur Íslands og Slóvakíu fer fram á morgun, þann 17. júní. Leikurinn hefst kl. 18.45 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira